Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 50

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 50
Begóníur tilheyra afar stórri og fjölbreytilegri ættkvísl plantna sem finna má í öllum hitabeltis- skógum beggja vegna miðbaugs. Fjölbreytileikinn er mestur í regnskógum Mið- og Suður-Amer- íku, en Afríka og Suðaustur-Asía státa líka af fjölmörgum tegund- um sem teknar hafa verið til ræktunar. Alls munu vera til um 800 til 1000 sjálfstæðar tegundir af begóníum. En tegundafjöldinn hefur verið nokkuð á reiki, því begóníur eiga vanda til að mynda blendinga sín á milli en þessir blend- ingar eru flestir langt frá því að vera frjótt upphaf nýrra tegunda. Þetta hefur ruglað grasafræðinga töluvert í ríminu, því að þótt þeir hafi talið sig finna „nýja begóníutegund“ sem þeir hafa svo lýst og gefið latnesk vísindaheiti hefur oftast komið í ljós við nánari athugun, að þær eru bara ófrjóir blendingar milli nærvaxandi tegunda. Begóníur eru kenndar við franskan aðalsmann, Michel Bégon (1638- 1710), sem var landstjóri Frakka í nýlendunni Santo Domingo, sem nú er lýðveldið Haití. Bégon þessi styrkti og var verndari grasafræði- leiðangra sem gerðir voru út til allra nýlendna franska ríkisins í lok sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu. . Begóníum er skipað í hópa eftir vaxtarlagi og ytri einkennum. Ýmsar tegundirnar mynda eins til þriggja metra háa runna með teinréttum stönglum sem minna á bambus. Aðrar eru skriðular og vaxa með jörð, margar fremur blaðstórar og skarta af og til stórum blómskúfum. Nokkrar eru hnúðjurtir, sem eru vinsæl sumarblóm. Haust- og vorbeg- óníurnar eru nettar blómjurtir sem fást næstum árið um kring í blóma- verslununum. Líklega er langstærsti og fjölbreyttasti hópurinn „blað- begóníur“. Til þeirra telst fjöldi tegunda sem skarta stórum skrautlegum blöðum. Blöðin eru með ýmis mynstur í andstæðum litum. Og þó að þær blómgist iðulega þá eru blöðin aðalatriðið. Í þessum hópi eru margar tegundir. Sú algengasta, kóngabegónían, Begonia x rex, sem ber höfuð og herðar yfir allar hinar, barst fyrst sem laumufarþegi í brönugrasasendingu frá Indlandi. Í tróðinu sem notað var til að búa um brönugrösin leyndist sproti sem byrjaður var að slá út einu blaði. Það vakti athygli garðykjumannanna, sem sáu um að taka á móti sendingunni, að þetta litla lauf var ólíkt öðru sem þeir höfðu séð. Litirnir voru skærrrauðir og silfraðir og á milli sást í dökk- ar blaðæðar. Tegundin sem slík hefur aldrei fundist í náttúrunni en plantan blómgaðist og bar fræ fyrir tilverknað sömu garðyrkjumanna. Þegar fræjunum var sáð kom í ljós að engar tvær af fræplöntunnum urðu eins, heldur birtist þarna urmull af margvíslega litum blöðum. Ekki komust allar plönturnar á legg, en þær sem af þóttu bera voru teknar til handargagns og eru formæður þeirra þúsunda kóngabegón- íuyrkja sem ganga manna á milli vítt um heim. Allar blaðbegóníur, hverju nafni sem þær nefnast, eiga það sameigin- legt að vilja vaxa í fremur lausum, loftríkum, frjóum og jafnrökum jarðvegi. Grunn ílát og vikurblönduð pottamold hentar þeim prýðilega. Þær dafna best við stofuhita og á stað þar sem góðrar birtu nýtur og er laus við dragsúg. Þó þarf að verja þær gegn sterkasta sólskininu yfir vor- og sumarmánuðina. Vökvið þær alltaf með volgu vatni og aldrei meira en svo að moldin haldist hóflega rök. Gefið daufan áburðar- skammt vikulega á sumrin. Plöntunum líður vel við háan loftraka og njóta sín best ef þær fá að standa nokkrar saman. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.