Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 40
Elísabet Alba Valdi- marsdóttir er vínþjónn á veitingastaðnum VOX á Nordica hótel og hefur náð góðum árangri í keppnum erlendis. Vínþjónninn semur vínseð- ilinn með tilliti til innflytj- enda víns, þrúgu, framleið- enda og framleiðslulands. Síðan aðstoðar vínþjónn- inn gestina við að velja við- eigandi vín með matnum. Vínþjónninn parar saman vín við matseðil þannig að vínið fari vel við matinn og líka að það sé rétt hrynj- andi í þeim vínum sem eru í sömu máltíð þannig að ekkert vín yfirgnæfi annað. En þó segir Elísabet að reglur séu til þess að brjóta þær og gerir gjarn- an skemmtilegar tilraunir í vali í víni. Framleiðslunámið, eða fyrsta gráða þjóns, er undirstaðan. Síðan er haldið áfram í sérmenntun erlendis, oft með sjálfs- nám. Þjónsnámið er þriggja ára samningsbund- ið iðnnám og er kennt í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Grunnnám er líka hægt að taka í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Erlendis er í boði fram- haldsnám fyrir vínþjóna og í vínfræðum. Elísabet Alba er lærður þjónn og sjálflærður vínþjónn. Hún hefur langa reynslu að baki í heimi vínsins og en hefur sótt fjölda nám- skeiða bæði hjá Vínþjóna- samtökum Íslands og erlendis. „Þetta er aðallega heimalestur og nördaskap- ur. Maður þarf að hafa brennandi áhuga á þessu,“ segir Elísabet. Í mars á næsta ári keppir hún fyrir hönd Íslands í heimsmeist- arakeppninni í Barcelona á Spáni og hlakkar mikið til. Hún stefnir á að taka næstu gráðu í vínþjónafag- inu erlendis og tekur þá stöðupróf byggt á þekking- unni sem hún nú þegar hefur öðlast út af reynslu í starfi og af lestri. Hún segir að vínáhuginn sé ákveðin köllun sem þróast. „Það besta og versta við starfið er að vita aldrei allt um vín,“ segir Elísabet. Nánar: Vínþjónasamtök Íslands, www.vin.is. Aldrei hægt að vita allt um vín Að undirbúa sig andlega fyrir atvinnuviðtal getur skipt sköpum. Áður en haldið er í atvinnu- viðtal er mikilvægt að hafa rétta hugarfarið. Til að ná því má reyna að sjá fyrir sér hvernig viðtalið muni fara. Settu þér fyrir sjónir að þú lítir vel út og sért í góðu jafnvægi. Þér á ekki eftir að fipast og atvinnu- veitandinn á eftir að taka þér vel og líta þig jákvæð- um augum. Hugsaðu um þetta annað slagið og lifðu þig inn í hugsunina eins vel og þér er unnt. Í raun er þetta svipað og þegar maður hlakkar til þess að fara til útlanda; Þú ert búinn að kaupa flugmið- ann og þegar farin/n að sjá það fyrir þér hvernig þú liggur á heitum sandi og sólar þig við Miðjarðarhaf- ið. Þú finnur tilhlökkunina í maganum og veist að þetta á eftir að verða skemmti- legt frí. Á sama hátt áttu að gera þér í hugarlund hvern- ig atvinnuviðtalið fer alveg eins og þú óskar. Og þegar stóra stundin rennur upp hefur þú þegar plægt jarð- veginn og þannig verða miklu meiri líkur á að þér gangi vel. Rétta hugarfarið » Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf, Ráðningarþjónusta • Fiskislóð 81 • 107 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Leitar þú að starfsmanni? HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit mjög markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn til starfsins. Enginn auglýsingakostnaður Við sjáum um að auglýsa starfið eins og þörf krefur án þess að til komi aukakostnaður. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir eða er sagt upp störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Nánari upplýsingar í síma 561 5900 RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.