Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 4
Opnunartímar um jól og áramót 2006-2007 24. des. Lokað 25. des. Lokað 26. des. kl. 13:00 - 18:00 27. des. kl. 13:00 - 18:00 28. des. kl. 13:00 - 18:00 29. des. kl. 13:00 - 20:00 30. des. kl. 13:00 - 18:00 31. des. kl. 10:30 - 15:00 1. jan. Lokað 2. jan. kl. 13:00 - 18:00 Karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir þátttöku í stór- felldu kókaínsmygli hingað til lands losnaði á föstudag úr gæsluvarð- hald vegna dráttar sem orðið hafði á málsmeðferð í Héraðsdómi. Maðurinn hafði setið í gæslu- varðhaldi frá 10. ágúst. Hann var hnepptur í fangelsi ásamt fjórum öðrum vegna tilraunar til að smygla til landsins tæplega tveim- ur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Fíkniefnin fundust við leit í far- angri stúlku þegar hún kom til landsins um Keflavíkurflugvöll. Þáttur mannsins í málinu er talinn verulegur þar sem hann hafi við- urkennt að hafa farið til Spánar, sótt þar efnið, fengið það burðar- dýri og skipulagt innflutninginn. Hæstiréttur hefur tekið undir það álit ákæruvalds að fyrir liggi sterkur grunur um að maðurinn hafi framið brot sem geti varðað hann allt að 12 ára fangelsi. Héraðsdómur hafði nýverið úrskurðað manninn í gæsluvarð- hald til 25. janúar. Hann kærði til Hæstaréttar, sem segir í dómi sínum að verjandi hans hafi í síð- asta mánuði óskað eftir því að aðalmeðferð færi fram fyrir 20. desember, en þá rann gæsluvarð- hald mannsins út. Héraðsdómari hefði bókað að ekki væri hægt að verða við því sökum anna. Hæstiréttur taldi þá skýringu ekki fullnægjandi og felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Bandaríski herinn greindi frá því í gærmorgun að einn af fjórum helstu leiðtogum talíbana í Afganistan, Akhtar Mohammed Osmani, hefði fallið í loftárás á þriðjudag. Tveir liðsmenn uppreisnarsveita talíbana féllu einnig í árásinni sem bandaríski herinn gerði nærri landamærum Pakistana. Osmani er sagður hafa verið náinn samstarfsmaður múllah Omars, helsta leiðtoga talíbana, og tengst Osama bin Laden. Osmani mun hafa leitt talíbana í suðurhluta Afganistans, en töluverð átök hafa verið á því svæði undanfarið. Einn leiðtoga talíbana fallinn Sjópróf vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga fóru fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Fram kom að ekki hefði aðeins sjálfstýring skipsins bilað heldur einnig svo- nefndur gírókompás sem gaf til kynna að stefna skipsins væri sú sem til var ætlast þrátt fyrir að skipið hefði hrakist af leið vegna hliðarvinds. Fram kom við sjóprófið að yfir- stýrimanni skipsins, sem var við stjórnvölinn þegar slysið varð, hafi ekki verið kunnugt um að gírókompásinn hefði bilað fyrr í mánuðinum og gert hafi verið við hann 6. desember. Hefði hann vitað það hefði hann vitaskuld verið mun varari um sig. Þá kom fram að skipverjar á Wilson Muuga hefðu að beiðni danska varðskipsins Tritons gert klárt fyrir uppgöngu varðskips- liða sem sendir voru yfir á gúm- bát, en hefðu ekki óskað eftir því og varað við því að afar erfitt væri að komast um borð vegna öldu- gangs. Eins og kunnugt er drukkn- aði 25 ára danskur sjóliði við björgunaraðgerðirnar. Wilson Muuga færðist lítillega nær landi í fyrrinótt en að sögn Hávars Sigurjónssonar, upplýs- ingafulltrúa Umhverfisstofnunar, telja menn skipið hafa staðið af sér það mikið hvassviðri og stór- streymi að óhætt sé að treysta því að það muni standa enn eftir jól. Um tíu klukkustundir þarf til að koma búnaði út í skipið til að dæla olíunni burt og annað eins til dæl- ingarinnar sjálfrar. Enn sem komið er hafi veður verið of slæmt til að hægt væri að athafna sig svo lengi í einu. Vissulega hafi lægt inni á milli en aldrei nógu lengi og því verði beðið með aðgerðir fram yfir jól nema alvarlegur olíuleki geri vart við sig. