Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 74
A ri Matthíasson hefur sennilega aldrei verið frægari en einmitt nú. Kann að skjóta skökku við því 15 ár ævi sinn- ar eltist hann mark- visst við frægðina. Ari var leikari og það er nánast skrifað í starfslýsing- una. Frægðin skiptir máli. En einmitt þegar Ari hafði söðlað um, gefið leik- listardrauminn upp á bátinn, þá kom það. Sjónvarpsauglýsing sem Ari lék í fyrir Icelandair, þar sem hann var sófafótboltaáhugamaður sem lét sig dreyma dagdrauma um stöðu í lands- liðinu, sló í gegn. Og í kjölfarið hefur hann verið einn þátttakenda í sjón- varpsþáttunum Frægir í form sem hafa verið til sýninga á Skjá einum að undanförnu. „Já, það kom þannig til að ég lék í sjónvarpsauglýsingu þar sem kom í ljós, mér og alþjóð til skelfingar, hversu feitlaginn ég var orðinn. Þar með var ég orðinn ákjósanlegt fórn- arlamb frægðar og fitu. Og í kjölfar- ið var hringt í mig og mér boðið að taka þátt í þætti þar sem maður fer í megrun í sjónvarpinu. Ég hugsaði með mér: Þetta er líklega það plebba- legasta sem ég get gert á ævinni. Og í framhaldi hugsaði ég: Þetta er góð leið til að grennast og verða jafn- framt algerlega frjáls. Ekkert sem ég geri í náinni framtíð, og kannski þar til ég dey, getur orðið jafn plebbalegt,“ segir Ari skelmislega. Ari lætur vel af þessari þátttöku sinni í átakinu, segist í góðu formi núna og syndir tvo kílómetra á degi hverjum. Svo áfram sé vitnað til þáttarins Frægir í formi má nefna að meðan hópurinn fór upp í Bjarnarey þurfti kappinn Ari frá að hverfa vegna loft- hræðslu. „Ég hef verið það alla ævi. Ég nenni ekkert að afsaka það. Ég er ekki hræddur um miðjan vetur í tólf vindstigum á hafi úti í togara. En ég ræð ekki við bjargklifur. Það verður svo að vera. En þetta þýddi að ég komst á úrslitaleikinn í bikarnum, flaug til lands, og horfði á KR-Kefla- vík. Sem var slæmt. Því KR tapaði.“ Ari hefur alla tíð verið mikill KR- ingur. Enda uppalinn í Vesturbænum. Heitur á vellinum og er í stjórn KR- Sport, sem er rekstrarfélag meist- araflokks og 2. flokks. Aðspurður segist hann hafa verið alveg rosalega góður í fótbolta á sínum yngri árum. Og tapsár með afbrigðum? „Ég svara ekki svona spurningum. Og hvers vegna ég hélt ekki áfram í boltanum? Þá vísa ég í önnur áhuga- mál sem svo tengjast með beinum hætti því sem ég er að gera í dag.“ Ari er einn þriggja framkvæmda- stjóra hjá SÁÁ. Sem er stórt fyrir- tæki. Þar starfa hundrað manns. SÁÁ skiptist í meðferðarsvið, sem er það stærsta, fjármálasvið og svo félags- og útbreiðslusvið sem Ari veitir for- stöðu. „Samtökin sjálf, sem telja átta þús- und manns, eiga fasteignirnar. Og ég sé að mörgu leyti um samskipti við fjölmiðla og kem að fjáröflunum. Ásamt stjórnarformanninum sem er enginn annar en Þórarinn Tyrfings- son. Við í sameiningu mótum fjöl- miðlastefnu og ímyndina. Dýrmætt er hverju fyrirtæki að eiga öfluga ímynd og mikið verk að viðhalda henni. Margir sem ekki gera sér grein fyrir því að SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog með þjónustusamningi við ríkið. Menn halda, komnir á Vog, að þeir séu í meðferð hjá ríkinu. Svo einfalt er þetta ekki. SÁÁ borgar fimmtíu þúsund krónur með hverjum einasta sjúklingi sem leggst inn á Vog. Ríkið er í auknum mæli að koma kostnaði yfir á SÁÁ sem er að sliga samtökin og stefna þannig gæðum meðferðar- innar í voða. Já, svo ég sýni þér hvað ég er að gera,“ segir Ari þegar reynt er að stíga á hemlana. „Segi það sem ég vil, sný út úr því sem ég er spurður um og þegi um hitt.