Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 86
Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loft- inu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjáns- son, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á fram- færi,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiski- súpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni. Matreiðslubók á netinu … að örbylgjuofninn gagnast í margt annað en að poppa. Skelltu sítrónunni inn í 15 sek- úndur og þú uppskerð mun meiri safa þegar þú kreistir. Veittu hvítlauki sömu meðferð og ysta lagið rennur af honum. Suður-Afríka hefur vakið mikla athygli fyrir framsækna víngerð síðustu tvo áratugina og hefur framrás landsins verið mikil eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok og landið opnaðist fyrir erlendum viðskiptum. Höfuðþrúga suður-afrískrar víngerðar er pinotage. Vín úr henni eru jafnan djúprauð, kröftug og heit. Sumum finnst þau minna á brennt gúmmí, á jákvæðan hátt þó! Pinotage er blendingsþrúga sem var búin til fyrir tæpri öld, bræðingur pinot noir og cinsaut. Prófessor Abraham Izak Perold gerði tilraunir til að bæta gæði pinot noir þrúgunnar á víngarði við Góðrarvonarhöfða árið 1925. Ekki er ljóst hverju prófessorinn vildi ná fram, hann skildi engar skýrslur eftir sig. Flestir telja að hann hafi verið að reyna að bæta pinot noir þrúguna með tilviljunarkenndum hætti því cinsaut er mjög ólík þrúga en hefur þá kosti að vera auðræktanleg og sjúkdómalaus. Niðurstaðan var óvænt, móðurþrúgurnar eru báðar heldur litlausar en afkvæmið pinotage djúprautt. Glen Carlou víngerðin, sem David Finlayson stjórnar og viðtal er birt við hér á síðunni notar, öfugt við flesta vínframleiðendur Suður-Afríku, franskar vínþrúgur en ekki heimaþrúguna pinotage. Ástæðan er sú að stofnandinn, Walter Finlayson, lærði sitt fag í Frakklandi og hreifst af öllu sem gert er þar í víngerð. Flestar algengustu vínþrúgur heims eru ræktaðar í Suður-Afríku. Lengi var chenin blanc sem heimamenn kalla steen mikilvægasta hvíta þrúgan. Gaf yfirleitt af sér ódýr vín en hefur verið að ná sér á strik og gerðar hafa verið ýmsar athyglisverðar tilraunir sem hafa gefið af sér sérstök vín. Stór og mikil chardonnay-vín hafa vakið athygli, gjarnan nokkuð eikuð. Vín úr sauvignon blanc hafa vakið einna mesta athygli. Þykja einhverjir glæsi- legustu fulltrúar þeirrar þrúgu utan Evrópu. Fínustu vín eru gerð úr cabernet sauvignon, gjarnað blönduð með öðrum þrúgum, t.d. upp á klassíska franska mátann eins og David Finlayson gerir. Mestu möguleikarnir í rauðu vínunum virðast búa í syrah-þrúgunni. Svalari héruð geta framleitt syrah nær frönskum stíl, en heitari héruð liggja nær áströlsku línunni. Ekki bara pinotage Borðaði impala-antílópu í Afríku David Finlayson, stjórn- andi Glen Carlou-víngerð- arinnar, var á leiðinni á Decanter-vínsýninguna í London þegar hann hafði viðkomu hér á Íslandi fyrir skemmstu. Einar Logi Vign- isson ræddi við hann. Finlayson virkar við fyrstu kynni fremur hlédrægur og fíngerður en fljótlega kemur í ljós að undir niðri leynist dæmigerður kraftmikill Suður-Afríkumaður sem hefur sterkar skoðanir á víngerð, efna- hagsmálum og íþróttum en þetta þrennt var fyrirferðarmikið í sam- tali okkar. Hann er fyrrum brimbretta- kappi en segist í vonlausri þjálfun sem er þó ekki vonlausari en svo að hann stundar fjallahjólreiðar