Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 2
Í tilefni af því að 60 ár
eru síðan Vísnabókin
kom fyrst út kemur hún
nú út í sinni
upprunalegu mynd.
Skemmtileg kvæði og
glæsilegar myndir sem
glatt hafa margar
kynslóðir íslenskra
barna.
Metsölubók í 60 ár
edda.is
2. prentun
komin í
verslanir
Hannes, ertu stefnulaus?
Maðurinn sem lést í bílslysi á
Stykkishólmsvegi aðfaranótt
föstudags hét
Valtýr
Guðmunds-
son. Valtýr
var til
heimilis að
Árnatúni 5 í
Stykkishólmi.
Hann var 22
ára, fæddur
21. júlí árið
1984. Valtýr var ókvæntur og
barnlaus.
Lést í bílslysi
Einstaklingar og fyrir-
tæki mega ekki veita hærri fjár-
hæðum en 300 þúsund krónum á
ári til stjórnmálastarfsemi og
opinberað verður hvaða fyrirtæki
styrkja stjórnmálaflokka og fram-
bjóðendur í prófkjörum.
Alþingi samþykkti í gær lög
þessa efnis, sem taka gildi 1. jan-
úar, og byggja þau á frumvarpi
nefndar sem allir flokkar áttu
aðild að.
Jóhanna Sigurðardóttir, Sam-
fylkingunni, hóf baráttu fyrir
setningu laga um fjármál stjórn-
málaflokka fyrir ellefu árum og
segir daginn gleðilegan. „Ég fagna
því að við séum loksins komin í
hóp siðmenntaðra þjóða en við
hefðum átt að vera búin að þessu
fyrir löngu,“ segir Jóhanna.
Breytingar voru gerðar á upp-
haflegu frumvarpi í meðförum
allsherjarnefndar en nefndin fjall-
að um málið á fundum í fyrrakvöld
og í gærmorgun. Veigamesta
breytingin lýtur að ákvæðum um
framboð til embættis forseta
Íslands. Áður var gert ráð fyrir að
frambjóðendur til embættisins
gætu fengið framlög úr ríkissjóði
til kosningabaráttu sinnar, fengju
þeir minnst tíu prósent atkvæða.
Allsherjarnefndin vill að betur
verði íhugað hvernig standa beri
að slíkum framlögum og beinir
því til forsætisráðherra að hafa
forgöngu um frekari tillögugerð
þar um.
Guðjón Ólafur Jónsson, Fram-
sóknarflokki, sem stýrði vinnu
allsherjarnefndar í málinu, segir
nýju lögin málamiðlun ólíkra sjón-
armiða. Sátt hafi verið um þau í
nefnd forsætisráðherra og for-
menn flokkanna komið að vinn-
unni. „Ég held að þetta verði til að
styrkja lýðræðið því ríkisframlög-
in gera fleirum mögulegt að bjóða
sig fram til þings eða sveitar-
stjórna,“ segir Guðjón Ólafur.
Jóhanna Sigurðardóttir hefði
viljað sjá ákvæði í lögunum um
þak á auglýsingakostnað í kosn-
ingabaráttu og að framlög ein-
staklinga yfir eitt hundrað þúsund
krónum verði gerði opinber. „Ég
er mjög ánægð með að þessu sé
komið á lögbókina og svo verðum
við bara að lagfæra agnúana þegar
þeir koma í ljós.“
Þingi var frestað í gær og
kemur aftur saman 15. janúar. Á
fjórða tug frumvarpa voru sam-
þykkt í gær og fyrradag, meðal
annars um flutning verkefna frá
dómsmálaráðuneytinu til sýslu-
manna, um ólögmæti skráningar
lögheimilis í sumarbústöðum og
um lækkun matarskatts.
Loksins komin í hóp
siðmenntaðra þjóða
Frumvap um fjármál og upplýsingaskyldu í stjórnmálastarfsemi var samþykkt
í gær. Lögin ná ekki til forsetaembættisins. Þótt Jóhanna Sigurðardóttir geri
athugasemdir við nokkur atriði laganna fagnar hún þeim engu að síður.
Fjórir ungir Grænlend-
ingar voru á föstudag dæmdir
fyrir að þykjast vera kúrekar í
villta vestrinu og veiða ísbjörn
með snöru í ágúst árið 2004. Svo
þurftu þeir að kalla til löggildan
veiðimann sem skaut bangsann,
segir í frétt Jótlandspóstsins
danska.
Ungu mennirnir fjórir voru
dæmdir fyrir að fanga villt dýr,
sem er bannað með lögum á
Grænlandi. Veiðimaðurinn sem
skaut dýrið fyrir þá hlaut einnig
dóm fyrir að skjóta dýrið með 22
kalíbera riffli, en ekki löggiltum
veiðiriffli. Verða fimmmenning-
arnir nú að greiða sektir upp á
allt að 62.000 íslenskar krónur
hver.
