Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 4
Það er mjög alvarlegt að borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar skuli reyna að sverta mannorð embættismanns borgarinnar sér til pólitísks fram- dráttar Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Kaffivél, brauðrist og hraðsuðukanna í sama stíl. Nútíma tækni og ný glæsileg hönnun. executive edition Brauðrist Jólaverð: 6.900 kr. stgr. Hraðsuðukanna Jólaverð: 7.900 kr. stgr. Kaffikanna Jólaverð: 6.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Forsvarsmenn Birtings ehf. íhuga nú að fara í mál við Birtíng tímaritaútgáfu ehf., sem gefur meðal annars út Bleikt og blátt, Mannlíf og Vikuna. Útgáfu- félagið var stofnað á þessu ári, en Birtingur ehf. er fjárfestinga- og verktakafyrirtæki, stofnað 1997. Starfsmenn Birtings ehf. segj- ast hafa orðið fyrir talsverðum óþægindum vegna ruglings við útgáfufélagið og nefna sem dæmi að þeir hafi svarað allt að fimmtán símtölum á degi hverjum, þar sem fólk taldi sig hringja í útgáfuna. Einnig hafi starfsmenn Birtíngs keypt vörur út í reikning og hann síðan sendur Birtingi. Að auki hafi Birtingi ehf. borist samningar um lífeyrissparnað starfsmanna Birt- íngs, með kennitölu Birtings. Eva Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Birtings, segir þetta orðið fullgróft. „Ef starfs- menn fyrirtækisins fara til útlanda vita þeir aldrei nema gjaldfallnir reikningar bíði þeirra þegar þeir snúa heim. Það koma enn reikn- ingar inn á heimabankann okkar, frá fyrirtækjum sem ég var búin að biðja útgáfufélagið um að láta vita að ættu ekki að koma hingað. Þetta er allt á okkar kennitölu.“ Ásmundur Helgason, markaðs- stjóri Birtíngs tímaritaútgáfu, tjáði Fréttablaðinu í gær að það væri „ekki okkar áhugamál að valda þeim óþægindum. Það verður farið í það að leysa þetta mál“. Birtíngur truflar Birting eldri 45 konur létust í spítala- bruna í Moskvu í fyrrinótt. Allar konurnar létust úr reykeitrun þar sem eina færa útgönguleiðin var við læst hlið spítalans. Þegar slökkvilið borgarinnar kom á staðinn voru 42 konur látn- ar en 160 voru fluttir á brott og tíu lagðir inn á sjúkrahús með reyk- eitrun. Tveir starfsmenn spítalans eru sagðir látnir. Verið er að rannsaka brunann sem er sá mannskæðasti í Moskvu í þrjú ár en yfirvarðstjóri slökkvi- liðsins telur að kveikt hafi verið í spítalanum. Eina leiðin út reyndist læst Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa stungið annan í kviðinn á veitingastað í Kópavogi um síðustu helgi. Hæstiréttur taldi að sóknaraðili málsins, sýslumaður- inn í Kópavogi, hefði ekki látið sér í té þau gögn sem hann hafði þegar verið búinn að afla sér í málinu. Því hafi ekki verið upplýst um stöðu rannsóknarinn- ar og þar af leiðandi ekki unnt að staðfesta gæsluvarðhaldið. Maðurinn er grunaður um að hafa veitt fórnarlambi sínu lífshættu- legan áverka með því að stinga hann í lifrina. Grunaður um hnífstungu Meirihlutinn í borgar- stjórn segir málflutning fulltrúa Samfylkingarinnar varðandi eign- arnám á landi Kjartans Gunnars- sonar vera ótrúlega lágkúrulegan. Borgarstjóri afréð í sumar að una úrskurði matsnefndar eignar- námsbóta og greiða Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, 208 milljónir króna fyrir tæpa fjóra hektara lands í Norðlinga- holti. Ákvörðunin var ekki borin undir borgarráð. Skiptust fylkingar í borgarráði á harðorðum bókunum