Fréttablaðið - 24.12.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 24.12.2006, Síða 6
 Breski sagnfræð- ingurinn og rithöfundurinn David Irving var í liðinni viku látinn laus úr fangelsi í Austurríki, en vegna þoku í Lundúnum seinkaði heimför hans. Í fangelsinu hafði hann dúsað í þrettán mánuði er dómstóll í Vínarborg úrskurðaði að afgang- urinn af þriggja ára fangelsis- dómi, sem hann var dæmdur til fyrr á árinu fyrir að véfengja helförina gegn gyðingum í ræðum sem hann hélt í Austurríki árið 1989, skyldi skilorðsbundinn. Samkvæmt austurrískum lögum liggur allt að tíu ára fangelsisrefsing við því að afneita helförinni. Látinn laus eft- ir ár í fangelsi Stjórnarandstaðan í Danmörku gagnrýnir nú Anders Fogh Rasmussen forsætisráð- herra fyrir að hafa mistúlkað orðalag í minnisblaði frá George W. Bush Bandaríkjaforseta um fanga frá Afganistan. Bandaríkja- menn sjálfir túlki orðalagið með allt öðrum hætti. Fogh Rasmussen hefur frá árinu 2002 staðið á því fastara en fótunum að í þessu minnisblaði, sem er frá því í febrúar árið 2002, lýsi Bush því ótvírætt yfir að Bandaríkjamenn ætli að fara í einu og öllu að ákvæðum Genfar- sáttmálanna um stríðsfanga að því er varðar meðferð fanga frá Afganistan, jafnvel þótt þeir séu ekki skilgreindir sem stríðsfang- ar. Þennan skilning hefur danska stjórnin notað sem réttlætingu fyrir því að danskir hermenn afhendi bandarískum hermönnum þá fanga sem Danir taka fasta í Afganistan. Nú hefur danska útvarpið hins vegar upplýst að minnisblaðið hafi Bandaríkjamenn þvert á móti notað sem forsendu þess að fara ekki að ákvæðum Genfar- sáttmálanna, þar sem Bush sé þarna að veita heimild til þess að gera undanþágur varðandi þessa fanga. Mistúlkaði bandarískt skjal Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar á þriðjudag sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að til- tekt vegna fortíðarvanda hefði beðið nýs meirihluta eftir kosn- ingarnar í vor. Gaf hann stjórnskipulagi borg- arinnar lága einkunn sem og fjár- málastjórn gamla meirihlutans. Vilhjálmur sagði stjórnskipu- lagið vonlaust „eftir nokkurra ára stjórnkerfisæfingar undir forystu borgarfulltrúa Dags B. Eggerts- sonar, sem aukið hefur flækjustig- ið í stjórnsýslu borgarinnar.“ Óhjákvæmilegt væri fyrir meirihlutann að einfalda og bæta stjórnsýsluna. Hafi stjórnendur borgarinnar leitað leiða á undan- förnum mánuðum við að veita þjónustu með skilvirkari hætti og minni tilkostnaði en áður. Dagur B. Eggertsson hafnar þessum útlistunum Vilhjálms. „Það sem borgarstjóri kallar æfingar er helmingsfækkun nefnda og einföldun og straum- línulögun á öllu stjórnkerfinu,“ segir Dagur og bætir við að mark- mið breytinganna hafi verið að færa þjónustuna eins nálægt borg- arbúum og hægt hafi verið. „Þetta hefur bæði sparað pen- inga og skilað betri þjónustu eins og sést á ánægjumælingum. Umbæturnar eru að mörgu leyti hliðstæðar því sem okkar fram- sæknustu fyrirtæki í þjónustu hafa innleitt hjá sér á sama ára- bili. Það þarf því að hafa stæka fortíðarþrá til að átta sig ekki á að breytingarnar hafa verið til bóta.“ Auk þess að gagnrýna stjórn- kerfið sagði Vilhjálmur að nýja borgarstjórnin hefði hlotið í arf „árlegt margra milljarða króna gat milli almennra tekna og gjalda aðalsjóðs.“ Því þyrfti að taka enn frekar á vandanum á nýju ári og ná fram hagræðingu í rekstri. Dagur segir að með þeim orðum sé borgarstjóri væntanlega að vísa til þess að hluti tekna Reykja- víkurborgar komi í gegnum arð- greiðslur og ábyrgðagjald frá Orkuveitunni. „Menn hafa stund- um talað um þetta sem sérkenni- legar tekjur til að nýta borgarbú- um til heilla en það er ekki nokkur einasta breyting á því í fjárhagsá- ætlun meirihlutans þannig að þarna stangast algjörlega á orð og gjörðir.