Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 91
Rapparinn Snoop Dogg var hand- tekinn fyrir að hafa í fórum sínum byssu og eiturlyf er hann yfirgaf upptökuver NBC-sjónvarpsstöðv- arinnar þar sem hann hafði komið fram í kvöldþætti Jay Leno. Snoop, sem heitir réttu nafni Calvin Broadus, og tveir félagar hans voru handteknir eftir að leit hafði verið gerð á heimili hans og bíl. Snoop, sem hélt tónleika í Egils- höll í fyrra, þarf að mæta fyrir dómstólum hinn 12. desember vegna málsins. Hann þarf að gera slíkt hið sama 4. desember eftir að hann var handtekinn 27. septemb- er fyrir að hafa í fórum sínum hættulega kylfu á John Wayne- flugvellinum í Bandaríkjunum. Handtekinn með eiturlyf Safn tileinkað sænsku hljómsveit- inni ABBA verður opnað í mið- borg Stokkhólms árið 2008. Þar verða til sýnis föt og hljóðfæri sem sveitin notaði á farsælum ferli sínum, auk verðlauna, hand- skrifaðra laga og texta. Einnig verður þar hljóðver þar sem gest- ir geta tekið upp sín eigin ABBA- lög. Aðstandendur safnsins fengu hugmyndina eftir að hafa kynnt sér Bítlasafnið í London. Það tók þá aftur á móti næstum tvö ár að sannfæra fyrrum meðlimi sveit- arinnar, þau Benny Anderson, Björn Ulvaeus, Agnetha Faltskog og Anni-Frid Lyngstad, um að safnið væri góð hugmynd. „Það er gaman að einhver vilji notast við tónlistarferil okkar á þennan hátt,“ sagði ABBA í yfirlýsingu sinni. ABBA hefur selt yfir 370 milljónir platna. Jafnframt hafa yfir 27 milljónir séð söngleikinn Mamma Mia! sem þeir Björn og Benny sömdu saman. ABBA-safn í Svíþjóð Ásgeir Davíðsson á Gold- finger hefur gefið út dagatal með myndum af súludansmeyjum staðarins sjötta árið í röð. Hann segir það ekki markmiðið að stúlkurnar sýni allt á mynd- unum, það geri þær bara á Goldfinger. „Ég hef nú sagt það áður að þetta er jólagjöf mín til íslenskra sjómanna enda eru þeir uppáhaldsmennirnir mínir og ég vil helst koma þessu í hvert einasta skip,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi súlustaðar- ins Goldfinger, um dagatal fyrir árið 2007 sem hann gaf út nýlega. Dagatalið er það sjötta sem Geiri sendir frá sér og að venju skartar það myndum af stúlkum sem stíga súludans á Goldfinger. Geiri segir dansmeyjarnar sjá sér hag í því að sitja fyrir í dagatal- inu, ekki síst þar sem þær fá mynd- irnar af sér brenndar á geisladiska og noti þær þegar þær sækja um vinnu á öðrum álíka klúbbum úti í hinum stóra heimi. „Stelpan sem er á forsíðunni hefur dansað hjá mér af og til síð- ustu sex ár og það ætti að segja sína sögu um hvað stúlkunum finnst gott að vinna hjá mér,“ segir Geiri og bætir því við að dagatalið fái alltaf jafn góðar viðtökur. „Ég prenta það alltaf í 5.000 eintökum í fyrsta versi og það hefur komið fyrir að þegar líður á árið þurfi að prenta meira þannig að yfir- leitt fer þetta í 7.000 ein- tökum. Einu lætin sem ég man eftir í kringum þetta voru þegar það var fárast yfir því að vélskólanemar báru það út fyrir mig. Ég skil nú ekki alveg hver munurinn er á því að fá fólk sem komið er yfir tvítugt til að bera almanak- ið út eða biðja það um að leiða sig niður Laugaveginn í Gay Pride-göngunni. Ég átta mig ekki alveg á hvar sið- ferðiskenndin liggur í þessu en mér finnst þetta allt eiga rétt á sér.“ Stúlkurnar eru fáklæddar í dagatalinu og eitthvað er um að myndirnar þyki full siðprúðar miðað við þá starfsemi sem alman- akinu er ætlað að vekja athygli á en Geiri á skýringar á því. „Ég fer ekki að sýna allt á almanakinu enda er ætlast til þess að menn komi svo hingað upp eftir til að fá að sjá allt.“ Geiri gefur sjómönnum jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.