Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 4
Það er mjög alvarlegt
að borgarráðsfulltrúar
Samfylkingarinnar skuli reyna að
sverta mannorð embættismanns
borgarinnar sér til pólitísks fram-
dráttar
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Kaffivél, brauðrist
og hraðsuðukanna
í sama stíl. Nútíma tækni
og ný glæsileg hönnun.
executive edition
Brauðrist
Jólaverð: 6.900 kr. stgr.
Hraðsuðukanna
Jólaverð: 7.900 kr. stgr.
Kaffikanna
Jólaverð: 6.900 kr. stgr.
A
T
A
R
N
A
/
S
T
ÍN
A
M
.
/
F
ÍT
Forsvarsmenn Birtings
ehf. íhuga nú að fara í mál við
Birtíng tímaritaútgáfu ehf., sem
gefur meðal annars út Bleikt og
blátt, Mannlíf og Vikuna. Útgáfu-
félagið var stofnað á þessu ári, en
Birtingur ehf. er fjárfestinga- og
verktakafyrirtæki, stofnað 1997.
Starfsmenn Birtings ehf. segj-
ast hafa orðið fyrir talsverðum
óþægindum vegna ruglings við
útgáfufélagið og nefna sem dæmi
að þeir hafi svarað allt að fimmtán
símtölum á degi hverjum, þar sem
fólk taldi sig hringja í útgáfuna.
Einnig hafi starfsmenn Birtíngs
keypt vörur út í reikning og hann
síðan sendur Birtingi. Að auki hafi
Birtingi ehf. borist samningar um
lífeyrissparnað starfsmanna Birt-
íngs, með kennitölu Birtings.
Eva Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Birtings, segir
þetta orðið fullgróft. „Ef starfs-
menn fyrirtækisins fara til útlanda
vita þeir aldrei nema gjaldfallnir
reikningar bíði þeirra þegar þeir
snúa heim. Það koma enn reikn-
ingar inn á heimabankann okkar,
frá fyrirtækjum sem ég var búin
að biðja útgáfufélagið um að láta
vita að ættu ekki að koma hingað.
Þetta er allt á okkar kennitölu.“
Ásmundur Helgason, markaðs-
stjóri Birtíngs tímaritaútgáfu, tjáði
Fréttablaðinu í gær að það væri
„ekki okkar áhugamál að valda
þeim óþægindum. Það verður farið
í það að leysa þetta mál“.
Birtíngur truflar Birting eldri
45 konur létust í spítala-
bruna í Moskvu í fyrrinótt. Allar
konurnar létust úr reykeitrun þar
sem eina færa útgönguleiðin var
við læst hlið spítalans.
Þegar slökkvilið borgarinnar
kom á staðinn voru 42 konur látn-
ar en 160 voru fluttir á brott og tíu
lagðir inn á sjúkrahús með reyk-
eitrun. Tveir starfsmenn spítalans
eru sagðir látnir.
Verið er að rannsaka brunann
sem er sá mannskæðasti í Moskvu
í þrjú ár en yfirvarðstjóri slökkvi-
liðsins telur að kveikt hafi verið í
spítalanum.
Eina leiðin út
reyndist læst
Hæstiréttur felldi í gær
úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir manni sem er grunaður um
að hafa stungið annan í kviðinn á
veitingastað í Kópavogi um
síðustu helgi. Hæstiréttur taldi að
sóknaraðili málsins, sýslumaður-
inn í Kópavogi, hefði ekki látið
sér í té þau gögn sem hann hafði
þegar verið búinn að afla sér í
málinu. Því hafi ekki verið
upplýst um stöðu rannsóknarinn-
ar og þar af leiðandi ekki unnt að
staðfesta gæsluvarðhaldið.
Maðurinn er grunaður um að hafa
veitt fórnarlambi sínu lífshættu-
legan áverka með því að stinga
hann í lifrina.
Grunaður um
hnífstungu
Meirihlutinn í borgar-
stjórn segir málflutning fulltrúa
Samfylkingarinnar varðandi eign-
arnám á landi Kjartans Gunnars-
sonar vera ótrúlega lágkúrulegan.
Borgarstjóri afréð í sumar að
una úrskurði matsnefndar eignar-
námsbóta og greiða Kjartani
Gunnarssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins, 208 milljónir króna fyrir tæpa
fjóra hektara lands í Norðlinga-
holti. Ákvörðunin var ekki borin
undir borgarráð.