“ SÁÁ voru að taka í gagnið glæsilega nýbyggingu við Efstaleiti. Fimmtán hundruð fermetra sem munu hýsa fjölþætt starf samtakanna. Þar verð- ur meðal annars rannsóknarstarf- semi í samvinnu við Íslenska erfða- greiningu með fulltingi styrks frá Evrópusambandinu. „Innan skamms munu birtast niðurstöður og greinar sem byggja á þessum rannsóknum. Þær munu vekja alþjóðaathygli. En þarna er verið að rannsaka samspil erfðaþátta og áhættuþátta í tengslum við þróun sjúkdómsins. Sem er alkó- hólisminn.“ Öflun fjár til starfseminnar er með ýmsum hætti, til dæmis árlegri álfasölu. „Svo eru tekjur af þeim átta þúsund félagsmönnum sem eru í SÁÁ, við öflum styrkja frá fyrir- tækjum og einstaklingum sem styðja okkur, við erum nú að selja grafíkverk eftir Tryggva Ólafsson tengdaföður minn sem gaf okkur grafík sem við erum að selja,“ segir Ari. Auk þess má nefna hina umdeildu aðild SÁÁ að rekstri spilakassa. Sú umræða er siðferðilegs eðlis og flók- in. Því skjólstæðingar SÁÁ eru einn- ig spilafíklar. Og því má spyrja hvort ekki sé allt eins rétt að SÁÁ reki bar eins og spilakassa. „Við erum ekki bindindisfélag. Til dæmis erum við á móti áfengisaug- lýsingum. Auglýsingar auka þörf og löngun í tiltekna vöru. Oft beint gegn yngsta neytendahópnum. Er það eitt- hvað sem við viljum? Að börn og unglingar séu hvattir til að drekka. Ef við leyfum áfengisauglýsingar þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að það mun auka drykkju. Eins mun áfengi í matvöruverslunum auka áfengisneyslu. Línuritið stefnir reyndar beint upp á við. Og hefur gert lengi. Við höfum verið að auka neyslu áfengis jafnt og þétt. Og er ég þó hættur að drekka,“ segir Ari. Komin eru hátt í þrjú ár síðan Ari tók við starfinu hjá SÁÁ. Þannig til komið að honum bauðst að setjast í stjórn samtakanna. Þar kynntist hann starfinu. „Já, og Þórarni Tyrfingssyni. Sem mér þykir gríðarlega merkilegur maður og ber mikla virðingu fyrir. Ekki margir sem ég ber jafnmikla virðingu fyrir. Finnst hann yfirburða- maður á sínu sviði. Í framhaldi losnaði framkvæmdastaða. Og mér fannst það eftirsóknarvert, bæði starfið og að starfa með Þórarni. Þetta er mikilvægt starf.“ Já, Ari er hættur að djúsa. Segir það ekki flókið. En nú þóttir þú öðrum mönnum skemmtilegri fullur? (Hik.) „Ha? Já, var það? Já, einmitt. En ég held að ég sé jafnvel enn skemmti- legri edrú. En ég, sem sagt, já, fór í meðferð. Á Vog og svo göngudeild.“ Ari segir ekkert eitt tiltekið atvik hafa komið upp á sem rak hann í áfengismeðferð. „Neinei, ég var svo sem ekkert búinn að fokka upp öllu mínu lífi. Var búinn að ná mér í meist- aragráðu í stjórnun og viðskiptum. Var ekki búinn að glata fjölskyldu minni en menn þurfa ekki að fara til helvítis til að átta sig á því að þeir þurfa að hætta að drekka. Ég tók mér pásu á sínum tíma, leið vel með það, en byrjaði svo aftur að drekka. Og fór beint í sama farið. Drakk of lengi, þurfti að drekka aftur daginn eftir og þar fram eftir götunum. Skynsemi mín hjálpaði mér til að draga ekki úr hömlu að fara í meðferð. Fordómar okkar sjálfra eru þarna til trafala. Menn skammast sín fyrir þetta. Ég dauðskammaðist mín fyrir að fara á Vog.“ Ari segir að það hafi einnig hjálp- að sér mikið að margir af hans elstu og bestu vinum höfðu farið í meðferð á undan honum. Einhvern veginn röð- uðu þeir sér saman strax í Hagaskóla. Sækjast sér um líkir. „Duglegir og skynsamir strákar. En höfðum flestir genetíska tilhneig- ingu til að verða alkóhólistar. Þróuð- um með okkur sjúkdóminn – alveg súrrandi útsettir til að verða fylli- byttur. Frá degi eitt. Hefðum við getað brotið upp þessa áhættuhegðun sem leiðir til þess að við drekkum og drekkum og gerum allar vitleysurn- ar í bókinni? Það er spurning. Af svona fimmtán manna hópi þá eru eftir svona þrír sem ekki hafa farið í meðferð. Og eru líklega ekki alkóhól- istar.