Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 92
 Tíunda umferðin í DHL- deild karla í handbolta verður leikin í dag. Topplið Vals heim- sækir Stjörnuna í Garðabæinn, Akureyri fær Hauka í heimsókn, botnliðin Fylkir og ÍR mætast í Árbænum og Íslandsmeistarar Fram taka á móti HK í Safamýr- inni. Leikur Fram og HK er athyglis- verður m.a. vegna þess að þá mætir markvörður HK Egidijus Petkevicius sínum gömlu félögum í Fram. Petkevicius lék með Fram í þrjú ár en gekk í raðir HK í haust eftir mikið þras við Safamýrarlið- ið. „Fyrir mér eru allir leikir sér- stakir. Fram eru meistarar og við lentum í smá vandræðum með þá fyrr á þessu tímabili en ég lít ekki á þennan leik neitt öðruvísi en aðra leiki,“ sagði Petkevicius í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lék með Fram í þrjú ár og spilaði alla leiki liðsins á þeim tíma þannig að það verður ef til vill svolítið skrítið að spila gegn þeim.“ Petkevicius segist ekki vera gramur yfir því hvernig ferill hans hjá Fram endaði. „Þetta heyrir sögunni til og ég er tilbúinn að gleyma þessu. Nú verð ég bara að einbeita mér að þessum leik.“ Fram hefur verið á góðu róli að undanförnu en Petkevicius er klár á því að HK eigi möguleika á að sigra þá í dag. „Þeir eru með góða leikmenn í öllum stöðum en við verðum að spila á 100% krafti ef við ætlum að vinna. Ef við mætum ekki ákveðnir þá verður þetta mjög erfitt. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik í topp- baráttunni. Deildin er mjög jöfn og öll stig eru mikilvæg. Eins og staðan er í dag þá eru Fram, Valur og HK í baráttunni um meistaratit- ilinn og því eru öll stig í innbyrðis- viðureignum þessara liða mjög mikilvæg,“ sagði Petkevicius en allir leikir dagsins hefjast klukkan 16. Petkevicius mætir aftur í Safamýrina Ellefu ára ferill Allens Iver- son hjá Philadelphia 76ers virðist vera á enda eftir að hann var ekki í hópnum þegar liðið tapaði fyrir Washington Wizards í fyrrinótt, 113-98. Iverson fór fram á það fyrr í vikunni að fara frá Phila- delphia. Iverson gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að hann búist við því að yfirgefa Philadelphia. „Eins erf- itt og það er að viðurkenna það, þá er breyting sennilega það besta fyrir alla aðila. Mér leiðist að segja þetta af því að mér þykir vænt um strákana í liðinu og mér þykir vænt um borgina, Phila- delphia. Mig langaði virkilega til að enda ferilinn hjá Philadelp- hia.“ Ed Snider, stjórnarmaður hjá Philadelphia 76ers, sagði að Iver- son væri líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. „Við ætlum að láta hann fara. Stundum kemur maður að þeim tímapunkti þar sem maður verð- ur að viðurkenna að samstarfið er ekki að virka. Iverson vill fara og við erum tilbúnir að láta hann fara,“ sagði Snider. Sögusagnir herma að Iverson sé á leið til Minnesota Timber- wolves og Kevin Garnett, stærsta stjarna Minnesota-liðsins, segist vilja fá Iverson til liðsins. „Endi- lega, ég elska Iverson. Við munum taka á móti honum með opnum örmum. Hvar er Kevin McHale?“ sagði Garnett og átti þar við fram- kvæmdastjóra Minnesota-liðsins og fyrrum stjörnu Boston Celtics. Allen Iverson að yfirgefa Philadelphia? Rafa Benítez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, segist alls ekki hræðast aukna pressu sem kæmi í kjölfarið á yfirtöku á félaginu. Viðræður standa enn yfir um yfirtöku Dubai Inter- national Capital sem er í eigu Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum frá Dubai. Þessi hugsanlega eigendabreyting mun gera það að verkum að Liverpool getur farið að keppa við lið eins og Chelsea á leikmannamarkaðn- um. „Ég vil vinna allar keppnir, þannig pressa á að vera til staðar. Augljóslega verður lið betra með aukinni samkeppni innan þess, ef leikmenn vita það að þeir þurfa að leggja sig fram til að halda sæti sínu. Öll lið sem eru í fremstu röð vilja styrkja sig, við höfum samkeppnishæft lið við þá bestu ef allir leikmenn eru heilir heilsu en breiddin er ekki nægilega mikil,“ sagði Benítez. Tekur aukinni pressu fagnandi Gary Speed varð í gær fyrsti leikmaöurinn til að ná 500 leikjum í úrvalsdeildinni en hann hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna í bráð. Speed hefur spilað fyrir Leeds, Everton, Newcastle og nú Bolton Wander- ers en leikurinn gegn West Ham í gær var númer 500 hjá honum. „Margir hafa sagt mér að halda áfram að spila eins lengi og ég sé fær um það. Meðan líkaminn leyfir og ánægjan er til staðar þá mun ég halda áfram,“ sagði Speed. