Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 1
69% 47,4% 44% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Fréttablaðið styrkir stöðu sína LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið 20 10 0 50 40 30 80 70 60 www.postur.is 12.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 3 45 81 1 2/ 06 Stútfullt blað af at- vinnuauglýsingum Reyðarfjarðarmafían breiðir úr sér Muhammad Yunus, hagfræðingur frá Bangladesh, þiggur Friðarverðlaun Nóbels í dag við hátíð- lega athöfn í Ósló. Yunus er stofnandi Gram- een-bankans sem hjálpar fólki úr fátækt með lánveiting- um. Bankinn veitir lán á betri kjörum en hefðbundnir bankar og krefst ekki ábyrgðarmanna eða veðs. Fólki er jafnframt treyst til endurgreiðslu og skilar peningur- inn sér til baka í 98 prósentum tilvika. Fátækt fólk getur fjármagnað atvinnustarfsemi á þennan hátt. „Fátækt er ógn við friðinn,“ sagði Yunus á blaðamannafundi í gær. „Það eru skilaboð fyrir allan heiminn.“ Fátækt er ógn við heimsfrið Brotalöm er á því að tryggingaskyldu erlendra starfsmanna sem koma hingað til lands sé fullnægt og að þetta fólk hafi sjúkratryggingar í lagi. Land- spítala-háskólasjúkrahúsi, LSH, er skylt að tryggja öllum sem hingað koma neyðaraðstoð en ekki er ljóst hvað nákvæmlega felst í því. Kostnaður LSH vegna rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð ósjúkratryggðra einstaklinga nam tæpum 188 milljónum króna í fyrra, að sögn Sigrúnar Guðjóns- dóttur deildarstjóra. Þetta gerir rúmlega 84 þúsund krónur að með- altali á hvern einstakling. Koma á slysadeild er ódýrust og kostar 23 þúsund krónur. Dýrasta þjónustan nemur þrjátíu milljónum króna. Inni í þeirri upphæð er löng lega á gjörgæsludeild og jafnvel endur- hæfing. Sigrún segir að reikning- ar séu alltaf gefnir út og innheimta gangi sæmilega. Jóhannes Pálmason, yfirlög- fræðingur hjá LSH, segir þörf á því að ræða stöðu ósjúkratryggðra á Íslandi því að þetta sé vaxandi vandamál, sérstaklega þegar ósjúkratryggðir útlendingar frá nýju aðildarríkjum ESB komi til starfa hér, því tryggingakerfið í löndum þeirra sé stundum lítt þroskað. Ríkið hafi gríðarlega mikil útgjöld af ákveðnum ein- staklingum, jafnvel upp á tugi milljóna króna, og ekki sé sjálf- gefið að þessar upphæðir fáist greiddar. Jóhannes segir að Íslendingum sé skylt að veita neyðarþjónustu, jafnvel þó að einstaklingurinn sé ekki tryggður og ekki borgunar- maður fyrir reikningnum. Ekki sé sjálfgefið að kostnaðurinn fáist greiddur og þá lendi kostnaðurinn á LSH eða íslenskum skattgreið- endum. Jóhannes segir að margir vinnuveitendur standi sig vel í að ganga eftir því að sjúkratrygging- ar erlendra launamanna séu í lagi, sérstaklega stóru verktakafyrir- tækin, en nokkur brotalöm sé hjá smærri verktakafyrirtækjum. Nokkur dæmi þess hafa komið upp. Jóhannes telur að Útlendinga- stofnun og Vinnumálastofnun þurfi að sjá til þess að vinnuveit- endur gangi úr skugga um að erlendir launamenn hafi trygg- ingaskírteini í lagi. Hann telur líka æskilegt að skilgreina hvaða þjón- ustu íslenska ríkinu sé skylt að veita. Kostnaður vegna ótryggðra sjúklinga um 188 milljónir Vandamál vegna ósjúkratryggðra erlendra launamanna fara vaxandi innan Landspítalans. Spítalanum er skylt að veita neyðarþjónustu. Um 2.200 ósjúkratryggðir einstaklingar leituðu til spítalans í fyrra. Samkomulag um loka- uppgjör ríkis og kirkju vegna prestssetra og kirkjujarða gerir ráð fyrir að ríkið verði eigandi Þingvallajarðarinnar. Samkomulagið verður rætt á Alþingi eftir áramót. Frumvarp þess efnis er lagt fram af Birni Bjarnasyni dóms- og kirkjumála- ráðherra. Að sögn Höskuldar Sveinsson- ar, framkvæmdastjóra prests- setrasjóðs, fær kirkjan nú til eign- ar 85 prestssetur, þar af eru 42 á kirkjujörðum en hin eru í byggð. Þjóðkirkjunni verður nú frjálst að selja þessi prestssetur eftir þörf- um. Ríkið fær hins vegar ýmiss konar hjáleigur sem voru hluti prestssetranna þegar samningur um launagreiðslur til presta var gerður árið 1907 en eru það ekki lengur. Athygli vekur að gömul deila um eignarhald á Þingvallajörðinni er til lykta leidd. „Það var ágreiningur um Þing- velli en með þessu samkomulagi fær ríkið viðurkenndan eignarrétt sinn,“ segir Höskuldur og útskýrir að árið 1994 þegar prestssetur- sjóður hafi tekið til starfa hafi Þingvellir verið prestssetur. Fram til þessa hefur þjóðkirkjan haldið fram eignarrétti sínum á staðnum en hefur nú gefið hann eftir að kröfu ríkisins. Ríkið eignast einn- ig Þingvallakirkju. „Á móti mun ríkið annast búnað og viðhald kirkjunnar og sjá presti fyrir aðstöðu á staðnum í tengslum við kirkjulegar athafnir,” segir Höskuldur. Árlegt viðbótarframlag ríkis- sjóðs til þjóðkirkjunnar vegna samkomulagsins er áætlað 35 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.