Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 39

Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 39
J ólahald við Apaflóa getur varla verið ólíkara því sem við eigum að venjast heima á Íslandi. Í raun munum við ekki eftir því að jólin séu í nánd nema þegar við lítum á dagatalið. Í Chir- ombo, þorpinu sem við búum í, sést ekki neitt sem minnir á jóla- hald, hvorki jólaskraut né heyrist jólatónlist. Börnin leika sér í sand- inum með skopparagjarðir og busla í vatninu á nákvæmlega sama hátt og aðra mánuði ársins. Fjármunirnir ef til eru hjá fólki fara í annað. Húshjálpin okkar sem hefur metnað fyrir okkar hönd spurði þó um daginn hvort við ætluðum ekki að skreyta húsið í tilefni af komu jólanna. Okkur vafðist nú tunga um tönn en sögð- um sem rétt var að við hefðum ekki tekið neitt jólaskraut með okkur frá Íslandi og bættum síðan við af veikum mætti að jólaandinn kæmi innan frá og bentum á höf- uðið. Hún bætti um betur og sagði frá hjartanu. Þessi ábending leiddi þó til þess að við fundum nokkrar rauðar jólakúlur í stórverslun í höfuðborginni. Í stórverslunum í Lilongwe má heyra jólatónlist spilaða í hátölur- um eins og maður man eftir af 78 snúninga plötum á ekta grammó- fón. Við bættum um betur og keypt- um pínulítið og óásjálegt gervijóla- tré fyrir 500 íkr., annað stóð ekki til boða. Þegar horft er á aumlegt tréð má velta fyrir sér hvort álagningin hafi ekki verið ansi rífleg. Tréð er eiginlega hálfgerð skopmynd af sjálfu sér, en kemur að notum. Aðdragandi jóla á Íslandi krefst gjarnan mikillar vinnu og er mörg- um kvíðvænlegur tími. Miklar kröfur eru gerðar um að umhverfi allt sé fagurlega skreytt og nóg sé til af öllu til að bíta og brenna. Ekki má gleyma jólagjafaflóðinu þar sem mikill tími fer í að finna gjafir fyrir fólk sem á allt. Í Mal- aví er þessu öðru vísi farið, einu gjafirnar sem við kaupum í ár eru fötur fullar af salti, hrísgrjónum, eldspýtum, margaríni og annarri brýnni nauðsynjavöru. Þessar fötur gefum við húshjálpinni okkar sem er gulls ígildi, garð- yrkjumanninum sem ekki er hægt að segja að hafi mjög græna fing- ur og vörðunum sem gæta hússins okkar á nóttunni en eiga það til að sofna á verðinum. Það var gaman að sjá svipinn á þeim þegar þau tóku á móti gjöfunum. Flestir innfæddir reyna að komast í kirkju um hátíðarnar og reyndar er kirkjusókn mikilvæg- ur liður í menningu innfæddra. Þeir spyrja okkur gjarnan hvar við munum ganga til messu um jólin. Við höfum áhuga á að kynna okkur malavískt kirkjuhald og munum væntanlega fara í messu snemma á jóladagasmorgni í enskri biskupakirkju sem er ekki langt frá heimili okkar við Apafló- ann. Hún er eiginlega ekki annað en kirkjuskipið eitt, skrautlaus, bekkjalaus og turnlaus. Það getur ekki annað en gert okkur gott þó talað mál muni fara fyrir ofan garð og neðan, en mál innfæddra er chichewa. Það er hefð að haldið sé jólaboð fyrir starfsfólk „Monkey Bay Community Hospital“ og maka þeirra. Við undirbúning þeirrar veislu er nú ekki verið að kasta til höndunum. Sú veisla er haldin á Þorláksmessu og er þar m.a. slátr- að geitum sem grillaðar eru yfir opnum eldi, kjúklingar steiktir, fiskur úr Malavívatni eldaður ásamt fjölbreyttu meðlæti af ýmsu tagi og hefðbundnum drykkjarföngum. Þessi veisla hefur mikið aðdráttarafl og eng- inn sem getur staðið uppréttur mun láta sig vanta. Hvað okkur varðar persónu- lega þá minnumst við ekki jafn- friðsamlegrar jólaaðventu, við vöknum útsofin á hverjum morgni eftir 8-9 tíma svefn og jólastress er eins fjarlægt og hugsast getur. Engar áhyggjur eru af því að mála þurfi húsið, endurnýja þurfi hús- gögn eða stell, þrífa kjallaraher- bergi og skúmaskot sem enginn sér mun á í skammdeginu hvort sem er. Gjafakaupum er sleppt í ár, þetta snýst allt um rétta við- horfið eins og við Lifa húshjálpin okkar vorum sammála um. Við eigum þó von á kærkomnum gesti, Þórunni mágkonu/systur frá Íslandi, sem verður hjá okkur fram yfir áramót. Fyrir utan frábæran félagsskap sem henni fylgir, gerum við okkur vonir um að fá smá hangikjöt og jafnvel sælgæti sem hefur ekki sést á okkar borð- um frá því við yfirgáfum land alls- nægtanna í október. Við munum hafa það notalegt í sólinni og hitan- um, skoða þorpið okkar betur, ganga um í hvítum sandinum fyrir framan húsið okkar og baða okkur í vatninu. Við ætlum líka að fara í Liwonde-þjóðgarðinn sem er í tveggja tíma aksturfjarlægð frá okkur. Þar má sjá flest þau dýr sem Afríka er þekkt fyrir, s.s. fíla, flóðhesta, krókódíla, auk þess að njóta stórkostlegrar náttúru. Ýmis- legt fleira munum við gera okkur til dundurs og nokkuð ljóst er að þessi jól munu aldrei gleymast. Með þessum pistli sendum við öllum sem eftir okkur muna bestu jóla- og nýárskveðjur. Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðmundsson Jól við Apaflóa Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurður Guðmundsson landlæknir halda jólin í ár á fjarlægum slóðum við Apaflóa í Malaví. Hér á eftir kemur pistill sem þau sendu frá Malaví í tilefni jólanna þar sem þau lýsa hátíðarhöldunum við Apaflóann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.