Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 82
Einar Már í safnútgáfumTilvitnun dagsins Ritgerð Susan Sontag, Um sársauka annarra, kemur út í Lærdómsritaröð Hins íslenzka bókmenntafélags. Hjálmar Sveinsson ritar inngangsorð bókarinnar en hann segir hana eiga mikil- vægt erindi við samtímann því hún fjalli um hluti sem standi okkur óþægilega nær en við hugsum lítið út í. Í ritgerð sinni „Regarding the pain of others“ skrifar fræðimaðurinn og rithöfundurinn Sontag um mynd- læsi Vesturlandabúa, áhrifamátt eða áhrifaleysi þeirra mynda sem við sjáum í sífellu af hörmungarat- burðum og þjáningum annarra. Rit- gerðin kom fyrst út árið 2003 og vakti mikla athygli. „Á þeim tíma var Íraksstríðið byrjað og fréttir farnar að berast um pyntingarnar í Abu Ghraib fangelsinu. Það var margt að gerast sem hafði sterka vísun í það sem hún skrifar um,“ segir Hjálmar og á það jú enn við. „Susan Sontag var alla tíð heill- uð af ljósmyndum og velti mikið fyrir sér tvíbentum áhrifum þeirra. Ein ástæða þess var að þegar hún var tólf ára gömul rakst hún á bók sem í voru myndir af aðkomunni í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi. Þar voru myndir af líkum og gangandi beinagrindum sem höfðu mikil áhrif á hana. Tví- eðli ljósmyndanna hefur verið rauður þráður í hennar verkum – ljósmyndir geta annars vegar verið eitthvað sem upplýsir okkur um veruleikann, til dæmis veruleika stríðsátaka, en um leið getur mikil gnótt mynda í samtímanum orðið til þess að slæva okkur gjörsam- lega,“ segir Hjálmar og áréttar að slíkt offlæði geti valdið því að við fjarlægjumst þennan veruleika. „Það getur leitt til mjög kaldhæð- innar afstöðu. Við erum örugg heima hjá okkur en annað eru hreinlega örlög fólks og ekkert við því að gera,“ segir Hjálmar og bendir þar á hvernig ljósmyndir ýti undir aðgreininguna milli „okkar“ og „hinna“. Í fyrrgreindri ritgerð endur- skoðaði Sontag hugmyndir sínar um áhrif ljósmynda. „Hún fjallar í ritgerðinni um þessa nútímareynslu okkar sem í sífellu fylgjumst með þjáningum annarra, í sjónvarpi og dagblöðum sjáum við sundurtætta líkama og grátandi fólk og hún veltir því upp hvernig menning þetta sé þegar stór hluti mannkyns er stöðugt að fylgjast með ólýsan- legum þjáningum annarra.“ Hjálm- ar segir að Sontag hafi í raun snúið við blaðinu og haldi því fram í rit- gerðinni að við getum ekki gefið okkur að allar þessar myndir verði til þess að fólki fari að standa á sama. „Hún gagnrýnir þar með frönsku heimspekingana á borð við Baudrillard og Guy DeBord sem halda því fram að við lifum bara í heimi ímynda og að veru- leikinn sé horfinn. Hún segir það kaldhæðið lúxusvandamál að líta svo á veruleikann og fullyrðir að fyrir stóran hluta mannkyns sé veruleikinn þvert á móti áþreifan- legur og sársaukinn líka.“ Susan Sontag skrifar ekki út frá einhliða lausnum og Hjálmar segir að skrif hennar einkennist af spenn- unni milli fagurfræðarinnar og sið- fræðinnar. „Til dæmis þegar tekin er mynd af því þegar verið er að murka lífið úr einhverjum. Ætti ljósmyndarinn þá ekki að reyna að stöðva atburðinn? Hann bíður hins vegar og vonar að atburðinn haldi áfram nógu lengi til þess að hann nái góðri mynd. Þetta er óhugguleg þverstæða en Sontag fjallaði mikið um þær. Hún var ekki að reyna að sanna eitt eða neitt – bara að benda á þessar þverstæðukenndu hliðar ljósmyndanna.“ Susan Sontag lést úr krabba- meini árið 2004 en í fyrra kom út greinasafn hennar í svonefndri Atviksbókaröð en Hjálmar er einn ritstjóri hennar. Safn það geymir greinar hennar frá 30 ára tímabili sem fjalla meðal annars um bók- menntir, kvikmyndir og ljósmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.