Skiptust fylkingar í borgarráði
á harðorðum bókunum um málið á
fundi á fimmtudag. Komu fram
mismunandi túlkanir á minnis-
blaði skrifstofustjóra lögfræði-
sviðs, Kristbjargar Stephensen,
sem jafnframt gegnir stöðu borg-
arritara.
„Ekki verður annað af minnis-
blaðinu ráðið en að það sé skrifað
til að afla stuðnings borgarstjóra
við að fara með málið fyrir dóm-
stóla þótt „ekki væri á vísan að
róa“ um niðurstöðu dómstóla og
þannig geti fjárhagsleg áhætta
falist í því,“ segir í bókun Sam-
fylkingar.
Borgarráðsfulltrúar Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks
sögðu þetta vera grófan útúrsnún-
ing. Í minnisblaðinu væru færð
fyrir því rök að miklu öruggara
væri fyrir hagsmuni borgarsjóðs
að una niðurstöðu matsnefndar-
innar: „Í bókun borgarráðsfulltrúa
Samfylkingar er með afar ómerki-
legum hætti reynt að gefa annað
til kynna.“
Borgarráðsfulltrúar Samfylk-
ingar sögðu meirihlutann fara
rangt með ummæli Kristbjargar á
næsta borgarráðsfundi þar á
undan. „Væri borgarstjóra miklu
nær að biðjast afsökunar á þeim
mistökum sem viðurkennd hafa
verið í málsmeðferðinni og gera
hreint fyrir sínum dyrum í þeim
atriðum sem hann er tvísaga,“
bókuðu fulltrúar Samfylkingar
áður en fulltrúar meirihlutans
sögðu að lokum að fulltrúar Sam-
fylkingar færu með algjör ósann-
indi:
„Er hreint ótrúlegt að borgar-
ráðsfulltrúar Samfylkingarinnar
skuli ástunda svo lágkúrulegan
málflutning. Það er mjög alvar-
legt að borgarráðsfulltrúar Sam-
fylkingarinnar skuli reyna að
sverta mannorð embættismanns
borgarinnar sér til pólitísks fram-
dráttar.“
Í Fréttablaðinu 30. nóvember
var haft eftir Kristbjörgu Step-
hensen að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarstjóri hefði farið að til-
lögu hennar um að una úrskurði
matsnefndar eignarnámsbóta.
Samfylkingin sökuð
um ótrúlega lágkúru
Borgarstjórnarmeirihlutinn segir fullyrðingar Samfylkingarmanna um eignar-
nám á landi Kjartans Gunnarssonar vera algjör ósannindi. Hart var tekist á í
borgarráði um túlkun á minnisblaði skrifstofustjóra lögfræðisviðs um málið.
Piltur á Selfossi hefur
verið sektaður um 70 þúsund krón-
ur fyrir að reykspóla í bænum.
Lögregla segir hættu hafa skapast
þegar pilturinn reykspólaði með
tilheryandi dekkjavæli eftir
Austurvegi þar til hann missti
stjórn á bílnum sem snerist þá í
heilan hring á veginum.
Aksturinn, sem fór fram laust
undir miðnætti 29. júlí í sumar
sem leið, var tekinn upp á
myndband sem leikið var í
réttarsal við flutning málsins í
Héraðsdómi Suðurlands. Dómar-
inn sagði að þótt aksturinn hafi
verið „verulega óábyrgur“ þá hafi
hann ekki verið vítaverður og því
ekki rétt að svipta piltinn ökurétt-
indum eins og sýslumaður
krafðist.
Reykspólaði
fyrir 70 þúsund
Forseti Palestínu,
Mahmoud Abbas, hótaði í gær að
boða til kosninga snemma til að
ljúka stjórnarkreppu í landinu.
Hann sagðist þó vera opinn fyrir
sáttum við
Hamas-
samtökin um
stjórnarmyndun
og nefndi enga
dagsetningu
fyrir kosningar.
Leiðtogar
ríkisstjórnar
Hamas segja
Abbas ekki hafa
rétt til að boða til kosninga, enda
hafi samtökin fengið umboð til að
sitja í ríkisstjórn í fjögur ár.
Margra mánaða viðræðum um
myndun þjóðstjórnar Hamas og
Fatah hreyfingarinnar lauk í
seinustu viku án niðurstöðu. Með
þjóðstjórn var vonast til þess að
margra mánaða efnahagsþvingun-
um gegn Palestínu lyki.
Hótar að flýta
kosningum