Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 79
Á þessum árstíma er til siðs að rit- höfundar kveðji sér hljóðs á ýmsum vettvangi og kynni verk sín enda er nú árleg vertíð hjá bókafólki. Vitað er af höfundum sem þeysast nú um fjallvegi lands- ins með skottin stútfull af jólabók- um og bíða lesendur á landsbyggð- inni án efa spenntir eftir nýjungunum. Nýlega fréttist af líflegum upplestri í Edinborgar- húsinu á Ísafirði þar sem úrval höfunda messaði bókmenntaboð- skapnum yfir Vestfirðinga sem gerðu að honum góðan róm en upplestrarkvöld undir yfirskrift- inni „Opin bók“ eru árlegur við- burður þar í bænum. Nú stendur svo til að kynna Austfirðingum brot af jólaútgáf- unni en hin árlega „rithöfunda- lest“ brunar um landsfjórðunginn á næstu dögum. Lest þessi er skipulögð af Menningarmiðstöð- inni Skaftfelli á Seyðisfirði, Kaup- vangi á Vopnafirði og Gunnars- stofnun á Skriðuklaustri. Þátttakendur að þessu sinni eru Einar Kárason sem lesa mun úr ferðasögunni Úti að aka, Eiríkur Guðmundsson sem kynnir skáld- sögu sína Undir himninum, Hall- dór Guðmundsson kynnir ævisög- una Skáldalíf, Ingunn Snædal sem les úr verðlaunaljóðabókinni Guð- lausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást og Þórunn Valdi- marsdóttir sem kynnir ævisögu sína um Matthías Jochumsson. Höfundarnir hefja lesturinn á Skriðuklaustri í kvöld kl. 20. Síðan liggur leiðin til Vopnafjarðar á morgun, föstudag, en endastöðin verður í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði á laugar- dagskvöld. Lestin brunar Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Rétt- indastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berl- ín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarps- þátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einn- ig forkaupsrétt að öðrum útkomn- um glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjón- varpsmyndir og sjónvarpsþáttar- aðir upp úr bókunum. Undirbún- ingur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvik- mynda- og sjónvarpsframleiðslu- fyrirtæki tryggir sér rétt á íslensk- um skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertels- mann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metr- opolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sér- hæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvik- myndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þess- ari fótfestu í hörðum bransa sjón- varpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dul- nefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrir- tækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi mark- aði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seld- ur til Þýskalands, til þýska útgáf- urisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanleg- ar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrir- fram. Stella Blómkvist í sjónvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.