Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 8

Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 8
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða 6.100 krónur í komugjöld á heilsu- gæslustöðvar, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áður þurftu viðkomandi að greiða 4.000 krónur. Önnur komugjöld í heilbrigðis- kerfinu hækka um 10,5 prósent og svarar hækkunin til hækkunar vísitölu. Reglugerðin nær fyrst og fremst til útlendinga og annarra sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi en fá hér heilbrigðisþjón- ustu. Á síðasta ári nam kostnaður Landspítala vegna ósjúkra- tryggðra 188 milljónum króna. Áætlar sjúkra- húsið að þurfa að afskrifa 5-8 milljónir af þeirri fjárhæð. Ósjúkratryggðir borgi 6.100 krónur Yfirmenn banda- ríska hersins í Írak hafa miklar áhyggjur af aukningu sjálfsmorða meðal hermanna þar. Árið 2003 frömdu 25 banda- rískir hermenn sjálfsmorð í Írak en eingöngu 12 árið eftir. Í fyrra tóku svo 22 hermenn sitt eigið líf. Herinn hefur ekki gefið upp hversu margir hermenn hafa svipt sig lífi í ár. „Við teljum eitt sjálfsvíg vera of mörg,“ sagði Kevin Kilney, yfirlæknir hersins, á blaðamanna- fundi í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Að hans sögn voru helstu ástæður sjálfsvíg- anna örðugleikar í ástarlífi hermannanna, auk lagalegra vandamála og samskiptavanda- mála við aðra hermenn. Fleiri fremja sjálfsvíg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.