Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 98
DHL-deild karla
Iceland Express deild kv.
Enska úrvalsdeildin
UEFA-bikarkeppnin
Forkeppni HM kvenna
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar
Gareth Southgate,
knattspyrnustjóri Middlesbrough,
hefur staðfest að hann muni leyfa
Spánverjanum Gaizka Mendieta
að yfirgefa herbúðir félagsins í
janúar. Mendieta hefur verið hjá
félaginu í þrjú ár og oftar en ekki
verið meiddur. Fyrir vikið fær
hann mjög lítið að spila.
„Ég er viss um að maður á
hans aldri vill vera hjá liði þar
sem hann fær að spila reglulega,“
sagði Southgate um hinn 32 ára
gamla Spánverja. Athletic Bilbao
hefur þegar verið orðað við
miðjumanninn knáa.
Fær að fara frá
Middlesbrough
Spænski framherjinn
Albert Luque segist gjarna vilja
snúa aftur til heimalandsins en
hann hefur engan veginn komist í
takt við enska boltann eftir að
hann gekk í raðir Newcastle frá
Deportivo la Coruna fyrir 10 millj-
ónir punda.
Barcelona, Real Madrid, Real
Betis, Real Mallorca og Bordeaux
eru öll talin hafa áhuga á Luque og
nú hefur Villarreal bæst í slaginn.
„Ég veit að Villarreal hefur
spurst fyrir um mig sem og fleiri
félög frá Spáni en það er ekki
komið formlegt tilboð frá neinu
þessara félaga,“ sagði Luque.
„Lífið hefur ekki verið mér hlið-
hollt á Englandi. Ég fæ lítið að
spila og fyrir vikið er ég ekki mjög
hamingjusamur. Ef tækifærið
gefst vil ég gjarna snúa aftur til
Spánar.“
Vill fara aftur til Spánar
Donovan McNabb, leikstjórn-
andi Philadelphia Eagles, verður
frá æfingum og keppni næstu
átta til tólf mánuðina eftir að
hafa gengist undir aðgerð á hné
en hann sleit flest sem hægt var
að slíta í hnénu í leik á dögunum.
Meiðslin eru gríðarlegt áfall
fyrir Eagles enda hafði McNabb
farið á kostum með liðinu í vetur
en það eygir litla von um árang-
ur án hans.
Hugsanlega frá í heilt ár
Fram saxaði verulega á
forskot HK og Vals í DHL-deild
karla í gærkvöldi með öruggum
fimm marka sigri á Fylki. Gest-
irnir úr Árbænum fengu að líta
tvö rauð spjöld í leiknum og eru
komnir í alvarlega fallbaráttu.
Framarar byrjuðu mun betur í
gær og komust strax í 7-2 forystu.
Þrátt fyrir það átti Hlynur Mort-
hens, markvörður Fylkis, sinn
besta leikkafla í upphafi leiksins
þar sem hann varði fimm skot. En
Fylkismenn náðu að nýta sér ein-
beitingarleysi Framarar eftir
þessa öflugu byrjun og minnkuðu
muninn í 9-7. En það reyndist
aðeins um stundarsakir þar sem
Framarar gáfu vel í á nýjan leik
og komust í sex marka forystu
þegar flautað var til hálfleiks, 17-
11.
Það hafði sitt að segja að Fylk-
ismenn misnotuðu þrjú vítaköst í
fyrri hálfleiknum sem og að Arn-
ari Þór Sæþórssyni var vikið af
velli með rauða spjaldið eftir um
stundarfjórðungsleik. Dómurinn
kom í kjölfar brots Arnars á Dan-
íel Berg Viktorssyni en Fylkis-
menn mótmæltu dómnum mjög.
Eins og gefur að skilja voru
Íslandsmeistararnir öflugir í
sóknarleik sínum og dreifðust
mörkin vel á milli manna. Harald-
ur Þorvarðarson nýtti sín færi vel
eins og reyndar fleiri leikmenn
Fram.
Sigur Framara var aldrei í
hættu í síðari hálfleik og greini-
legt að Fylkismenn létu mótlætið
fara í taugarnar á sér. Haukur
Sigurvinsson fékk að líta rauða
spjaldið fyrir olnbogaskot og
Fylkisliðið orðið heldur þunnskip-
að. Niðurstaðan var fimm marka
sigur, 34-29, og því fjórði sigur
Fram í DHL-deild karla í röð orðin
staðreynd. Íslandsmeistarnir eru
farnir að láta vita af sér svo um
munar.
