Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.12.2006, Qupperneq 6
 Að undirbúningi sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverk- tökum (ÍAV) komu, auk einkavæð- ingarnefndar og Landsbankans, Stefán Friðfinnsson, þáverandi forstjóri ÍAV, aðrir helstu stjórn- endur félagsins og endurskoðandi þess, Benoný T. Eggertsson. Þess- ir aðilar undirbjuggu meðal ann- ars öll þau kynningargögn sem aðrir bjóðendur í félagið fengu afhent og stjórnuðu upplýsinga- flæði til þeirra. Með öðrum orðum réðu þeir hvaða upplýsingar lágu fyrir um ÍAV. Aðrir bjóðendur ákvörðuðu síðan tilboð sín út frá þeim upplýsingum. Samkvæmt fundargerðum einkavæðingarnefndar frá fundi hennar 6. mars 2003 voru kynn- ingargögn fyrir útboðið unnin í samráði við og eftir upplýsingum stjórnenda ÍAV. Á sama fundi til- kynntu stjórnendurnir, með Stef- án Friðfinnsson, þáverandi for- stjóra í forsvari, að þeir ætluðu sér að bjóða í hlut ríkisins í félag- inu. Þar var einnig fært til bókar í fundargerð að skýrt væri í kynn- ingargögnum að allar upplýsingar sem veittar væru um fyrirtækið til annarra bjóðenda myndu tak- markast við þær upplýsingar sem kynntar hefðu verið í Kauphöll Íslands. Þar eru ekki birtar tæm- andi upplýsingar um félagið. Því höfðu stjórnendurnir aðgang að miklum upplýsingum um innviði ÍAV og eignir sem aðrir bjóðend- ur höfðu ekki. Í reglum ÍAV um meðferð trún- aðarupplýsinga segir að „trúnað- arupplýsingar séu aldrei birtar án þess að forstjóri eða sá sem hann tilnefnir hafi samþykkt það“. Því var upplýsingagjöf til annarra bjóðenda, keppinauta Stefáns Friðfinnssonar og hinna stjórn- endanna, háð samþykki forstjóra ÍAV, Stefáns Friðfinnssonar. Í samningi einkavæðingar- nefndar við Landsbankann um umsjón með sölunni var hlutverk bankans meðal annars það að ann- ast samskipti við stjórnendur ÍAV og eftirfylgni gagnvart tilboðs- gjöfum og stjórnendum ÍAV vegna upplýsingagjafar. Þegar um þetta var samið var þegar vitað að þess- ir stjórnendur, sem samkvæmt samningnum áttu að veita bjóð- endum upplýsingar um félagið, voru sjálfir keppinautar þeirra um hlutinn. Stefnendur í málinu á hendur íslenska ríkinu vilja meina að þetta hafi gert stöðu bjóðenda mjög ójafna, enda stjórnuðu keppinautar þeirra því hvernig félagið var kynnt fyrir þeim. Líkt og sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær annaðist síðan Jón Sveinsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í einkavæðingarnefnd, formaður hennar og þáverandi stjórnarformaður ÍAV, kynning- una fyrir öðrum bjóðendum vegna forfalla stjórnendanna. Þeir voru þá komnir hinum megin við borð- ið sem mögulegir kaupendur. Sú kynning dró upp fremur dökka mynd af rekstri félagsins að sögn stefnenda. www.IKEA.is 1.590,- GLÄNSA ljósakrans Ø40 cm Opið til 22:00 fram að jólum Samkvæmt nýrri DNA- rannsókn var Henri Paul, ökumaður Díönu prinsessu, ölvaður nóttina sem hann ók með hana á steinstólpa í París með þeim afleiðing- um að hún lést. BBC-sjón- varpsstöðin sýnir heimild- armynd í dag þar sem þetta kemur fram. Niðurstaða tveggja ára rannsóknar franskra yfirvalda var sú að Paul hefði verið undir áhrifum áfengis og þunglyndis- lyfja og ekið of hratt. Ættingjar Pauls töldu hann hins vegar hafa verið allsgáðan og fengu því framgengt að ný rannsókn yrði gerð en niðurstaðan reyndist vera sú sama. Ökumaðurinn var ölvaður Greiðir þú afnotagjöld? Ferðu í jólahlaðborð? Réðu upplýsingaflæðinu Stjórnendur Íslenskra aðalverktaka stjórnuðu upplýsingaflæði til annarra bjóðenda í útboði á hlut ríkisins í félaginu. Kynningargögnin drógu upp fremur dökka mynd af rekstri félagsins. Sömu stjórnendur keyptu síðan hlut ríkisins í félaginu og að lokum það allt. Upplýsingagjöf var háð samþykki forstjóra ÍAV. Rjúpnaveiðin haustið 2006 er mun minni en í fyrra, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Skot- veiðifélag Íslands gerði á meðal félagsmanna sinna. Líklegt er talið að veiðin í ár sé á milli þrjá- tíu þúsund og 37 þúsund fuglar. Helstu ástæður fyrir lítilli veiði eru óhagstætt veður, fáir veiði- dagar og lítill veiðistofn, að mati Skotvís. Náttúrufræðistofnun mat veiðiþol stofnsins fyrir umhverfisráðuneytið og byggðist matið á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar væru sjálfbærar. Stofnunin mat stærð stofnsins 2006 um 500 þúsund fugla og við- unandi veiði um 45 þúsund fugla. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, telur að aðeins hafi sex- tán dagar af 25 nýst til veiða vegna veðurs og tekur fram að rjúpan hafi verið dreifð vegna umhleypinga. Líklega hafi kulda- hret í maímánuði haft alvarlegar afleiðingar fyrir stofninn, enda hafi rjúpnaveiði verið léleg í öllum landshlutum nema helst á Austfjörðum. Könnunin leiddi í ljós að meiri- hluti félagsmanna er ánægður með skipulag veiðanna. Nánast allir virtu veiðibann frá mánu- degi til miðvikudags og stunduðu hófsama veiði eins og mælst var til. Einnig kom í ljós að margir áttu rjúpu frá fyrra veiðitímabili eða 2,3 rjúpur að meðaltali. Margir veiddu ekkert í haust Húsfundur í Boðagranda 7 hefur veitt Sokol Hoda leyfi fyrir gervihnattadiski utan á húsinu. Disk- urinn hefur verið sumum íbúum fjöl- býlishússins þyrnir í augum frá því að hann var settur upp í fyrra. Sokol Hoda er íslenskur ríkisborg- ari ættaður frá Kosovo. Í samtali við Fréttablaðið fyrir mánuði sagðist Sokol nota diskinn til að ná sjónvarps- útsendingum á móðurmálinu, ekki síst barna sinna vegna. Leyfi byggingarfulltrúa fyrir upp- setningu disksins var afturkallað í haust eftir að tveir íbúar bentu á að diskurinn hefði ekki fengið löglegt samþykki húsfélagsins. Diskamálið var rætt á húsfundi í þvottahúsinu á Boðagranda fyrir tveimur vikum. Í fundargerð Jóns Viðars Jónssonar leikhúsfræðings segir að Sokol hafi mætt með umboð frá 27 öðrum íbúum hússins. Sam- þykkt hafi verið í leynilegri atkvæða- greiðslu að diskurinn fengi að vera áfram á húsvegggnum. Ekki var hljómgrunnur fyrir málamiðlunartil- lögu um að koma diskinum upp á þak hússins á kostnað húsfélagsins. Lögmæti niðurstöðu húsfundarins hefur nú verið dregið í efa þar sem sum umboðanna sem Sokol kom með á húsfundinn hafi verið óvottuð. Kæra sé væntanleg til ógildingar á niður- stöðu húsfundarins. Leyfa sjónvarpsdisk á húsvegg „Ég og fjölskylda mín erum í sjokki,“ segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykja- vík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervi- hnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafull- trúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðal- fundinum í þvottahúsinu á Boða- granda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í hús- inu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. „Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið,“ segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð húss- ins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggð- ur til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boða- granda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Krist- ínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlut- ar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að sam- þykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í disk- amálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. „Lögfræðingur minn sendi for- manni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur ein- faldlega ekki svarað bréfinu,“ segir Sokol. „Ég vil ekki svara þessu,“ svar- ar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um hús- félagsfund. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að málaferlin gegn sér í Bretlandi hafi kostað hann um 8 milljónir króna. Samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær á hann á ekki von á því að fá þá upphæð endurgreidda að fullu og líklega muni beinn kostnaður hans vegna málsins verða um 4 milljónir. Hannes fagnaði þó því að dómur yfir honum hefði verið ógiltur og vonaði að málinu væri nú endanlega lokið. Jón Ólafsson höfðaði málið á hendur Hannesi vegna meiðyrða sem hann lét falla um Jón og voru birt á ensku á heimasíðu Hannesar. Kosta Hannes átta milljónir Fimm hangikjöts- lærum var stolið úr matvöru- verslun í Reykjavík á fimmtudag. Á vef lögreglunnar segir að engu líkara hafi verið en að sjálfur Kjötkrókur hafi komið snemma til byggða þótt hann sé ekki væntanlegur samkvæmt hefðinni fyrr en á Þorláksmessu. Þá var tösku stolið í verslunar- miðstöð í borginni. Hún fannst skömmu síðar en þjófarnir voru þá búnir að hirða peninga sem voru í seðlaveski. Lögreglan segir fulla ástæðu fyrir fólk að vera á varðbergi gegn þjófum þessa dagana því þjófnað- ur aukist í kringum hátíðarnar. Bíræfinn þjófur stal hangikjöti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.