Fréttablaðið - 10.12.2006, Page 36
Guðný Káradóttir starfar
sem framkvæmdastjóri
Gagarín sem er leiðandi
fyrirtæki í heimi marg-
miðlunar á Íslandi.
Saga Gagarín nær aftur til
ársins 1994 en frá 1996 hefur
fyrirtækið sérhæft sig í
hönnun og framleiðslu á staf-
rænu efni fyrir gagnvirka
margmiðlun. „Við höfum
meðal annars hannað korta-
vefsjá fyrir ja.is og á Reykja-
víkurvefnum auk þess sem
við höfum útbúið stór marg-
miðlunarverkefni á sýning-
um í Þjóðminjasafninu og
víðar,“ segir Guðný Kára-
dóttir, framkvæmdastjóri
Gagarín, sem starfað hefur
hjá fyrirtækinu frá árinu
2000.
„Ég kom inn í markaðs-
mál fyrirtækisins til að byrja
með og varð framkvæmda-
stjóri árið 2001,“ segir Guðný
sem starfaði áður sem kynn-
ingarstjóri hjá Eimskipi og
þar á undan hjá Útflutnings-
ráði. Guðný segir að tæki-
færið til að vinna hjá Gagar-
ín hafi verið kærkomið. „Það
að koma inn í svona fyrirtæki
sem er að byggja upp og
skapa sína sérstöðu er alveg
frábært og ég myndi ekki
vilja skipta yfir í meira
rútínustarf.“
Guðný segir frábært að
byggja upp fyrirtæki í
margmiðlunarheiminum og
skemmtilegt að vinna í fyrir-
tæki sem sé í stöðugri þróun.
Þá sé mikið að gera í þessum
bransa. Nokkur verkefna
Gagarín hafa fengið mjög
góða dóma. Til að mynda sýn-
ingin Reykjavík 871 í Aðal-
stræti sem Gagarín hannaði
nýlega margmiðlunarefnið í.
Guðný segir mikla vakn-
ingu hafa orðið á þessu sviði
að undanförnu. „Ég held að
Íslendingar séu í fararbroddi
varðandi margmiðlun í
stærri sýningum,“ segir hún
og bætir við að þróunin í hug-
búnaði sé mikil og hröð og
starfsmenn Gagarín reyni
ávallt að skoða nýjar leiðir til
að gera betur. „Við erum með
frábæran hóp af fólki sem er
alltaf á tánum. Það hefur
mikinn metnað og við höfum
þá stefnu að vinna alltaf
miðað við það sem best ger-
ist,“ segir hún ákveðið en alls
vinna átta manns hjá Gagar-
ín, þrjár konur og fimm karl-
ar. „Við stelpurnar finnum
ekki fyrir að þetta sé karla-
heimur enda er forritarinn
okkar í stærstu verkefnun-
um kvenmaður. Þá erum við
með einn besta viðmótshönn-
uð á landinu sem hefur unnið
til fjölda verðlauna og hún er
kvenmaður,“ segir Guðný. Til
að mynda var skjarinn.is sem
unninn var í Gagarín valinn
besti afþreyingarvefurinn
árið 2005. Þá hafa bæði verk-
efni sem unnin voru fyrir
Þjóðminjasafnið og land-
námsbæinn Hofsstað í Garða-
bæ hlotið verðlaun auk þess
sem Gagarín hlaut Nýmiðl-
unarverðlaun Sameinuðu
þjóðanna 2005 í menningar-
efni á Íslandi.
„Við erum í sérstakri
stöðu því við liggjum á milli
þess að vera hreinræktað
hugbúnaðarfyriræki og skap-
andi fyrirtæki,“ segir Guðný
sem telur að íslensk fyrir-
tæki ættu í meiri mæli að
horfa til hönnunarþátta.
Tæknivit og
skapandi hugsun