“ Stjórnkerfisæfingar auka flækjuferlið Borgarstjóri segir stjórnskipulag Reykjavíkur undir stjórn R-listans vonlaust og því nauðsynlegt að einfalda og bæta stjórnsýslu borgarinnar. Dagur B. Eggerts- son hafnar því og segir kerfið hafa sparað peninga og skilað bættri þjónustu. Starfsfólk Norrænu eft- irlitssveitarinnar á Srí Lanka, SLMM, hefur verið kallað til höf- uðstöðva í Kólombó. Átök hafa harðnað og brot beggja aðila, stjórnarhers og tamílatígra, á vopnahléssamningnum hafa auk- ist verulega, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðla- fulltrúi SLMM, segir að einnig hafi komið til jólafrí starfsmanna. Um helmingur sveitarinnar sé í jólafríi og vegna fyrirsjáanlegrar manneklu þótti hentugt að kalla fólkið saman og skoða stöðu mála. Yfir jólin verða fimm Íslend- ingar við skyldustörf í eftirlits- sveitunum. Jólin þar eystra eru ansi frábrugðin hátíðinni hér heima. Aðalbjörn Sigurðsson og María Jespersen friðargæslulið- ar ætla ekki að herma eftir íslenskum jólum á Srí Lanka. Þau halda til borgarinnar Batticaloa í dag og borða þar með vinum. „Við gerum bara það besta úr þessu. Maður tekur ekki stemninguna með sér og við komum ekki með hangikjöt eða laufabrauð með okkur,“ sagði Aðalbjörn. Þess í stað ætla friðargæsluliðarnir að gera jólin eins frábrugðin hinum hefðbundnu og hugsast má og skella sér í partí í kvöld. Enda lítt jólalegt á eyjunni; hitinn milli 27 og 34 gráður og við hámark regn- tímabilsins. Fá ekkert hangikjöt um jólin Átján ára gamall maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vest- fjarða á miðvikudaginn. Maður- inn kýldi og skallaði jafnaldra sinn í andlitið fyrir utan dansstað nóvember í fyrra. Maðurinn hlaut glóðarauga hægra megin á andlitinu, blóðnasir og bólgið nef. Þegar refsingin yfir mannin- um var ákveðin var litið til þess að þrátt fyrir ungan aldur hefur maðurinn áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. En það var virt honum til málsbóta að hafa játað brot sitt fyrir dómi. Skallaði og kýldi til blóðs Borðar þú skötu um jólin? Drekkur þú malt og appelsín um jólin? Ákærur á hendur átta bandarískum hermönnum fyrir stríðsglæpi í Írak er stærsta sakamálið á hendur Bandaríkja- her frá því innrásin í Írak hófst. Fjórir óbreytt- ir hermenn eru ákærðir fyrir morð á 24 saklausum íröskum borgur- um, en að auki eru fjórir yfirmenn þeirra ákærðir fyrir að hafa hylmt yfir með þeim. Morðin áttu sér stað í bænum Haditha í Írak á síðasta ári. Mennirnir eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að einn félagi þeirra varð fyrir sprengju og lést. Átta ákærðir fyrir stríðsglæp Þróunarsamvinnustofnun Íslands ver um 280 milljónum til verkefna í Malaví á næsta ári, eða um fjórðungi þess fjármagns sem hefur verið samþykkt fyrir árið 2007. Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkefni á næsta ári nemi rúmum 1.200 milljónum króna. Þá hefur verið samþykkt að veita 150 milljónum króna til Úganda, 140 milljónum til Namibíu, rúmum 130 milljónum til Mósamb- ik, tæpum 100 milljónum til Srí Lanka og ríflega 70 milljónum til Níkaragva, auk um 80 milljónum króna til samstarfs með frjálsum félagasamtökum, innan lands sem utan. Fjórðungurinn fer til Malaví Góðgerðasöfnun á jólagjöfum handa börnum á Íslandi hefur staðið yfir í Kringlunni og í ár söfnuðust um 4.000 pakkar. Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sáu um að koma pökkunum til þeirra sem á aðstoð þurftu að halda fyrir jólin. Undirtektir voru góðar og ljóst að mörg börn munu gleðjast um þessi jól fyrir tilstuðlan þeirra sem lögðu sitt að mörkum í söfnuninni. Þörfin er gríðarlega mikil að sögn starfsfólks Fjöl- skylduhjálpar Íslands og Mæðra- styrksnefndar. Íslandspóstur sá um að senda pakka frítt til söfnunarinnar fyrir þá sem búsettir eru utan höfuð- borgarsvæðisins. Alls söfnuðust 4.000 jólagjafir Tæplega áttatíu prósent Íslendinga eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs og tæp fjögur prósent neikvæð. Þetta kemur fram í könnun Capace t. Þetta er svipað og kom fram í sambærilegri könnun sem gerð var meðal fasteignakaupenda á tímabilinu júlí til októberloka á þessu ári. Þar sögðust tæp 76 prósent jákvæð en sjö prósent neikvæð. Margir kvörtuðu undan of lágu hámarksláni og takmörk- unum vegna brunabótamats sem hefti eðlilegar lánveitingar. Jákvæðni í garð Íbúðalánasjóðs

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.