Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 2
Fréttablaðið kemur næst út miðvikudaginn 27. desember. Móttaka Fréttablaðsins er lokuð í dag, á jóladag og annan í jólum en opið verður aftur á miðvikudag. Smáauglýsingadeild- in er lokuð á sama tíma og verður opnuð aftur klukkan átta á miðvikudagsmorgni. Kemur næst út á miðvikudag Skrifað var í gær undir samning um að skipasmíða- fyrirtækið ASMAR í Chile myndi smíða nýtt varðskip fyrir íslensk stjórnvöld. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Árni Mathie- sen fjármálaráðherra og Carlos Fanta de la Vega, forstjóri ASMAR, skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Varðskipið verður öflugra og betur búið en varðskipin sem eru fyrir, Ægir og Týr. Það verður 93 metra langt, sextán metrar á breidd og samtals 4.000 brúttó- tonn. Skipið verður hannað af Rolls Royce í Noregi auk þess sem aðalvélar skipsins verða frá Rolls Royce. Heildarkostnaður vegna skipasmíðinnar nemur 29,4 milljónum evra eða rúmum 2,6 milljörðum króna. Skipið verður tilbúið um mitt ár 2009. Verður tilbúið um mitt ár 2009 Á bilinu 1.600 til 1.700 manns sóttu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar um þessi jól, að sögn Jónasar Þóris Þóris- sonar, framkvæmdastjóra Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Að baki hverri umsókn eru þó að meðaltali 2,4 einstaklingar. Samtökin hafa unnið saman undanfarið og auk þess leggur Reykjavíkurdeild Rauða krossins þeim lið. Þórir segir það aukningu um 150 til 200 umsóknir síðan í fyrra. Ragnhildur G. Guðmundsdótt- ir, formaður Mæðrastyrksnefnd- ar, segist sjá sömu andlitin ár eftir ár. „En það eru alltof margir nýir sem bætast við. Þeir hópar sem bætast við eru helst eldri borgar- ar, öryrkjar og ungt fólk sem er að hefja búskap. Fólk sem þarf að lifa á 100 þúsund krónum á mán- uði getur ekki tekið þátt í lífs- gæðakapphlaupinu og mér finnst misskiptingin í þjóðfélaginu orðin gríðarleg.“ Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, tekur í sama streng. „Það hefur auk- ist að ellilífeyrisþegar leiti aðstoðar okkar og erlendir verkamenn eru einnig nýr hópur sem leitar sér aðstoðar þótt hann sé ekki stór.“ Fjölskylduhjálpin veitti fimm hundruð fjölskyldum aðstoð fyrir þessi jól og var hópur nýrra styrk- þega þó nokkur. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálparinnar, segir mest áberandi hópana vera ungar einstæðar mæður á örorkubótum, erlenda verkamenn og forsjárlausa ein- hleypa karlmenn. „Vegna þess fjölda sem leitaði aðstoðar fyrir þessi jól var brugð- ið á það ráð að reisa tjald einn úthlutunardaginn en þann dag leituðu yfir 200 manns aðstoðar okkar. Það var Theódóra Þor- steinsdóttir markaðsstjóri Smára- lindar sem tók tjaldið á leigu og lét koma því upp.“ Nú geta fyrirtæki og einstakl- ingar styrkt fjölskyldur með milligöngu Fjölskylduhjálparinn- ar en þetta er nýtt verkefni sem kallast Hjartagjöf. Ásgerður segir verkefnið felast í því að Fjölskylduhjálpin sjái um að finna fjölskyldu og tengja hana styrkþega. „Verkefnið fer vel á stað og fyrir skömmu ákvað eitt fyrirtæki að styrkja fjölskyldu um 75 þúsund krónur sem kom sér afskaplega vel.“ Ríflega tvö þúsund leituðu aðstoðar Hjálparstofnunum bárust rúmlega 2.000 umsóknir fyrir þessi jól og er það nokkur aukning frá því í fyrra. Að baki hverri umsókn eru að meðaltali 2,4 ein- staklingar. Talsvert fleiri ellilífeyrisþegar leita aðstoðar nú en áður. Stærsta hljómplötufyrirtæki í heimi, Universal, hefur lýst yfir áhuga á að semja við Garðar Thór Cortes óperusöngv- ara um útgáfu í Bretlandi og um allan heim. Forstjóri Universal Classic & jazz í Bretlandi hefur fylgst náið með Garðari síðustu tvo mánuði og í síðustu viku voru Garðar og Einar Bárðarson boðaðir á fund í höfuðstöðvar fyrirtækisins. „Universal mun kynna tilboð sitt fyrir okkur í byrjun janúar. Auðvitað er það spennandi. Þetta verður þó bara allt að koma í ljós. En það er gaman að þeir skuli taka eftir því