Veiddu ísbjörn
með snöru
Rússnesk stjórnvöld
hyggjast senda rannsóknarlög-
reglumenn til Bretlands til að
grennslast fyrir um lát njósnarans
fyrrverandi, Alexanders Litvin-
enko, að því er rússneski saksókn-
arinn greindi frá í gær.
Breska rannsóknarlögreglan
fylgist nú með yfirheyrslum í
Rússlandi á aðilum tengdum láti
Litvinenkos, en Rússar tilkynntu á
fimmtudaginn að rússneskri rann-
sókn á málinu yrði hleypt af stokk-
unum.
Þýska lögreglan hefur fundið
leifar af geislavirkni í íbúð fyrr-
verandi eiginkonu Dmitris Kov-
tun, mannsins sem hitti Litvin-
enko á hóteli daginn sem hann
veiktist. Hann dvelur nú á sjúkra-
húsi í Moskvu og hlýtur meðferð
vegna eitrunar. Annar Rússi sem
hitti Litvinenko á hótelinu, Andrei
Lugovoi, hefur ekki sýnt einkenni
eitrunar.
Litvinenko lést 23. nóvember
síðastliðinn úr eitrun af völdum
geislavirka efnisins pólon-210.
Stuttu fyrir andlát sitt sakaði hann
Vladimír Pútín Rússlandsforseta
um að eiga þátt í málinu. Því hafa
rússnesk yfirvöld staðfastlega
neitað.
Rússar senda menn til Lundúna
Breska ríkisstjórnin
reyndi án árangurs að sannfæra
Bandaríkin um að leysa ekki upp
íraska herinn eftir að Hussein-
stjórnin hafði verið felld í
Íraksstríðinu. Þetta sagði Geoff
Hoon, fyrrverandi varnarmála-
ráðherra Breta, í gær.
„Við töldum á lokastigum átak-
anna að íraski herinn hjálpaði til
við að halda stöðugleika í Írak, og
við hefðum viljað að honum yrði
leyft að starfa,“ sagði Hoon.
Hoon taldi einnig að ákvörðun-
in um að fjarlægja félaga Baath-
flokksins úr stjórnunarstöðum
hafi stuðlað að aukinni starfsemi
uppreisnarmanna.
Vildi ekki leysa
upp her Íraka
Tæplega fimm þúsund
börn búa við fátækt á Íslandi.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sem forsætisráðherra lét gera að
beiðni Samfylkingarinnar. Þetta
eru 6,6 prósent allra íslenskra
barna.
Forsaga skýrslunnar er sú að
Samfylkingin óskaði eftir því fyrir
rúmu ári að úttekt á fátækt barna
á Íslandi og hag þeirra yrði fram-
kvæmd. Forsætisráðherra skilaði
síðan skýrslunni af sér á föstu-
dagskvöld.
Í henni kemur fram að 4.634
börn á landinu búi í fátækt. Til að
ákvarða fátæktina var notast við
reikniaðferð OECD sem miðast
við svokallaðar miðtekjur. Það eru
þær tekjur þar sem jafnmargir
eru með hærri og lægri tekjur en
miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan
með aðeins helminginn af miðtekj-
um er það komið undir fátækram-
örk að mati OECD. Ýmsir þættir
hafa áhrif á efnahag barnafjöl-
skyldna.Til dæmis eru yngri for-
eldrar með bágbornari efnahag en
eldri og börn sem búa hjá einstæð-
um foreldrum eru líklegri til að
falla undir fátæktarmörkin.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði í kvöldfrétt-
um Stöðvar 2 í gær að þessi staða
væri óviðunandi. Íslendingar
væru eftirbátar hinna Norður-
landanna sem væru augljóslega að
ná umtalsvert betri árangri í að
nota skatt- og bótakerfið til að
fækka fátækum börnum.
Verið er að endurbyggja
virkjun sem athafnamaðurinn
Jóhannes Reykdal gangsetti í
Hamarskotslæknum í Hafnarfirði
fyrir hundrað árum.
Unnið hefur verið að lagningu
aðrennslisstokks og aðrennslis-
pípu virkjunarinnar, auk þess
sem bygging stöðvarhúss hennar
sem staðsett verður í undirgöng-
unum undir Lækjargötu er hafin.
Reiknað er með að virkjunin
verði formlega gangsett í mars
eða apríl.
Í tilefni aldarafmælisins var
haldin lítil athöfn við virkjunina í
gær og vatni hleypt á nýju pípurn-
ar.
Vatni hleypt á
pípurnar á ný