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, segir það mikinn heiður að fá að vinna með hinum 37 ára Wales-verja. „Leikmenn á hans aldri sem eru enn að spila nota reynsluna til að halda áfram. Hann er í það góðu líkamlegu formi að hann þarf þess ekki. Hann er góð fyrirmynd og getur vel spilað í þessari deild í tvö til þrjú ár í viðbót, jafnvel lengur,“ sagði Allardyce. Speed varð enskur meistari með Leeds á sínum tíma. Er ekkert á því að hætta strax Liverpool virðist vera að vakna til lífsins í ensku úrvals- deildinni en liðið vann 4-0 sigur gegn Fulham á heimavelli sínum í gær. Brian McBride fékk besta færið í fyrri hálfleik fyrir gestina en í þeim síðari voru yfirburðir Liverpool algjörir. Ísinn var brot- inn á 53. mínútu þegar Liverpool fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirlið- inn Steven Gerrard fór á punkt- inn, Jan Lastuvka varði spyrnuna en Gerrard fylgdi vel á eftir og skoraði. Af öllum mönnum skor- aði Jamie Carragher næsta mark en þetta var hans fyrsta deildar- mark síðan í janúar 1999. Luis Garcia skallaði boltann laglega í netið og kom Liverpool þremur mörkum yfir eftir fyrirgjöf frá varnarmanninum Daniel Agger en það var síðan Mark Gonzalez sem innsiglaði sigurinn í viðbót- artíma með marki úr auka- spyrnu. „Áhorfendur skemmtu sér konunglega, við skoruðum fjögur mörk og héldum aftur hreinu. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálf- leik en tókst ekki að skora, ég sagði við leikmenn mína í hálfleik að halda áfram af sama krafti og við myndum ná að skora. Um leið og við náðum því fyrsta inn varð þetta auðveldara. Það var ánægju- legt að sjá Carra skora og það var laglegt mark, hann er snjall leik- maður og les leikinn vel. Hans fyrsta mark á þessari öld!“ sagði Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við hugsum ekkert um töfluna heldur reynum að halda okkar striki og sjáum hvað það skilar okkur eftir tvo mán- uði.“ Heiðar Helguson kom inn sem varamaður í liði Fulham á lokamínútunni. Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov er að vinna sig inn í hug og hjörtu stuðnings- manna Tottenham en hann skor- aði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins á Charlton. Jafnræði var með liðun- um þar til Berbatov skoraði eftir hálftíma leik eftir sendingu frá Aaron Lennon. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti Teemu Tain- io við marki en sjálfsmark Michaels Dawson fyrir hálfleik gerði það að verkum að Totten- ham hafði aðeins eins marks for- skot í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Steed Malbranque sitt fyrsta mark fyrir Tottenham og Berbatov skoraði sitt annað mark í leiknum en hann hefur nú náð að skora fimm mörk í fimm leikjum. Martin Jol, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu hæstánægður með sigur sinna manna. „Berbat- ov aðlagast leikstíl okkar betur og betur. Ég er sérstaklega ánægður með vinnusemina hjá honum. Það er ekki langt í liðin þarna fyrir ofan okkur á töflunni, efstu liðin eru ekki líkleg til að tapa mörgum stigum en við ætlum að leggja okkur fram og stefnum sem hæst. Framundan er erfiður kafli á leik- tímabilinu og ljóst að við þurfum að bæta árangur okkur á útivöll- um til að ná okkar markmiðum,“ sagði Jol. Charlton er í slæmum málum í næstneðsta sæti deildarinnar en Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir liðið en átti ekki góðan leik eins og oft áður á tíma- bilinu. „Allt sem við gerðum rétt í leiknum gegn Blackburn á mið- vikudaginn gerðum við vitlaust í þessum leik. En liðsandinn er enn til staðar og við vitum hvað við þurfum að bæta,“ sagði stjóri Charlton, Les Reed. Charlton hefur stigi meira en Watford sem gerði markalaust jafntefli gegn Reading í gær. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat hins vegar á bekknum allan tím- ann. Spútniklið deildarinnar, Port- smouth, vann 2-0 sigur á Everton og er í þriðja sæti. Fyrra mark liðsins var magnað en það skoraði Matthew Taylor þegar hann tók boltann á lofti við miðjubogann, og flaug boltinn yfir Tim Howard, markvörð Everton, og söng í net- inu. Klárlega eitt af mörkum árs- ins í Evrópufótboltanum og algjört draumamark knattspyrnumanns- ins. Meðal annarra úrslita í gær má nefna að Newcastle vann 3-1 sigur á Blackburn á útivelli þar sem Obafemi Martins skoraði tví- vegis. Eftir markalausan fyrri hálfleik héldu Liverpool-mönnum engin bönd í þeim síðari gegn Fulham og unnu þeir 4-0 sigur. Tottenham var einnig í miklum ham gegn lánlausum Charlton-mönnum og vann 5-1 sigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.