Fréttablaðið - 30.11.2006, Page 76

Fréttablaðið - 30.11.2006, Page 76
Nú eru síðustu forvöð að upplifa myndbands-sviðsetningu Kristín- ar Helgu Káradóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin nefnist „Þráðlaus tenging“ og er í svokallaðri Gryfju listasafnsins. Listakonan kemur sjálf fram í stuttum myndskeiðum sem er varpað upp í Gryfjunni. Mynd- skeiðin eru á mörkum þess að vera málverk, ljósmynd og kvikmynd. Myndböndin fléttast saman við sýningarsalinn sem umlykur þau með mjúkum leiktjöldum. Til að undirstrika stemninguna hefur tónlistarmaðurinn Bjarni Guð- mann úr hljómsveitinni Úlpu, samið tónlist við verkin. Mörg af fyrri myndböndum Kristínar Helgu eru tilvistarlegs eðlis. Þau lýsa kenndum eða aðstæðum sem áhorfandanum gefst kostur á að upplifa á sinn hátt. Kristín Helga skipuleggur sjaldnast myndbönd sín fyrirfram heldur lætur þau ráðast í vinnu- ferlinu. Hún vinnur út frá tilfinn- ingunni og notar orðlausa og leik- ræna tjáningu. Kristín Helga útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 með viðkomu í Listakademíunni í Kaup- mannahöfn, sem skiptinemi. Sýn- ingin stendur til sunnudagsins 3. desember en safnið er opið milli 13 og 17. Persónulegar kenndir Kl. 20.00 Hljómsveitin Villifé heldur útgáfu- tónleika í Tjarnarbíói. Samnefnd- ur diskur þeirra inniheldur fjöl- breytt lög eftir Árna Hjartarson en þar bregður fyrir skandinavískum fiðluvölsum, finnskum tangótakti, pólskum polka, sveitasöngvum, harmkvæðum og hetjuljóðum og allt verður þetta fléttað með þjóð- lagakenndu ívafi og tilþrifum. Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vin- sælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra. Tveir skrítnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhús- gestum við aðalinngang Þjóðleik- hússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalssalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn, auk þess sem börnin fara um baksviðs í leikhús- inu. Börnin ferðast inn í ævintýra- veröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið sem ætti að koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hallur Sigurðsson en leikarar eru Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Hrefna Hallgríms- dóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason og Margrét Kaaber en þau tvö síð- astnefndu eru nýir þátttakendur í sýningunni sem tekur tæpa klukku- stund. Tónlistin úr verkinu hefur nú verið gefin út á geisladiski sem fæst í miðasölu Þjóðleikhússins og í verslunum Hagkaupa. Enn leitað að jólunum ! Það er stutt fyrir Jón Óskar að fara að heiman í galleríið sem hann sýnir jafnan í, Gallerí 101, á bak við Alþjóðahúsið á Hverf- isgötu. Það er lengri vegur úr vinnustofum hans, í Vestmannaeyjum, Kína, South Beach í Flórída, Skúlatúninu í Reykjavík og Höfðahverfinu þar sem hann hefur unnið. Þar hefur hann unnið við nýja hönnun á útliti tímarita Fróða sem eitt sinn var og nú heitir Birtingur. Myndverkin sem hann setti upp í gær á Hverfisgötunni koma lengra að. Verkin sem Jón sýnir í Gallerí 101 eru dagbókar- skissur − alls um sextíu verk segir hann. „Dálítið stórar skiss- ur − allt að 130 cm sinnum 70. Þetta eru dagbókarteikningar. Sumar eru unnar í Kína þar sem ég er kominn með vinnustofu og íbúð. Þær eru allar frá 2004 og eru allar unnar á kínverskan hríspappír, málaðar á gólfi með þessum kínversku penslum sem þeir nota og kínversku bleki. Aðrar vann ég í South Beach haustið 2005. Þær myndir eru gerðar á ómerkilegan amerískan pappír en málaðar með pennum sem eru eins og túss og eru fyrir stimpla, þeir eru með kúluhaus eins og svitalyktareyðirinn og gefa illa frá sér sem skapar sér- staka áferð í teikningunni.“ Viðfangsefnin? „Allt þetta smáa, matur, fólk, skordýr, allt þetta góða sem er í kringum okkur og við tökum aldrei eftir.“ Öll verk- in á sýningunni eru til sölu. „Það er alltaf sama góða verðið á mínum verkum,“ segir Jón. Þessi sýning er raunar bara tilhlaup að stórri sýningu sem hann er tekinn til við að undirbúa norður á Akureyri eftir áramótin í Lista- safninu á Akureyri. Þar verða verk frá lengra tímabili, bæði gömul og ný. Jafnframt hyggst hann gefa út glanstímarit, 72 síður og prentað í vandaðri íslenskri prentsmiðju. Það heitir eðlilega Jón Óskar. Sýning Jóns opnar í Gallerí 101 á morgun kl. 17. Sigur Rós í Svasílandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.