Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 24
F yrir löngu, fyrir svo mörgum árum að engin leið er að muna lengur nákvæmlega hvenær, bjó í þorpi í sunnan- verðri Brasilíu lítill sjö ára drengur sem hét José. Þegar hann var mjög, mjög ungur missti hann foreldra sína og var ættleiddur af nískri frænku sinni. Þó hún ætti nóg af peningum eyddi hún varla krónu í frænda sinn. José, sem aldrei hafði kynnst ást og kærleika, hélt að svona væri lífið einfaldlega og því var honum alveg sama. Þau bjuggu í mjög auðugu og fínu hverfi en frænkan taldi yfir- kennarann á að taka við frænda sínum fyrir ein- ungis einn tíunda eðlilegra kennslu- gjalda. Hún hót- aði svo að hún myndi kvarta til lögreglustjórans ef hann neitaði því. Yfirkennar- inn átti engan annan kost en að samþykkja en skipaði kennur- unum þess í stað að nota hvert tækifæri til að niðurlægja José í þeirri von að hann missti stjórn á sér og gerði þá eitthvað sem gæti reynst afsökun fyrir því að hægt væri að reka hann úr skólanum. José, sem aldrei hafði kynnst ást og kær- leika, taldi að svona væri þetta ein- faldlega og þess vegna var honum alveg sama. Aðfangadagskvöld nálgaðist. Hverfispresturinn var í fríi og því þurftu nemendurnir að fara til kirkju í öðru hverfi. Stúlkurnar og piltarnir gengu saman og ræddu um hvað jólasveinninn myndi færa þeim, setja við skóinn sem þau höfðu komið fyrir við útidyrnar: Hátískuföt, dýr leikföng, sælgæti, hjólabretti og/eða reiðhjól? Þar sem þetta var hátíðardagur voru þau öll í sparifötum fyrir utan José, sem var í sínum venjulegu lörfum og gekk á sínum gömlu gat- slitnu sandölum sem voru nokkr- um númerum of litlir. (Frænka hans hafði gefið José sandalana þegar hann var fjögurra ára og sagði þá að hann fengi nýja þegar hann væri orðinn tíu ára gamall.) Nokkur barnanna spurðu af hverju hann væri svona fátækur og sögð- ust skammast sín fyrir að eiga vin sem væri svona druslulegur til fara. Þar sem José hafði aldrei kynnst ást og kærleika þá skiptu spurningar barnanna og athuga- semdir hann engu máli. Hins vegar, þegar þau fóru inn í kirkjuna og hann heyrði orgelleik- inn og sá björt ljósin og fólkið sem þarna var komið saman, söfnuð- inn, í sínu fínasta jólapússi, sá fjöl- skyldurnar saman komnar, for- eldra faðma börnin sín, fannst José hann vera aumastur allra. Eftir messu þá, í stað þess að ganga heim á leið, settist hann niður á kirkjutröppurnar og byrjaði að gráta. Hann hafði kannski aldrei kynnst ást og kærleika en það var ekki fyrr en þarna og þá sem hann skildi hvernig það var að vera einn, umkomulaus og yfirgefinn af öllum. Þá tók José eftir því að hjá honum stóð lítill drengur, berfætt- ur og greinilega eins fátækur og hann sjálfur. Hann hafði aldrei séð drenginn áður og taldi því að hann væri langt að kom- inn. Hefði gengið lengi til að komast til kirkju. José hugsaði: Fætur hans hljóta að vera mjög aumir. Ég ætla að gefa honum annan sandalann minn. Það mun í það minnsta verða til að draga úr sársauk- anum á öðrum fæti hans. Þó að José hefði aldrei kynnst ást og kærleika, þá þekkti hann þjáninguna og vildi ekki að aðrir upplifðu hana einn- ig. Hann gaf drengnum annan sandala sinn og sneri heim á leið. Á aðeins einum sandala. Hann bar sandalann fyrst á hægri fæti og þá á þeim vinstri. Svo hann myndi ekki skráma iljar sínar of illa á steinunum sem voru í götunni. Þegar José kom heim tók frænka hans strax eftir því að hann var aðeins á einum sandala og sagði honum að ef hann myndi ekki finna hinn sandalann strax næsta dag yrði honum refsað grimmilega. José fór í rúmið sitt mjög hræddur því hann þekkti vel refs- ingar frænku sinnar. Hann lá alla nóttina og skalf af ótta, náði varla að sofa dúr, en þá, þegar hann var við það að festa blund, heyrði hann háværar raddir við útidyrnar. Frænka hans kom æðandi inn og krafðist þess að fá að vita hvað gengi á. José var enn syfjaður, enda hafði hann varla sofið neitt svo heitið geti, en fór fram til að hitta þá sem voru komnir að hús- inu. Og á útidyratröppunum sá hann sandalann sem hann hafði gefið litla drengnum. Allt um kring voru dýrindis gjafir: leikföng, reiðhjól, hjólabretti og föt. Nágrannarnir voru þar einnig, hrópuðu og kölluðu, héldu því fram að börn sín hefðu verið rænd. Því þegar þau vöknuðu voru engin leikföng við skó þeirra. Engin. Þá kom presturinn sem hafði þjónað fyrir altari við messuna sem þau höfðu farið í daginn áður og náði vart andanum: Á kirkjutröpp- unum hafði Jesúbarnið birst, bar gullklæði en var aðeins í einum sandala. Þögn féll á mannskapinn, allir viðstaddir lofuðu Guð og krafta- verk hans, frænkan felldi tár og baðst fyrirgefningar. Og hjarta José fylltist orku, hann skildi loks hvað ást og kærleikur er. (Þýðing: Jakob Bjarnar Grétarsson. Byggt á enskri þýðingu Margret Jull Costa úr portúgölsku. Myndskreyting Steingrímur Eyfjörð.) Sandalarnir hans José Jólasaga eftir Paulo Coelho, byggð á sögu eftir François Coppée sem skrifuð var árið 1903.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.