Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 94
 Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hefur biðlað því til stuðningsmanna liðsins að þeir sýni bakverðinum Ashley Cole virðingu þegar Arsenal heim- sækir Chelsea í dag. Það má búast við rafmögnuðu andrúmslofti á Stamford Bridge í dag enda er um að ræða toppslag milli tveggja Lundúnaliða. „Það er mín ósk að þessi leikur verði frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir fótboltann. Það er eitt af mínum hlutverkum að reyna mitt besta til að sú verði raunin. Fótbolti skiptir Englend- inga miklu máli en við viljum við- halda virðingu Arsenal. Cole vann frábæra vinnu fyrir okkur en ákvað síðan að spila fyrir Chelsea. Í mínum augum er það ekkert vandamál. Mikilvægast í okkar huga er að ná sigri gegn Chelsea og til að það takist þurfum við að hugsa um fleiri en einn leikmann,“ sagði Wenger. Ef Chelsea tapar leiknum í dag nær Manchester United níu stiga forystu á toppi deildarinnar með leik meira en ríkjandi Englands- meistarar. Ólíklegt er að markvörðurinn Carlo Cudicini geti spilað vegna meiðsla. Hjá Arsenal er William Gallas meiddur og getur ekki mætt fyrrum samherjum sínum og þá tekur Kolo Toure út leik- bann. Þeirra frægasti leikmaður, Thierry Henry, er áfram á meiðsl- alistanum. Michael Ballack, leikmaður Chelsea, segir að sitt lið þurfi að vinna leikinn. „Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að fá öll stigin úr leiknum og við megum ekki sætta okkur við jafntefli. Vonandi náum við á komandi vikum að vinna upp þetta forskot sem Manchester United hefur náð í deildinni,“ sagði Ballack. Leikur Chelsea og Arsenal í dag hefst klukkan 16.00 á Stam- ford Bridge. Biður fólk um að sýna Ashley Cole virðingu Manchester United tryggði stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið lagði nágranna sína í Manchester City á Old Trafford, 3- 1. Ronaldo innsiglaði sigur United en markið var umdeilt því ekki fékkst betur séð en að hann hafi verið rangstæður. Ljóst var frá fyrstu mínútu að von væri á mikilli barátta því það tók Joey Barton, leikmann City, ekki nema tíu sekúndur að sparka Ronaldo gróflega niður. Ronaldo lét það þó ekki á sig fá því hann lagði upp fyrsta mark leiksins þegar hann átti frábæra sendingu inn á teiginn og þar var Wayne Rooney mættur til að stýra boltanum í netið. 1-0 fyrir Manchester United eftir fimm mínútna leik. Eftir þetta náði Manchester United yfirhöndinni. Annað mark United-liðsins kom svo á síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar Frakkinn Louis Saha skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Gabriel Heinze. United hélt yfirhöndinni í síð- ari hálfleik og City-liðið fékk fá marktækifæri framan af hálf- leiknum en á 72 mínútu dró til tíð- inda. Steven Ireland, leikmaður Manchester City, lék þá laglega upp hægri kantinn, renndi boltan- um út á Túnisbúann Hatem Trab- elsi sem skoraði með góðu skoti frá vítateigslínu og minnkaði mun- inn í 2-1. Manchester City sótti töluvert í sig veðrið eftir þetta en rothöggið kom á 84. mínútu þegar Ronaldo skoraði þriðja mark United af stuttu færi. Það var rangstöðufn- ykur af markinu en flagg línu- varðarins fór ekki á loft og markið því gott og gilt. 3-1 urðu lokatölur leiksins og til að strá salti í sárið þá fékk Ítalinn Bernardo Corradi sitt annað gula spjald á síðustu mínútu leiksins þegar hann reyndi að fiska víta- spyrnu fyrir City. „Við höfum átt erfiða leiki upp á síðkastið. Ég er viss um að fólk hefur búist við að við myndum tapa stigum í þessari viku en leik- mennirnir eiga hrós skilið,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United. „Við áttum að gera út um leik- inn í síðari hálfleik en því miður nýttum við ekki tækifærin okkar og það hefði getað farið illa,“ bætti Ferguson við. Stuart Pearce gat lítið mótmælt rauða spjaldinu sem Corradi fékk undir lokinn. „Corradi féll full auðveldlega og ég er ekki eins og hinir 19 stjórarnir í deildinni sem myndu sitja hérna og bulla ein- hverja vitleysu um þetta atvik. Ég vil frekar að hann standi í lappirn- ar og ég mun ræða þetta við hann í vikunni.