um málið á fundi á fimmtudag. Komu fram mismunandi túlkanir á minnis- blaði skrifstofustjóra lögfræði- sviðs, Kristbjargar Stephensen, sem jafnframt gegnir stöðu borg- arritara. „Ekki verður annað af minnis- blaðinu ráðið en að það sé skrifað til að afla stuðnings borgarstjóra við að fara með málið fyrir dóm- stóla þótt „ekki væri á vísan að róa“ um niðurstöðu dómstóla og þannig geti fjárhagsleg áhætta falist í því,“ segir í bókun Sam- fylkingar. Borgarráðsfulltrúar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu þetta vera grófan útúrsnún- ing. Í minnisblaðinu væru færð fyrir því rök að miklu öruggara væri fyrir hagsmuni borgarsjóðs að una niðurstöðu matsnefndar- innar: „Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar er með afar ómerki- legum hætti reynt að gefa annað til kynna.“ Borgarráðsfulltrúar Samfylk- ingar sögðu meirihlutann fara rangt með ummæli Kristbjargar á næsta borgarráðsfundi þar á undan. „Væri borgarstjóra miklu nær að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem viðurkennd hafa verið í málsmeðferðinni og gera hreint fyrir sínum dyrum í þeim atriðum sem hann er tvísaga,“ bókuðu fulltrúar Samfylkingar áður en fulltrúar meirihlutans sögðu að lokum að fulltrúar Sam- fylkingar færu með algjör ósann- indi: „Er hreint ótrúlegt að borgar- ráðsfulltrúar Samfylkingarinnar skuli ástunda svo lágkúrulegan málflutning. Það er mjög alvar- legt að borgarráðsfulltrúar Sam- fylkingarinnar skuli reyna að sverta mannorð embættismanns borgarinnar sér til pólitísks fram- dráttar.“ Í Fréttablaðinu 30. nóvember var haft eftir Kristbjörgu Step- hensen að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri hefði farið að til- lögu hennar um að una úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Samfylkingin sökuð um ótrúlega lágkúru Borgarstjórnarmeirihlutinn segir fullyrðingar Samfylkingarmanna um eignar- nám á landi Kjartans Gunnarssonar vera algjör ósannindi. Hart var tekist á í borgarráði um túlkun á minnisblaði skrifstofustjóra lögfræðisviðs um málið. Piltur á Selfossi hefur verið sektaður um 70 þúsund krón- ur fyrir að reykspóla í bænum. Lögregla segir hættu hafa skapast þegar pilturinn reykspólaði með tilheryandi dekkjavæli eftir Austurvegi þar til hann missti stjórn á bílnum sem snerist þá í heilan hring á veginum. Aksturinn, sem fór fram laust undir miðnætti 29. júlí í sumar sem leið, var tekinn upp á myndband sem leikið var í réttarsal við flutning málsins í Héraðsdómi Suðurlands. Dómar- inn sagði að þótt aksturinn hafi verið „verulega óábyrgur“ þá hafi hann ekki verið vítaverður og því ekki rétt að svipta piltinn ökurétt- indum eins og sýslumaður krafðist. Reykspólaði fyrir 70 þúsund Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hótaði í gær að boða til kosninga snemma til að ljúka stjórnarkreppu í landinu. Hann sagðist þó vera opinn fyrir sáttum við Hamas- samtökin um stjórnarmyndun og nefndi enga dagsetningu fyrir kosningar. Leiðtogar ríkisstjórnar Hamas segja Abbas ekki hafa rétt til að boða til kosninga, enda hafi samtökin fengið umboð til að sitja í ríkisstjórn í fjögur ár. Margra mánaða viðræðum um myndun þjóðstjórnar Hamas og Fatah hreyfingarinnar lauk í seinustu viku án niðurstöðu. Með þjóðstjórn var vonast til þess að margra mánaða efnahagsþvingun- um gegn Palestínu lyki. Hótar að flýta kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.