Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 36
Guðný Káradóttir starfar sem framkvæmdastjóri Gagarín sem er leiðandi fyrirtæki í heimi marg- miðlunar á Íslandi. Saga Gagarín nær aftur til ársins 1994 en frá 1996 hefur fyrirtækið sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á staf- rænu efni fyrir gagnvirka margmiðlun. „Við höfum meðal annars hannað korta- vefsjá fyrir ja.is og á Reykja- víkurvefnum auk þess sem við höfum útbúið stór marg- miðlunarverkefni á sýning- um í Þjóðminjasafninu og víðar,“ segir Guðný Kára- dóttir, framkvæmdastjóri Gagarín, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu frá árinu 2000. „Ég kom inn í markaðs- mál fyrirtækisins til að byrja með og varð framkvæmda- stjóri árið 2001,“ segir Guðný sem starfaði áður sem kynn- ingarstjóri hjá Eimskipi og þar á undan hjá Útflutnings- ráði. Guðný segir að tæki- færið til að vinna hjá Gagar- ín hafi verið kærkomið. „Það að koma inn í svona fyrirtæki sem er að byggja upp og skapa sína sérstöðu er alveg frábært og ég myndi ekki vilja skipta yfir í meira rútínustarf.“ Guðný segir frábært að byggja upp fyrirtæki í margmiðlunarheiminum og skemmtilegt að vinna í fyrir- tæki sem sé í stöðugri þróun. Þá sé mikið að gera í þessum bransa. Nokkur verkefna Gagarín hafa fengið mjög góða dóma. Til að mynda sýn- ingin Reykjavík 871 í Aðal- stræti sem Gagarín hannaði nýlega margmiðlunarefnið í. Guðný segir mikla vakn- ingu hafa orðið á þessu sviði að undanförnu. „Ég held að Íslendingar séu í fararbroddi varðandi margmiðlun í stærri sýningum,“ segir hún og bætir við að þróunin í hug- búnaði sé mikil og hröð og starfsmenn Gagarín reyni ávallt að skoða nýjar leiðir til að gera betur. „Við erum með frábæran hóp af fólki sem er alltaf á tánum. Það hefur mikinn metnað og við höfum þá stefnu að vinna alltaf miðað við það sem best ger- ist,“ segir hún ákveðið en alls vinna átta manns hjá Gagar- ín, þrjár konur og fimm karl- ar. „Við stelpurnar finnum ekki fyrir að þetta sé karla- heimur enda er forritarinn okkar í stærstu verkefnun- um kvenmaður. Þá erum við með einn besta viðmótshönn- uð á landinu sem hefur unnið til fjölda verðlauna og hún er kvenmaður,“ segir Guðný. Til að mynda var skjarinn.is sem unninn var í Gagarín valinn besti afþreyingarvefurinn árið 2005. Þá hafa bæði verk- efni sem unnin voru fyrir Þjóðminjasafnið og land- námsbæinn Hofsstað í Garða- bæ hlotið verðlaun auk þess sem Gagarín hlaut Nýmiðl- unarverðlaun Sameinuðu þjóðanna 2005 í menningar- efni á Íslandi. „Við erum í sérstakri stöðu því við liggjum á milli þess að vera hreinræktað hugbúnaðarfyriræki og skap- andi fyrirtæki,“ segir Guðný sem telur að íslensk fyrir- tæki ættu í meiri mæli að horfa til hönnunarþátta. Tæknivit og skapandi hugsun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.