Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 22

Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 22
M ikil þjóðtrú tengist jólum og jólaföstu í miðju íslensku skammdegi. Jólin eiga sér á norðurslóðum æviforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Frá alda öðli hafa flestar þjóðir á norð- urhveli jarðar haldið mikla hátíð í kringum vetrarsólhvörfin og nefndist þessi hátíð jól löngu fyrir kristnitöku. Hvort sem það var skammdegið eða hin rísandi sól voru vetrarsólhvörfin sjálf tilefni hátíðarhaldanna. Þegar kristni barst til Íslands var fæðingarhátíð Krists fyrir löngu komin í fastar tímaskorður innan Rómarkirkj- unnar og norrænu jólin féllu saman við kristna hátíð. Jól hefjast nú aðfarakvöld 25. desember. Nafnið er norrænt en frummerking þess óljós. Á Norð- urlöndum hefur norræna nafnið haldist en annars staðar tengist nafnið kristnihátíð, Christmas er á ensku Krists messa. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið en sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru haldin nema að þau voru „drukkin“ með matar- og ölveisl- um. 23. desember árið 1193 andaðist Þorlákur Þórhallsson Skálholts- biskup og var á Alþingi sumarið 1199 stofnuð Þorláks- messa á andlátsdegi hans. Þorláksmessan varð lífseig og veldur þar nálægð jóla. Þá var soðið hangikjöt til jólanna og víða smakkað á því um leið. Almennari varð þó sá siður að að hafa fisk- meti, skötu eða soðinn harðfisk á borðum á Þorláks- messu. Í upphafi skýrist skötuát einfald- lega að því að ómerkilegur hvers- dagsmatur var borðaður rétt fyrir stórhátíðina, en í fiskátinu kynni einnig að gæta leifa af katólskri jólaföstu eða sérstakri Þorláks- messuföstu. Á 20. öld hafa Vest- firðingar haldið tryggð við kæsta skötu sem Þorláksmessumat og hefur sá siður breiðst út á síðustu áratugum, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. Í áratugi hefur skata og mörflot verið sérstaklega á boðstólum fyrir þann dag í fisk- búðum og á síðari áratugum hafa nokkur veitingahús einnig haft skötu sem aðalrétt á Þorláks- messu. Helgi aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöld- ið fyrir katólskar stórhátíðir enda var oft talið að sólarhringurinn byrjaði á miðjum aftni klukkan sex. Skammdegið er sá partur ársins sem dregið hefur til sín flestar þjóðtrúarhugmyndir. Draugar koma helst við sögu um jóla- leytið í Íslendingasögum og þá var hættast við að alls- kyns illþýði væri á ferli. Frægasti óvætturinn telst Grýla, hún er þekkt sem flagð frá 13. öld og er á 17.-18. öld barnaæta tengd jólunum. Frá 17. öld eru varðveitt fjöl- mörg Grýlukvæði og þulur. Eftirlætis- matur Grýlu er kjöt af óþægum börn- um. Þessi óvættur á sér margar sam- svaranir víða í Evrópu en fáar eru samt eins ógnvekjandi og Grýla. Ljóst er að Grýla hefur gegnt miklu hlut- verki við að temja börn og ala upp því hún fær aldrei góð börn. Jólasveinarnir þrettám eru eina séríslenska jólafyrirbærið sem finnst ekki annars staðar í heimin- um. Fyrst fréttist af jólasveinum á 17. öld sem afkvæmi Grýlu og miklu illþýði. Þeir taka nokkuð að mildast á 19. öld, þótt bæði séu þeir þjófóttir og hrekkjóttir, og koma þá ýmist af fjöllum eða af hafi. Seint á 19. öld tekur eðli jóla- sveina og útlit að blandast dönsk- um jólanissum annars vegar en evrópskum og amerískum jóla- karli hins vegar. Um 1930 verður sú aðlögun að jólasveinarnir koma fram í rauðum alþjóðaklæðnaði og verða gjafmildir, en halda íslensk- um sérnöfnum og fjölda. Smám saman fá þeir meiri svip af útlenskum jólasveini hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu, jóla- sveinar verða vinir barnanna og færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Verslanir munu ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum. Fyrsta íslenska blaðaauglýsingin sem fundist hefur með jólasveini birtist í Morgunblaðinu 21. desember 1924. Um miðja 20. öld fóru jólasvein- arnir að gefa börnum í skóinn að norðurevrópskum sið sem barst hingað til lands með sjómönnum. Jólagjafir í nútímaskilningi eru ekki nema rúmlega hundrað ára