Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 82

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 82
Bókarbrot í Borgarleikhúsi Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var ein- hvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann. Eftir lestur sögu hennar, hefur sá grunur verið staðfestur. Þar er farið yfir uppvöxt Margrétar á Stokkseyri, nokkuð snúið fjöl- skyldumunstur hennar og stutta æsku. Sextán ára að aldri ákvað hún sem sagt að nú væri hún orðin fullorðin og tími til kominn að snúa sér að stofnun eigin fjöl- skyldu ásamt því að vinna í frysti- húsinu í plássinu. Eins og allir vita þykir slíkt ekki góð latína. Hús- móðurstarf, frystihús, pláss úti á landi þýðir hreint út sagt að stúlka skellir í lás öllum sínum dyrum að umheiminum og þeim möguleik- um sem hann býður upp á. En ekki Margrét. Þvert á móti hefur hún byggt upp farsælan stjórnmála- feril á þessum aðstæðum. Fyrsti hluti sögunanr virkaði dálítið flatur á mig. Fátt frásagn- arvert, allt frekar almennt. Ástæð- an er sú að Margrét ólst upp við mikla ástúð og öryggi hjá ömmu sinni og hennar manni – og það er nú einu sinni svo á okkar sjálfs- hjálpar- og pop-sálfræðitímum að maður er orðinn svo stútfullur af svona „harmsaga æsku minnar“ sögum að það tekur nokkurn tíma að kveikja áhuga manns þegar æskan hefur verið – ja, bara alveg ágæt. Þegar kemur að pólitíska þættinum í sögu Margrétar, sem er fljótlega eftir að hún ákvað að hún væri fullorðin, fer hins vegar fjörið af stað og eftir það rígheld- ur hún. Lesandinn fær að fylgjast með þessari litlu, kokhraustu, en foringjadýrkandi, stelpu mæta á hinn pólitíska leikvang með greindina og orkuna einar að vopni, haldandi að flokksbræður hennar séu samstarfsmenn og samstaðan þar sé ekta. Hún á eftir að komast að raun um annað þegar hún fer að vinna með ofur-karl- rembunum í kringum sig – sem aukinheldur eru að kafna úr menntahroka. Smám saman opn- ast augu Margrétar en því skýrari sem pólitíska myndin og andstað- an innan flokksins verður, eflist hún þeim mun meira og lesandinn fylgist með því hvernig hún þrosk- ast í gegnum starf sitt, þar til svo er komið að henni finnst (eðlilega) ekkert meira varið í sína meintu foringja en sjálfa sig – og ákveður að verða bara sjálf foringinn. Þótt pólitíkin sé fyrirferðar- mikill þáttur í sögu Margrétar, er hún fyrst og fremst merkileg sem persónuleg þroskasaga. Hún sýnir, svo ekki verður um villst, hvert stelpur með heilbrigt sjálfsmat, góða greind og kjark geta komist. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir allar stúlkur á unglingsaldri. Það hefði að ósekju mátt fjalla meira um einkalíf Margrétar í bókinni, koma með sögur og frá- sagnir af samskiptum við hennar nánustu. Þar er stiklað á stóru – of stóru og sagan virkar því stundum nokkuð hraðsoðin. Hún einskorð- ast líka við frásögn Margrétar í stað þess að vinna úr þeim ara- grúa af gögnum sem til eru eftir langan feril í pólitík. Sagan hefði að vísu orðið lengri en það hefði verið allt í lagi. Það eru til menn sem hafa verið staðnir að því að skrifa sögu sína í tveimur, jafnvel þremur, bindum – og það án þess að vera skemmtilegir. Margrét verður seint sökuð um þann löst. Þótt ég hefði viljað sjá mun ítarlegri sögu, fannst mér bókin skemmtileg. Hún er vel skrifuð sem þroskasaga og góð heimild um þau viðhorf og þá fordóma sem konur af kynslóð Margrétar hafa eytt ævinni í að brjóta á bak aftur og með því varðað leiðina fyrir komandi kynslóðir. Foringinn í frystihúsinu Kristín Steinsdóttir og Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir eiga farsælt samstarf að baki og fengu meðal annars Norrænu barnabókaverð- launin og barnabókaverðlaun Fræðsluráðs fyrir bók sína Engill í Vesturbænum árið 2002. Í fyrra kom út bókin Rissa vill ekki fljúga, um rituungann Rissu sem sigrast á flughræðslu sinni og þessi bók er sjálfstætt framhald hennar. Rissa er nú komin á Grænlands- mið ásamt fjölskyldu og vinum þar sem lífsbaráttan er hörð. Rissa og systir hennar leggja í langferð að leita að ísbjörnum, sem pabbi þeirra lofaði að þær fengju að sjá, og verða margs vís- ari í þeirri ferð þó að titilspurn- ingu bókarinnar sé aldrei svarað heldur meiri áhersla lögð á fæðu- keðjuna almennt Ég hef ekki lesið bókina um Rissu og flugörðugleika hennar en það er greinilegt að höfundar ætl- ast til þess að lesandinn þekki þá sögu og þær persónur sem þar koma fyrir. Ég veit ekki hvort mér finnst það jákvætt eða neikvætt. Það er ekki gaman þegar sömu staðreyndirnar eru þuldar upp aftur og aftur í hverri bók, einkum þegar bókin er ekki lengri en þetta, en á hinn bóginn er erfiðara að fá áhuga á persónum þegar maður veit lítið sem ekkert um þær. Ég veit reyndar ekki hvort börn láta sig svona smáatriði nokkru varða ef sagan grípur þau. Frásögnin er nokkuð sundur- laus og frekar í formi brota en í samfellu. Þannig er frekar verið að ná fram tilfinningunni fyrir lífi fuglanna á Grænlandsmiðum eða mannfólksins í grænlensku þorpi en að fylgjast náið með einni atburðarás. Á köflum er vaðið úr einu í annað og ævintýri rituung- anna verða stundum tilviljana- kennd og fara jafnvel framhjá lesandanum en það ber að hafa í huga að flestar barnabækur eru lesnar oftar en tíu sinnum og því kostur ef sagan býður upp á eitt- hvað nýtt við annan eða fjórða lestur. Aftur ræður persónulegur smekkur miklu. Ég hef meira gaman af beinni frásögn og hún heldur mér meira við efnið en þetta form gefur færi á fram- haldslestri því hægt er að hætta að lesa á hverri síðu og byrja svo upp á nýtt kvöldið eftir á þeirri næstu án þess að þurfa mikið að rifja upp. Myndirnar eru fallegar og bæta smábröndurum við textann sem fyrir þá sem lesa frekar myndir en orð er mikill kostur. Rissa leitar að ísbjörnum Það leyndi sér ekki að þarna sat María mey með son sinn Jesú við stýrið, barnslega full- orðinn. Þau voru nauðalík líkneskjunum, sem höfðu verið hnoðuð úr snjó, nema þau voru að háma í sig sælgæti, og einnig á svipuðum aldri; þó virtist María mey vera öllu yngri en Jesú. OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 1. des ALLIR VELKOMNIR - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Séra Pálmi Matthíasson blessar vetrarstarfið ::: Gunnar Helgason kynnir nýja laxveiðimynd, Svona tekur laxinn ::: Bjarni Júlíusson, formaður SVFR segir frá nýjum veiðisvæðum SVFR. ::: Veiðistaðalýsing - hástökkvari sumarsins Stóra-Laxá ::: Myndagetraunin sívinsæla ::: Happahylurinn verður á sínum stað í boði Intersport
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.