“ Fyrst og fremst þakkar Ari þó konu sinni, Gígju Tryggvadóttur, fyrir að hafa nennt að búa með sér allan þenn- an tíma. Og stutt hann með ráðum og dáð þegar hann svo ákvað að gera eitthvað í sínum málum. En þau eiga þrjú börn saman, tvær stelpur og einn strák, 19 ára, að verða 17 og svo átta ára. Þetta er ekki eina stefnubreyting- in í lífi Ara. Hann er lærður leikari en náði að rífa sig upp úr því líka, eins og hann segir. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskólanum árið 1991 og lék í rúm tíu ár. Fimmtán ár ævi sinn- ar helgaði hann því leiklistargyðj- unni. „Fyrir mér er þetta stundum skrítið. Aftur á móti getur maður átt annað líf í þessu lífi. Þarf maður allt- Ég labba að pottinum og er kominn með aðra löppina ofan í þegar ég heyri umræðuefn- ið. Kjaramál leikara. Það þyrmdi yfir mig. Djísus! Í hverju er ég lentur? Skemmtilegri edrú en fullur Ari Matthíasson gerði nokkuð sem margir láta sig dreyma um en framkvæma ekki. Söðlaði um á miðjum aldri, hætti að vera leikari, nældi sér í gráðu í stjórnun og viðskiptum og gerðist framkvæmdastjóri. Í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson kemur fram að Ari telur sig frjálsan mann: Aldrei á hann eftir að gera neitt eins plebbalegt um sína daga og fara í megrun í sjónvarpi og það í þætti sem ber nafnið: Frægir í form. af að gera það sama? Ég er hégómleg- ur maður eins og við flest. Mér finnst gaman að ná því aftur að verða smá frægur. Ég gæti vel hugsað mér að leika í bíómyndum og sjónvarpi. En ekki á sviði. Maður verður að vera algerlega heill í því. Ég hef aldrei skil- ið hvernig menn geta verið að gutla í listinni. Annað hvort ertu við þetta eða ekki. Og ég viðurkenni að þegar ég fer og sé frábæra leiksýningu þá hugsa ég: Það gæti verið gaman að fara að leika aftur. En að sama skapi þegar ég sé slæma leiksýningu: Guði sé lof!“ Ari var lengstum samningsbundinn hjá LR. Hann lék í 35 uppsetningum, í bíómyndum og sjónvarpsmyndum. „Já, þetta er sæmilegasta portifólíó. Það sá ég þegar ég tók það saman. Mikið sem maður hafði juðað.“ Aðspurður segir Ari marga samverk- andi þætti hafa leitt til þess að hann gafst upp á leiklistinni. Óþægilegast þótti honum þó hversu mikil áhrif sveiflur í starfinu höfðu á líðan hans og sjálfsmynd. „Ef ég var í stóru hlutverki í vinsælli sýningu var ég glaður og ánægður. En ef ekki þá tók sjálfsmynd- in mið af því. Það er ekki þægilegt að vera stöðugt að spá: Hvernig finnst þér ég? Stöðugt. Sjálfsmyndin er allt of tengd áliti annarra.“ Ari segist sjá þetta vel á hinum fjöl- mörgu vinum sínum í leikarastétt. Jafnvel á leikurum sem ættu að vera ánægðir, ætti að líða vel, eru frábærir listamenn og búnir að leika öll hlut- verkin. „Eru samt óánægðir. Þetta er eitthvað tengt hlutskipti listamannsins. Efinn.“ Ekki verður hjá hinum kröppu kjör- um leikara litið. Reyndust Ara oft þung- bær og hann tók þátt í umræðu um kjaramál leikara á sínum tíma. „Ég kom í Vesturbæjarlaugina einu sinni sem oftar. Og þar sátu nokkrir leikarar vinir mínir í pottinum. Ég labba að pottinum og er kominn með aðra löppina ofan í þegar ég heyri umræðuefnið. Kjaramál leikara. Það þyrmdi yfir mig. Djísus! Í hverju er ég lentur? Ég gat ómögulega snúið við kominn með tærnar út í pott- inn. Hvað get ég sagt? Staða listamanna á Íslandi er slæm almennt. Af hverju hafa menn sem skara fram úr það ekki betra en raun ber vitni?“ Ari ætlar ekki á svið í bráð. Segir gaman að hafa leikið í þessum sjónvarps- auglýsingum, í útlöndum, undir pressu, og finna að hann gat þetta ennþá. „Þetta var bara fínt og allir voða ánægðir. En ég held að þetta sé alveg nóg fyrir mig í bili. Ég þarf ekkert að sanna í þessum efnum. Þó sannarlega sakni ég margra vina minna sem ég hitti allt of sjaldan því ég er hættur að leika með þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.