Stefán Stefánsson var besti
maður Fram en hann skoraði sex
mörk í leiknum. Þorri B. Gunnars-
son stóð einnig fyrir sínu sem og
Björgvin Gustavsson í markinu.
Fjórði deildarsigur Framara í röð
Arsenal tapaði í gær í
fyrsta sinn fyrir Fulham síðan
Englendingar urðu heimsmeistar-
ar í knattspyrnu árið 1966. Það var
á nýársdegi það ár sem það gerð-
ist og því biðin langa á enda komin
fyrir stuðningsmenn Fulham.
Ekki byrjaði kvöldið vel hjá
Arsenal en liðið fékk á sig tvær
hornspyrnur strax í upphafi leiks.
Úr þeirri síðari skoraði Biran
McBride eftir að Jens Lehman,
markvörður Arsenal, misreiknaði
fyrirgjöfina. Markið verður óneit-
anlega að skrifast á þann þýska.
Útlitið var enn dekkra fyrir Ars-
enal-liðið er Tomas Radzinski
skoraði annað mark Fulham á 19.
mínútu eftir fyrirgjöf Luis Boa
Morte. Markið var þó ekki sárs-
aukalaust því Radzinski var á svo
mikilli siglingu að hann klessti á
auglýsingaskilti og þurfti aðhlynn-
ingu í kjölfarið.
Robin van Persie færði stuðn-
ingsmönnum Arsenal von með lag-
legu vinstrifótarskoti utan teigs.
Staðan því orðin 2-1 eftir 35 mín-
útna leik.
Þrátt fyrir þetta héldu leik-
menn Bolton áfram að sækja en
höfðu ekki erindi sem erfiði í fyrri
hálfleik.
Arsenal byrjaði betur í síðari
hálfleik og var óheppið er mark
Thierry Henry var þó réttilega
dæmt af vegna rangstöðu. En
hinum megin á vellinum lenti Boa
Morte í því sama eftir skrautlega
skógarferð Lehman.
Phillipe Senderos fékk svo að
líta rauða spjaldið eftir aðra
áminningu sína sem hann fékk
fyrir að brjóta á Boa Morte rétt
utan teigs.
En það breytti litlu og stóðu
leikar óbreyttir til leiksloka. Heið-
ar Helguson lék síðasta stundar-
fjórðunginn fyrir Fulham og átti
eitt ágætt færi.
Ryan Giggs var ekki í byrjun-
arliði Manchester United í gær og
herma sögusagnir að það sé vegna
ósættis hans og Sir Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóra liðsins.
Opinbera skýringin á fjarveru
hans voru að hann væri meiddur á
kálfa. Giggs átti afmæli í gær og
fylgdist með leiknum úr stúkunni.
Það var einnig sérstök stemn-
ing að sjá að Neville-bræðurnir
væru fyrirliðar sinna liða. Gary
vitanlega hjá United og Phil hjá
Everton en þetta er í fyrsta skipti
sem bræður eru fyrirliðar liða
sem mætast í ensku úrvalsdeild-
inni.
Cristiano Ronaldo kom United
yfir í leiknum í lok fyrri hálfleiks
er hann fylgdi eftir skoti Michael
Carrick sem Nuno Valente varði
en hélt ekki. Patrice Evra og John
O‘Shea skoruðu svo mörk United í
síðari hálfleik.
Chelsea vann 1-0 sigur á Bolton
á útivelli í gær og fylgir því enn
fast á hæla Manchester United.
Andryi Shevchenko hefur
mikið verið gagnrýndur fyrir mar-
kaleysi sitt síðan hann kom til
Chelsea en hann var í byrjunarlið-
inu og átti frábært skot að marki
sem Jussi Jaaskaleinen varði frá-
bærlega. En upp úr horninu skor-
aði hinn nýliðinn hjá Chelsea,
Michael Ballack, með fallegu
skallamarki.
Markaþurrð Liverpool hélt
áfram í gær og í þetta sinn gegn
Portsmouth á heimavelli. Þá vann
Manchester City góðan 3-1 útivall-
arsigur á Aston Villa sem fyrir
leikinn í gær hafði aðeins tapað
einum leik á tímabilinu.
Fulham vann í gær sigur á Arsenal í fyrsta sinn síðan Englendingar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu og
boðar það lítið gott fyrir Arsene Wenger og hans menn. Manchester United og Chelsea unnu sína leiki.