gamall siður meðal almennings á Íslandi og tíðkuðust ekki hérlend- is fyrr en seint á 19. öld. Hins vegar fékk vinnufólk og heimilis- menn eitthvað klæðakyns fyrir jólin sem eins konar jólauppbót. Tengdar því eru sagnir um jóla- köttinn. Íslendingar hafa jafnan afhent jólagjafir sínar á aðfanga- dagskvöld, áður fékk fólk jólaskó og kerti á því kvöldi. Sá háttur er líka ráðandi annars staðar á Norð- urlöndum og víðast í Mið-Evrópu. Gjöfum og öðrum jólaglaðningi fylgdi óvættur sem illa hefur gengið að henda reiður á. Jólakött- urinn er rammíslenskt fyrirbæri en á sér ættingja í nautslíki við Eystrasalt og annan af geitarkyni í Noregi. Jólakötturinn gerði engum mein sem eignuðust ein- hverja nýja flík til að fara í á aðfangadagskvöld en þeir sem enga flík fengu „fóru allir í jóla- köttinn“. Fyrstu heimildir um jóla- köttinn eru frá 1864. Snemma á 19. öld var orðinn almennur siður að gefa hverju barni kerti á jólunum og jafnvel öllu heimilisfólkinu. Kertin voru gerð úr tólg og því alldýr enda helst notuð í kirkjum. Jólatréð hefur í heila öld verið eitt helsta tákn jólanna um heim allan en það er þó tiltölulega nýtt af nál- inni í núverandi mynd. Jólatré breiddust upphaflega út frá Þýska- landi. Einstaka grenitré tók að berast til Íslands á síðara hluta 19. aldar en slík jólatré urðu ekki algeng fyrr en um síðari heims- styrjöld. Þangað til var hérlendis oftast notast við heimasmíðuð tré. Jólaböll fyrir börn urðu algengur siður. Í blaðinu Þjóðólfi er sagt frá Jólatrésskemmtun sem Thor- valdssen félagið hélt fyrir rúm- lega hundrað fátæk börn á sjúkra- húsinu í Reykjavík 28. desember árið 1876. Hangiket var lengst af aðalhátíð- armaturinn en algengast var að borða hann ekki fyrr en á jóladag. Annað góðgæti var það sem er kallað gamall íslenskur matur eða þorramatur. Pottbrauð eða flat- brauðskaka með smjöri og osti var haft með. Svínasteikur og hamborgarhrygg- ir um jólin koma frá dönskum hefðum. Kannski tengist það heiðnum sið að slátra svíni fyrir jólin. Rjúpur sem nú á dögum þykja sælgæti á jólaborði voru áður sumstaðar hafðar í jólamat og einna helst meðal fátækara fólks sem ekki hafði efni á að slátra neinum grip til jólanna. Laufabrauðið er eitt af sérkennum jólahalds á Íslandi. Víða í Evrópu voru og eru til skrautlegar hátíð- arkökur en þær eru mun matar- meiri en laufabrauðið. Laufa- brauðið virðist hafa verið útbreitt um allt land en einkum fyrir norð- an eftir miðja 19. öld. Snemma á 20. öld hefst kökugerð í stórum stíl til jóla og yfirgnæfði sjálfan jólamatinn, en hefur nú látið undan síga fyrir fjölbreytt- ara veislufæði. Upp úr 1920 höfðu menn eignast eldavélar með bak- araofni og auðveldara var að baka smákökur og tertur. Flæddi þessi tíska yfir landið í nokkra áratugi og það var metnaðarmál hús- mæðra að eiga sem fjölbreyttast- ar kökutegundir. Elsta íslenska jólakveðja sem fundist hefur í bréfi er frá 1667 og segir: „Með ósk gleðilegra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góða heillastunda í Vors Herra nafni Amen.“ Fyrsta jóla- og nýárskort- ið í heiminum var gefið út í Eng- landi 1843, þrem árum eftir að frí- merkið var fundið upp. Sending jólakorta breiddist hratt út í Evr- ópu og Norður-Ameríku á 19. öld. Um jólin 1932 byrjaði Ríkisút- varpið að senda jóla- og nýárs- kveðjur og voru þær einkum til sjómanna í fyrstu. Jóladagur og aðfangadagskvöld eru nú einn almennasti hátíðis- og hvíldartími á Íslandi. Öll atvinnu- starfsemi liggur niðri nema nauð- synleg sé, ferðalög eru með minnsta móti þessa daga og engar samkomur utan kirkju aðrar en í heimahúsum. Nú er almennastur sá siður að á jóladag og annan í jólum komi saman stórfjölskyldan en aðfangadagskvöldið sé helgað sjálfri kjarnafjölskyldunni og nán- ustu gestum hennar. Heimildir: Saga daganna eftir Árna Björnsson Þjóðtrú á íslenskum jólum Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson er ýmis fróðleikur um trú og siði tengda íslensku jólunum í aldanna rás. Hanna Björk Valsdóttir tók saman þá helstu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.