af krafti en sú íþrótt hefur hingað til ekki þótt fyrir nema heldur vel þjálfað fólk. „Meginástæðan fyrir að ég lagði brettinu er sú að ég á tvö lítil börn og þetta er heldur hættulegt sport. Svo spilar inn í að maður verður að vera alveg í topp- æfingu til að ráða við stærstu öld- urnar og það var farið að fara í taugarnar á mér að ég réði ekki við það sama og í gamla daga. Þannig að ég læt hjólreiðar og veiði duga og er alveg hættur að keppa. Ég ætla að koma aftur til Íslands næsta sumar og fara í lax. Faðir minn var grænn af öfund þegar ég sagði honum að ég væri á leið hingað og spurði mig hvort ég gerði mér minnstu grein fyrir því hversu stórkostlegar árnar á Íslandi væru. Árnar í Suður-Afríku eru flestar minni en hér á landi og erfitt að komast að þeim. Þær eru ekki eins miklar fiskiár og þið búið yfir en á móti kemur að náttúran er stór- brotin og mikið ævintýri að koma sér á bestu veiðistaðina. Oft förum við á kajak eða hjólabátum og synd- um svo síðasta spölinn. Stundum mæta veiðimönnum hlébarðar og aðrar skepnur sem þú vilt helst ekki hitta þegar hættulegasta vopn- ið sem þú ert með er flugustöng!“ Glen Carlou víngerðin var stofnuð árið 1985 af Walter Finlayson föður Davids. Hann hafði starfað sem víngerðarmaður hjá bestu vínframleiðendum Suður-Afríku en lært víngerð í Frakklandi og frönsk áhrif eru áberandi í vín- gerðinni. Nafn fyrirtækisins er fengið úr nöfnum dætra Walters, en þær heita Lena, Carol og Lou- ise. Syninum David var hins vegar fljótlega falið að stjórna víngerð- inni en hann hafði menntað sig í víngerð í háskóla í Suður-Afríku en jafnframt dvalið langdvölum í Bordeaux og í Ástralíu hjá Peter Lehmann. „Það er ótengt núverandi eign- arhaldi að ég fór til Lehmanns,“ segir David en Hess Group á bæði Glen Carlou og Peter Lehmann í dag. „Faðir minn hitti Peter fyrst á áttunda áratugnum og mikill vin- skapur tókst með fjölskyldum okkar. Peter er alveg rosaleg týpa, dæmigerður Ástrali sem virkar hrjúfur en er með risastórt hjarta. Hann lét mig vinna alveg svaka- lega mikið, 16 tíma á dag í fjóra mánuði en ég lærði gríðarlega mikið hjá honum. Ástralski stíll- inn í víngerð er ansi tæknilegur á meðan franski stíllinn er tilfinn- ingalegur þar sem sagan og hefð- irnar ráða för. Það var því skemmtilegt fyrir mig að kynnast þessum tveimur ólíku hefðum og ég hef reynt að taka það besta úr hvorum stílnum í víngerð okkar.“ „Efnahagslífið gengur vel og nýja svarta millistéttin sem ekki var til áður er drifkraftur samfélagsins. Hún er mikilvæg fyrir okkur vín- framleiðendur því áður höfðum við fjórar milljónir hvítra sem drukku vín en nú hafa 44 milljónir svartra bæst við og mikið af fólk- inu er vel menntað. Við glímum auðvitað við ýmsa erfiðleika, mis- skiptingin er enn þá gríðarleg og fátæktin yfirþyrmandi sumstaðar. En framtíðin er björt og knatt- spyrnuáhugamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að HM 2010 klikki. Allt er á fullu í uppbygg- ingu og Þjóðverjarnir sem skipu- lögðu keppnina sl. sumar eru mættir niður eftir til að klára þetta með okkur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig okkur mun ganga að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem koma á keppnina. Flugfélögin þurfa að endurskipuleggja sig og auka þarf gistirými.“ Björt framtíð í Suður-Afríku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.