Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 41

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 41
Vertíð ilmvatnsframleiðenda er framundan. Jólin á næsta leiti og víst að ekki er tilviljun að ilm- vötn hafa streymt út á markað- inn að undanförnu. Þekkt lausn fyrir þá sem eru í vandræðum með gjafahugmyndir. Í það minnsta eyðast ilmvötnin og von til að það sem gefið var í fyrra sé á þrotum. Guerlain var lengi vel þekkt fyrir hágæða ilmvötn en svo keypti tískusamsteypan LVMH Guerlain og arður vék fyrir gæðum. Nú hafa stjórnendur vaknað upp við vondan draum og reyna að endurvinna glatað traust viðskiptavina. Nýjasta afurðin er Insolence. Hvert fyrirtæki fær svo sína stjörnu í auglýsingaherferðina til að selja drauminn um fágun, kynþokka og fegurð og hjá Guerlain er það Óskarsverðlaunaleikkonan Hill- ary Swank sem auglýsir ilmvatnið – ekki mjög franskt. Givenchy sendir frá sér Ange ou Demon (engill eða djöfull) og fyrirsætan er Marie De Villepin sem er andlit Givenchy, sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að hún er dóttir forsætis- ráðherrans Dominique de Villep- in. Hjá Yves Saint Laurent er það svo kærasti Kylie Minogue, leik- arinn Olivier Martinez sem kynnir nýja herrailminn, L´Homme. Ilmvatnið er eins konar tákn hvers hönnuðar og kannski þess vegna sem tískuhús Lanvin, sem um nokkurt skeið hefur notið mikillar velgegni eftir að Alber Elbez tók við hönnuninni, hefur skapað ilminn Rumeur eða orðróm. Þannig er hægt að klæð- ast Elbez frá toppi til táar. Það er orðin gömul hefð að hvert tískuhús blandi sér sitt ilm- vatn. Gabrielle Chanel var á margan hátt brautryðjandi bæði sem kona og tískuhönnuður. Hún fleygði lífstykkinu og frelsaði konur úr þessari spennutreyju, notaði tauefni í handtöskur og svo mætti áfram telja. Hún var einnig fyrst til að búa til ilmvatn og selja í tískuhúsi sínu. Það var árið 1920 sem Coco Chanel kynntist Ernest Beaux. Hann var fransk-rússneskur greifi sem blandaði ilmvötn keisarafjölskyldunnar rússnesku en flúði frá Rússlandi af því að hann hafði tekið þátt í morðinu á Raspútín. Mademoiselle Chanel bað hann um að blanda ilmvatn handa sér. Beaux blandaði saman 22 ilmum en flaska númer 5 var sú sem heillaði Coco mest. Þannig varð til hið fræga númer 5 sem í fyrstu var aðeins fyrir Coco sjálfa en viðskiptavinirnir vildu allir fá að vita hvaðan hann kæmi þessi einstaki ilmur. Þess vegna byrjaði Coco að selja ilminn árið 1924 í tískuhúsinu. Enn í dag er þetta mest selda ilmvatn í heimi, 85 árum eftir að það var skapað. Ekki að ástæðulausu að Marilyn Monroe notaði ilmvatn númer 5 í staðinn fyrir náttkjól, enda ilm- vatnið tákn kvenleika. Nær allir tískuhönnuðir hafa síðan fylgt í fótspor Mademoiselle Chanel og skapað sitt eigið ilmvatn. Jakkar Ný sending REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR FYRIR JÓLIN.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.