Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 20

Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 20
Þ egar ég var lítil sögðu mamma og amma mér svo margar sögur af álfum sem ég heillaðist algjör- lega af,“ segir Flor- ence Helga, sem á íslenska móður en franskan föður. „Það sem heill- aði mig sérstaklega við álfana var að sögur þeirra minna helst á ævintýri. Þeir birtast í draumum og hjálpa mannfólkinu og það er mjög áhugavert,“ segir Florence Helga og heldur áfram: „Mennirn- ir hjálpa álfunum oft líka þrátt fyrir að geta ekki séð þá. Mér finnst álfasögurnar alveg frábær- ar fyrir hugmyndaflugið enda búa álfarnir úti í sveit og sögurnar eru mjög margvíslegar.“ Florence Helga minnir á að álfarnir séu ekki alltaf góðir við mennina því þeir geti líka verið ruddalegir. „Amma mín sá ýmislegt í draumum en það er ættgengt,“ segir hún og játar því að stundum sjái hún hluti líka sem aðrir sjá ekki og bætir því við að hún trúi sjálf á álfa. Florence til- einkar einmitt bókina Gígju ömmu sinni, sem er nýlátin. Þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Íslandi þá hefur Florence Helga komið hingað til lands á hverju ári frá því hún fæddist enda á hún alla móðurættina hér. „Mig langar mikið til að búa einhvern tíma á Íslandi en það er dálítið erfitt af því maðurinn minn er franskur. Það er samt aldrei að vita ef hann fengi góða vinnu,“ segir Florence Helga og bætir því við að í hjarta sínu líði henni meira eins og Íslendingi en Frakka. Florence Helga segist halda í íslenskar hefðir varðandi jóla- haldið enda finnist henni íslensk jól mun meira spennandi en frönsk. „Íslensk jól eru allt öðru- vísi en hjá Frökkum. Í Frakklandi er ekki eins mikið skreytt og mér finnst líka að trúin gleymist því allt sem fólk hugsar um eru gjafir og kjöt. Mér finnst að trúin eigi að spila þar stærra hlutverk. Fólk fer ekki mikið í kirkju eða hlustar á jólalög og sálma,“ segir hún en telur það þó eitthvað vera að breytast. Heilluð af álfum Florence Helga Thibault er hálfíslensk og hálffrönsk en hefur búið í París alla sína ævi. Hún hefur komið til Íslands á hverju sumri og heillaðist af álfasögunum sem móðir hennar og amma sögðu henni. Nú hefur hún gefið út bókina Álfasögur Jóns Árnasonar, ásamt Önnu Kristínu Ásbjörnsdóttur, sem endursagði sögurnar en Florence Helga myndskreytti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.