“ Manchester United lagði nágranna sína í Manchester City á heimavelli sínum, Old Trafford. Með sigrinum tryggði United stöðu sína á toppi deildarinnar. Werder Bremen heldur efsta sætinu í úrvalsdeildinni í Þýskalandi eftir að hafa unnið stórsigur 6-2 á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í gær. Naldo skoraði tvö mörk fyrir liðið en Jensen, Vranjes, Fritz og Diego skoruðu allir eitt mark hver. Stuttgart skaust upp í annað sætið með sigri á Bochum 1-0 en það var Streller sem skoraði markið undir lok leiksins. Stuttgart er tveimur stigum á eftir toppliði Bremen en stigi á eftir Stuttgart koma Bayern München og Schalke. Bayern vann 2-1 sigur Energie Cottbus í gær en Schalke á leik inni gegn Borussia Dortmund og með sigri í honum kemst liðið upp að hlið Werder Bremen á toppi deildarinnar. Hinn leikur dagsins verður botnbaráttuslagur milli Wolfsburg og Alemannia Aachen. Werder Bremen hefur tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Stuttgart er í öðru sæti. Schalke getur þó jafnað Bremen að stigum í dag þegar liðið mætir Dortmund á heimavelli sínum. Bremen er þó með mun hagstæð- ari markatölu en liðið hefur nú skorað 45 mörk í 16 leikjum það sem af er leiktíðarinni. Werder Bremen í toppsætinu Nígeríski sóknarmaður- inn Nwankwo Kanu trónir á toppnum yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinn- ar en hann skoraði síðara mark Portsmouth í 2-0 sigri á Everton í gær. Kanu hefur ekki leynt því að hann stefnir ótrauður á að verða markakóngur ensku úrvalsdeild- arinnar og hljóta þar með gull- skóinn en ljóst er að Portsmouth gerði góða hluti með því að fá leikmanninn á frjálsri sölu í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Arsenal var leystur undan samningi við WBA eftir síðasta tímabil. Kanu hefur skorað níu mörk í deildinni en á eftir honum koma fjórir leikmenn sem skorað hafa átta mörk. Það eru þeir Wayne Rooney og Louis Saha hjá Manchester United auk Didiers Drogba hjá Chelsea og Kevins Doyle hjá Reading. Sá síðast- nefndi var nánast óþekkt nafn fyrir tímabilið en hefur svo sannarlega slegið í gegn og er hann undir smásjánni hjá stærri liðum Englands. Kanu stefnir á gullskóinn Það stóð ekki steinn yfir steini í spilamennsku West Ham í gær þegar liðið mætti Bolton. Bolton sigraði 4-0 og var brúnin þung á þeim Eggerti Magnússyni og Björgólfi Guðmundssyni í stúk- unni enda var þetta þriðji tapleik- ur Hamranna í röð. West Ham er í fallsæti, þriðja neðsta sæti deild- arinnar með fjórtán stig. Kevin Davies kom Bolton yfir eftir und- irbúning frá El-Hadji Diouf á sautjándu mínútu og bætti síðan öðru við eftir hornspyrnu snemma í þeim síðari. Þriðja markið kom þegar um stundarfjórðungur var til leiks- loka en það skoraði Diouf eftir að hafa farið illa með varnarmenn gestana og kom boltanum fram hjá Robert Green. Nicolas Anelka skoraði síðan síðasta mark leiks- ins eftir að hafa fengið sendingu frá Gary Speed sem var að spila sinn fimmhundraðasta leik og stóð sig mjög vel. Undir blálok leiksins voru síðan heimamenn líklegri til að bæta við fimmta markinu en gestirnir að minnka muninn. Sumir enskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Eggert Magn- ússon muni endurskoða traustsyf- irlýsingu sína til knattspyrnu- stjóra West Ham, Alans Pardew. Stuðningsmenn liðsins eru farnir að ókyrrast og þær raddir að verða enn háværari að hinn sænski Sven Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, muni taka við stjórnartaumunum. „Bolton spilaði þennan leik mjög vel en því miður var okkar frammistaða algjörlega andstæð- an við það. Við börðumst vel og reyndum að spila, stundum spil- uðu leikmenn eiginlega of mikið. Þessi úrslit gefa samt algjörlega rétta mynd af leiknum. Eftir síð- ustu úrslit þurfa leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir, við erum í erfiðri stöðu og sem lið erum við einfaldlega ekki nógu góðir í dag,“ sagði Pardew. Erfið staða West Ham eftir tap gegn Bolton Íslendingaliðið Lemgo tapaði á útivelli í gær fyrir Kiel, 37-30. Eftir góða byrjun á mótinu er Lemgo nú komið í áttunda sæti deildarinnar. Logi Geirsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað að þessu sinni. Lítið hefur gengið hjá Lemgo að undanförnu og liðið datt úr Evrópukeppninni í vikunni þar sem Lemgo átti titil að verja. Í fyrradag var svo tilkynnt að félagið ætlaði sér ekki að endurnýja samninginn við þjálfara liðsins, Volker Mudrow, en samningur hans rennur út næsta vor. Lemgo tapaði fyrir Kiel Ringulreiðin hjá skoska liðinu Hearts heldur áfram en fyrirliðinn Steven Pressley, einn helsti leikmaður liðsins undanfar- in ár, tilkynnti í gær að hann væri einfaldlega hættur. Samsæris- kenningar hafa verið uppi um að eigandi liðsins, Vladimir Roman- ov frá Litháen, hafi bolað honum í burtu. Pressley sagði að mórall- inn innan liðsins væri slæmur eftir yfirtökuna hjá Romanov sem vill vera með hendurnar í öllu og hefur meðal annars haft áhrif á liðsuppstillinguna. Leikmenn Hearts náðu þó að snúa baki við vandræðaganginum innan félagsins og sigruðu Motherwell 4-1 í skosku deildinni í gær. Hearts er nú í fjórða sæti deildarinnar en er sautján stigum frá Glasgow Celtic sem er á toppi deildarinnar. Fyrirliðinn horfinn á braut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.