sem við erum að gera,“ sagði Garðar sem kom heim frá Bretlandi seint á föstudagskvöldið. Hljómplötufyrirtækið Believer Music í Bretlandi, sem er í mestum hluta í eigu Einars Bárðarsonar og fjárfestingasjóðsins Tónvís, gerði í haust framleiðslu og útgáfu- samning við Garðar. Í kjölfarið hélt Garðar í mikla tónleikaferð með Katherine Jenkins en með henni kom Garðar fram á 27 tónleikum. Gagnrýnendur hafa hlaðið tenórinn hrósi og hefur honum oftar en einu sinni verið líkt við Pavarotti. „Við erum í þeirri skemmtilegu stöðu að geta gefið þessa plötu út sjálfir en hins vegar hefur Universal sterkasta dreifingar- kerfi í heimi og gríðarlega mikla þekkingu þegar kemur að markaðssetningu og kynningu á klassískri tónlist,“ sagði Einar Bárðarson. Í síðustu viku átti Universal níu af tíu söluhæstu plötunum á listanum yfir sölu- hæstu klassísku plöturnar í Bretlandi. Bandaríska geimskutlan Discovery lenti í Flórída á föstudagskvöld með sjö manna áhöfn. Óvissa hafði ríkt um lendinguna vegna veðurs, en mikil rigning var í Flórída og hvasst í Kaliforníu, sem var varalendingarstaður skutlunnar. Ekki kom í ljós að mögulegt yrði að lenda í Flórída fyrr en klukkutíma fyrir lendingu. Discovery fór í 13 daga ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem gert var við stöðina. Þriðju geimferðinni á vegum NASA á þessu ári er því lokið, en geim- ferðastofnunin áætlar að fara í fimm ferðir á næsta ári. Lenti heil eftir 13 daga ferð Fimmtíu ár eru í dag liðin frá komu fyrstu flóttamann- anna til Íslands. Þeir voru á meðal þeirra 200.000 Ungverja sem flúðu land eftir innrás Sovétmanna. Mikill fjöldi Ungverja hélt til Austurríkis, þar sem stjórnvöld, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðasamband Rauða krossins unnu að því að veita fólkinu skjól og aðstoð. Óskað var eftir aðstoð frá ríkjum víða um heim og buðu íslensk stjórnvöld 52 flóttamönnum hæli hér á landi. Ísland hafði þá verið aðili að flóttamannasamningi SÞ í tæpa tíu mánuði, en í dag hefur 531 flóttamaður hlotið hæli á Íslandi. 50 ár frá komu Ungverjanna Loftur, er allt loft úr viðræðum eða munuð þið ná lendingu fyrir áramót? Allir þeir aðilar sem komu að, eða hefðu átt að koma að, rekstri og eftirliti með Byrginu, kristilegu líknarfélagi, verða kall- aðir á fund í félagsmálaráðuneyt- inu milli jóla og nýárs. Félags- málaráðuneytið sendi Byrginu fyrirspurn þann 19. desember og bárust svörin í fyrradag. Þau, ásamt öðrum gögnum, þykja gefa tilefni til frekari rannsóknar. Taka skuli til athugunar stjórn og eftir- lit með Byrginu í gegnum árin. Að sögn Þórs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa félagsmálaráð- herra, á að upplýsa um málefni Byrgisins svo hægt verði að taka ákvörðun í ráðuneytinu á málefna- legum, traustum grunni. Þór segir að boðaðir verði „menn eða stofn- anir sem hafa komið að rekstrin- um með ýmsum hætti, til dæmis þeir sem hafa vísað mönnum til [Byrgisins] í vist. Einnig opinber- ar stofnanir sem hefðu átt að koma að málunum. Við viljum bara upp- lýsa málið.“ Félagsmálaráðuneytið mun að svo stöddu ekki athuga sérstak- lega málefni Guðmundar Jónsson- ar, forstöðumanns Byrgisins, enda sé hans hlutur í málinu í lögreglu- rannsókn. Nú styttist í að öll kurl komi til grafar, segir Þór, því fyrstu niður- stöður úr rannsókn Ríkisendur- skoðunar á fjármálum Byrgisins verði birtar fyrir áramót. Neyðarfundur um Byrgið Samiðn, samband iðnfélaga, ákvað að veita Íslands- deild Amnesty International fjárstuðning um þessi jól í stað þess að senda út jólakort. Í tilkynningu frá Samiðn segir að starf Amnesty International samræmist í mörgu starfi verkalýðsfélaga víða um heim en hér á landi hafi Samiðn tekið virkan þátt í að gæta að réttind- um, kjörum og aðbúnaði erlends verkafólks hérlendis. Mikil aukning erlends verkafólks á Íslandi kalli á aukna eftirfylgni með stöðu þeirra og réttindi. Fjárstuðningur í stað jólakorta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.