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti nokkra menn út í skipið í gærmorgun til að koma upp sigl- ingaljósum á skipinu og einstreym- islokum í botn þess fyrir olíuna. Mennirnir voru á skipinu í fáeinar klukkustundir og á meðan fór þyrl- an í könnunarflug að kanna hvort olía hefði lekið úr skipinu. Einhver svartolía hefur lekið úr botntönk- um skipsins og lá taumur hennar í átt til lands. Skipið stefndi í aðra átt en áttaviti sýndi Bilaður áttaviti, sem gaf til kynna ranga stefnu Wilson Muuga, olli strandinu á þriðjudagsnótt. Þetta kom fram í sjóprófi í fyrradag. Líklega verður beðið með að dæla olíunni úr skipinu þangað til eftir jól. Svartolía hefur lekið úr skipinu. Messur og helgistundir hjá þjóðkirkjunni verða á milli sex og sjö hundruð yfir hátíðarnar. Í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi verða um 160 messur og helgistundir dagana 24. til 26. desember og um áramót, í kirkjum, á sjúkrahúsum, dvalar- heimilum og víðar. Víða verður samverustund í kirkjum um eftirmiðdag í dag fyrir börn sem reynist stundum erfitt að þreyja daginn. Um allt land er messað fyrir fólk sem ekki getur sótt kirkju af ýmsum ástæðum. Þannig er helgihald um jól á sjúkrahúsum, heilsugæslustofnunum og fangelsum. Einnig verður sérstök messa í kirkju heyrnarlausra. Mörg hund- ruð messur og helgistundir Nærri 120 óðir fílar gerðu árás á hundrað þúsund manna þorp norðaustantil á Indlandi snemma á þriðjudags- morgun. Flestir íbúanna í þorpinu Hojai voru sofandi þegar fílarnir komu æðandi ofan úr fjallshlíðinni sem þorpið stendur við. Að minnsta kosti tveir þurftu að fara á sjúkrahús vegna meiðsla sem hlutust af atganginum. Það tók um það bil fimm klukkustundir að koma nærri 70 fílum út úr bænum, en hinum tókst að safna saman á skólalóð sem lögreglumenn og skógar- verðir stóðu vörð um. Á undanförnum árum hefur sífellt verið þrengt meir að búsvæðum fíla á þessum slóðum, með þeim afleiðingum að þeir leita inn í mannabyggðir í leit að æti. Óðir fílar gerðu árás á þorpsbúa Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann og slegið hann í andlit með glerglasi þannig að töluverðir áverkar hlutust af. Árásin átti sér stað á skemmti- stað í Reykjavík. Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, er skilorðsbundinn til þriggja ára. Árásarmaðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlamb- inu 150 þúsund krónur, auk um 360 þúsund króna í sakarkostnað. Skallaði og sló mann í andlitið Elísabet II Englands- drottning hefur ákveðið að sæma írska rokkarann Bono, söngvara sveitarinnar U2, heiðursriddara- tign fyrir störf hans í tónlistar- geiranum og baráttu hans fyrir mannúðarmálum. Bono mun taka við viðurkenn- ingunni úr hendi breska sendi- herrans á Írlandi snemma á næsta ári. Hann fær hins vegar ekki að kalla sig Sir Bono, eins og Bítillinn Paul McCartney og fleiri nafntogaðir menn, þar sem aðeins er um heiðursriddaratign að ræða. Sækja þurfti um sérstaka undanþágu vegna málsins þar sem Írar mega ekki taka við konunglegum viðurkenningum frá Bretum. Bono verður heiðursriddari * Vindhraði er í metrum á sekúndu. Kaupmannahöfn Þórshöfn Osló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Algarve Krít Las Palmas 8 skýjað GLEÐILEG JÓL Jæja, þá eru jólin loks að ganga í garð eftir illviðrasaman veðurkafla að undan- förnu.Viðgetumhugg- að okkur við það að ekki er að sjá illviðra- kafla það sem eftir lifir árs. Það verður þó strekkingur í dag en lægir með kvöldinu. Yfirleitt verður hlýtt um jólin og því verða þau með rauðu sniði. Ég vil nota tækifæriðogóska lesendum öllum gleði- legra jóla. VEÐURHORFUR Í BORGINNI Í DAG Sunnan strekkingur. Lægir í kvöld. Rigning ogsíðarsmáskúrir.Hiti 4-8 stig,svalast íkvöld. Yfirleitt 8-13 m/s. 5-13 m/s, úrkomulítið. SigurðurÞ.Ragnarsson, veðurfræðingur 6 8 6 6 7 8 8 10 6 9 7 3 9 10 10 13 8 8 13 16 9 10 3 3 2 2 5 5 3 3 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.