Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 40

Fréttablaðið - 24.12.2006, Side 40
„Þegar ég var yngri þvældist ég um heiminn og fór mjög sam- viskusamlega á listasöfn. Taldi mér skylt að staldra við hvert ein- asta verk og íhuga það,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður. Hann velur athyglisvert málverk að þessu sinni. Og segir svo frá hvers vegna Todes Insel varð fyrir valinu: „Já, svo losnaði ég nú við þessa vitleysu úr systeminu. Þannig að síðast þegar ég fór á listasafn þá fór ég bara til að skoða eina mynd sem ég vissi að þar var að finna. Þetta var í Berlín. Og myndin er Dauðaeyjan, eða Todes Insel, eftir Arnold Böcklin. Ég sá þessa mynd fyrst utan á einhverri pappírskilju sem ég var að baksa við að lesa, bók eftir Nietzsche, sem ég kláraði örugglega aldrei. En þetta mál- verk er frábært, rómantískt verk, fullt af dulúð. Böcklin mun hafa málað fimm útgáfur af þessu verki. En þetta er æðislegt verk fullt af dulúð og skringileg- heitum. Sem orkar sterkt á mig.“ Ólafur Sigurgeirsson sendir mér eftirfarandi klausu: „Mig langar til að vekja athygli á sérstakri málnotkun fréttastofu ríkisútvarpsins. Þar var verið að segja frá umferðarslysi og sagt að lagfæra þyrfti aðstæður til að; „koma í veg fyrir að svona slys komi ekki fyrir.“ Svona tvöfalda neitun heyrði ég þrisvar á nokkrum dögum. Þá er sagt í fréttum núna þann 6/12, þegar sagt er frá dómi manns gegn Keri um meint samráð olíufélaganna, að dómurinn hafi vísað frá kröfu um skaðabætur sem dómurinn ákveddi. Mér finnst þessi „sóða- skapur“ í málnotkun ríkisútvarps ekki sæmandi, þrátt fyrir þá alþjóðavæðingu sem nú er í tísku og þrengir mjög að okkur sem viljum tala íslensku.“ Engu er hér við að bæta. „Við krufningu benti ekkert til þess að um voveiflegan atburð hefði verið að ræða,“ segir í forsíðufrétt Fréttablaðsins 9. desember af skyndilegu andláti ungrar konu eftir ofneyslu fíkniefna. Sannar- lega var það voveiflegur atburður, enda merkir voveiflegur: 1 skyndilegur; 2 hræðilegur, hörmulegur, átakanlegur, slysaleg- ur. Væntanlega hefur blaðamaður ætlað að segja að ekkert benti til saknæms, refsiverðs eða glæpsam- legs athæfis. sagði markaðsstjóri Ríkisútvarps- ins 6. desember. Hverjum skyldi efnið vera þakklátt? Á morgunvakt Rúv. 14. desember var rætt við lögmenn vegna ákæru á hendur fyrrum stjórn- endum olíufélaganna. Annar velti því fyrir sér hvort dómstólar myndu gera sekt í þessu máli. Ég játa að ég kann ekki skil á sérstöku lagamáli. Sekt merkir: 1 fésekt; 2 sektardómur; 3 sök. Betra væri að tala um að dæma menn seka eða til sektar. Hinn ræddi um „þessa löngu yfirlegu sem hefur átt sér stað“ í málinu og er sömuleiðis heldur klúðurs- legt. Getur yfirlega átt sér stað? Fer ekki betur að segja að lengi hafi við legið yfir þessu máli? Í báðum tilvikum gildir enn að nota sagnorð og firrast nafnorð. Þó ættu menn að spara sögnina að gera eftir föngum. Virðum sagnir og forðumst óþörf nafnorð. „Það var leitað til okkar varðandi ráðgjöf,“ sagði starfsmaður geisla- varna ríkisins í útvarpinu og þrástagaðist á þessu leiðinlega og óþarfa varðandi. Hann (og margir fleiri) ætti að ganga til liðs við Umvinafélagið, sem stendur vörð um íslenskar forsetningar. Ég skora á landsmenn að hætta þessu varðandi-stagli. Af hverju þykir mönnum fínna að segja varðandi en um? Á ég að trúa því að einhverjum þyki það fallegra? Í framhaldi af umræðu um viðtengingarhátt sendir Guðrún Bjarnadóttir mér þessa brag- hendu: Hvorki veit ég hvort ég er né hvort ég væri. Ef ég sé og ef ég færi öllu léttar víst ég bæri. (Hljóðfæri hugans 16) Málverk fullt dulúðar og skringilegheita

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.