Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 30.11.2006, Qupperneq 52
Kvenlegar listir er nafn á nýrri verslun í Hlíðasmára 15 í Kópavogi. Þar er úrval af flestu því sem þarf til útsaums og annarra hannyrða. Útsaumsvörur, prjónagarn og spennandi nýjungar í þrykki er meðal þess sem hin nýja verslun Kvenlegar listir hefur á boðstólum. Eigandi hennar er Halldóra Arnórs- dóttir og með henni innanbúðar er Erla Hrönn Sigurðardóttir textíl- kennari. Prjónagarnið í versluninni er danskt með merkinu Isager eftir þekktan danskan hönnuð Marianne Isager sem hannar litina. „Þetta er gæðagarn sem gaman er að prjóna úr,“ fullyrðir Halldóra. Það vekur athygli að útsaums- vörurnar eru nokkuð annarrar gerð- ar en þær sem áður hafa sést hér á landi. Upprunalandið er Ástralía og blöð og bækur með hugmyndum og mynstrum eru líka þaðan. „Við kappkostum að vera með vandaðan efnivið. Það gerir eftir- leikinn svo miklu auðveldari því öll sköpun úr þeim efniviði verður svo skemmtileg,” segir Halldóra. „Konur í Ástralíu hafa setið árum saman á söfnum við að rannsaka hvernig handavinna var gerð fyrir langa, langa löngu og margt af því sem hér sést í útsaumsmynstrum er árangur þeirrar vinnu. Eins og sjá má er þetta allt upphleyptur saum- ur,“ segir hún og vekur athygli á rósum, vínberjaklösum og jarðar- berjum sem allt er eins og nýsprott- ið í náttúrunni. Sumar rósirnar eru jafnvel aðeins festar með fínlegum gullvír við efnið. En kann nokkur með þetta að fara hér á landi? „Við kennum aðferðirnar ef með þarf,“ segir Erla Hrönn. „Hér verða sett upp námskeið í útsaum, prjóni og þrykki enda góð vinnuaðstaða í búðinni. Síðan verður hægt að kaupa sér tímakort sem við klipp- um á fyrir hvern byrjaðan klukku- tíma og þá er hægt að koma hingað, sitja hér og sauma.“ Halldóra hlær þegar haft er orð á að eflaust muni skapast notaleg stemning í Kvenlegum listum þegar þar verður kominn hálfgerður saumaklúbbur og búið verður að renna á könnuna. „Já, þannig vilj- um við hafa það,“ segir Halldóra. „Þetta á að verða lifandi búð þar sem alltaf er eitthvað að gerast.“ Lifandi búð með sauma- klúbbsstemningu • Skúringafatan úr sögunni • Alltaf tilbúið til notkunar • Gólfin þorna á augabragði • Fljótlegt og þægilegt Dagar gömlu skúringarfötunar eru taldir Magnaða moppuskaftið Sölustaðir: Húsasmiðjan Byko - Pottar og prik Akureyri Áfangar Keflavík - Brimnes Vestmannaeyjum Fjarðarkaup - Litabúðin Ólafsvík - Parket og gólf - Rými SR bygginagarörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupstað. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.