Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 46
! Kl. 23.30Miðnæturmessa við kertaljós á jóla- nótt í Langholtskirkju. Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng en organisti Lára Bryndís Eggerts- dóttir. „Það er engin svör að hafa í leikhúsinu, aðeins ótal spurningar. Í því liggur líka styrkur leikhússins; það opnar fyrir fyrir hugmynd- ir, spurningar, umræðu og skilur áhorfendur eftir í leit að svörum.“ Þetta segir gríski leikstjórinn Giorgos Zamboulakis en hann og Thanos Vovolis leikmynda- og búningahönnuður eru listrænu stjórnendurnir á bak við jólasýn- ingu Þjóðleikhússins í ár, Bakk- ynjurnar eftir Evripídes. Bakk- ynjur er eitt af þekktari verkum grísku gullaldarinnar en engu að síður er þetta í fyrsta skipti sem það kemur fyrir sjónir íslenskra leikhúsgesta, í nýrri þýðingu Kristjáns Árnasonar. Guðinn Díónýsos, öðru nafni Bakkos, kemur til Þebuborgar til þess að minna á guðlegan uppruna sinn og staðfesta nýjan helgisið, víndrykkju, sjálfum sér til dýrð- ar. Þetta leiðir til þess að konur borgarinnar leggjast út í hlíðar fjallsins Kíþeron þar sem þær æða um trylltar í algleymi vím- unnar. En Penþeifur konungur neitar að taka þennan sið í sátt sem verður til þess að reiði Bakkosar bitnar á konungsfjöl- skyldunni og öðrum borgarbúum með skelfilegum afleiðingum. „Það er gríðarleg valdabarátta í þessu verki. Valdabarátta í gegn- um konur og um hið guðlega og ótal margt annað. Verkið er samt miklu opnara og margbreytilegra en svo að það einskorði sig við það efni. Styrkur þess felst í því hvað það opnar ótæmandi lendur spurn- inga,“ segir leikstjórinn Giorgos Zamboulakis. Þeir Giorgos og Thanos vinna allt- af ferli hverrar sýningar saman frá upphafi, skapa grunnkonsept- in sem þeir vilja draga fram í hverri sýningu og þannig hafa þeir unnið í ein sextán ár. „Þetta hefur auðvitað leitt til þess að vinnubrögðin og stíllinn fastmót- ast,“ segir Thanos og bætir við að sýn þeirra á leikhúsið sem form sé alltaf innan myndarinnar. „Við erum alltaf að vinna með leikhúsið sem grundvallarrými fyrir leikar- ann, textann, líkamann. Leikhúsið sem líkamlega heild, fæðingar- ferli sem hefst með nærveru leik- arans og sem áhorfandinn full- komnar, gefur líf með nærveru sinni og sammannlegum kennd- um, vonum og þrám.“ Giorgos leikstjóri tekur undir þessa hug- myndafræði og segir alla vinnu þeirra vera meðvitaða um þetta ferli. „Vinna okkar með leikurun- um byggir á þessari sýn. Þessum væntingum okkar um að skapa einn heildstæðan lifandi líkama. Upphitun leikaranna fyrir hverja æfingu er til að mynda mjög mik- ilvæg. Upphitunin er eina leiðin til þess að koma leikaranum í réttar aðstæður og ástand til þess að skila þessu verkinu frá sér í hljóði, hreyfingum, mynd og texta. Upp- hitunin færir leikarana saman, hjálpar þeim til þess að verða hluti af einni órjúfanlegri lífrænni heild. Markmiðið er að skapa leik- urunum sameiginlegt tungumál og samstilla hópinn, rétt eins og sinfóníuhljómsveit stillir saman strengi sína. Eftir að hafa unnið með leikhópi í ákveðinn tíma verð- ur þetta að ritúali sem engum dett- ur í hug að sleppa áður en lagt er á djúpið, enda verða leikararnir að halda tryggð við þetta ferli í sýn- ingunni eftir að við erum farnir.“ Thanos og Giorgos vilja leggja áherslu á hversu ómetanleg þátt- taka margra hefur verið að sýn- ingunni. Þórunn Sigþórsdóttir er aðstoðarleikstjóri, Hlín Agnars- dóttir dramatúrg, Erna Ómars- dóttir danshöfundur, Atli Ingólfs- son höfundur tónlistar. Lárus Björnsson hannar lýsingu og Björk Viggósdóttir sér um mynd- vinnslu. „Þetta fólk og fleiri til hafa myndað leikhópnum og okkur öllum sem að uppfærslunni koma ómetanlegan stuðning og eiga ríkulegan þátt í heildarmyndinni,“ segir Thanos. Giorgos og Thanos eru sérstak- lega ánægðir með íslensku leikar- ana innan þessa ferlis. Þeim finnst það ómetanlegt hvað þeir eru opnir fyrir því að reyna nýjar aðferðir og viljugir til þess að læra. Thanos útlitshönnuður tekur virkan þátt í þessari vinnu sem hann lítur á sem hluta af því að skapa heildarútlit sýningarinnar. „Öll þessi vinna leikaranna skilar þeim og sýningunni heildstæðari til áhorfandans. Hver og ein per- sóna fær t.d. ákveðið mynstur hreyfinga sem skapa ákveðna til- finningu á sviðinu. Með skýrleik- anum og endurtekningunni verða þessar hreyfingar að persónuein- kennum og mynda ákveðið kerfi. Þannig geta hreyfingarnar birt persónuna á sviðinu, skapað nær- veru hennar, án þess að hún sé þar í raun og veru. Rétt eins og í lífinu þar sem ákveðin tónlist, umhverfi eða athöfn getur fært tilhugsun- ina um persónur upp í hugann.“ Thanos og Giorgos telja að þessi aðferðafræði henti ákaflega vel fyrir verk á borð við Bakkynjur Evripídesar. Þeir völdu ekki að vinna við þetta verk vegna þess að það tilheyri grísku klassíkinni og að þeir sem Grikkir séu á einhvern hátt tengdari því en aðrir. Verkið einfaldlega veki áhuga þeirra og kallist svo hraustlega á við fjöl- margar spurningar sem maðurinn stendur frammi fyrir í dag; jafnt í persónulegu, pólitísku og trúar- legu tilliti. „Leikritið tekst á við það sem við kjósum að kalla grund- vallarjöfnur, varpar þeim fram og hvetur viðtakandann til þess að leita lausna. Í okkar huga er það ekki síst leitin að lausninni sem gerir okkur að betri manneskjum og stuðlar að framþróun. Í Bakk- ynjum er verið að takast á um reglu og kaos, austur og vestur, stöðu og hlutverk kvenna og karla, þekkingu og stjórnun sjálfsins, aðkomumann í fastmótuð samfé- lagi, hlutverk og hroka valdsins, trú og trúleysi, vímu og skýrleika og ótal fleiri spurningar sem verk- ið dregur upp andstæðukenndar myndir af. Okkar hlutverk og allra sem að sýningunni koma er ekki að finna lausnirnar að þessum jöfnum heldur draga upp af þeim skýra og áhugaverða mynd sem hvetur fólk til þess að velta þeim fyrir sér. Ef þetta tekst þá er markmiðum okkar náð. Þess vegna viljum við meina að það leikhús sem við erum að skapa leggi í senn traust og ábyrgð á áhorfandann.“ Þeir Thanos og Giorgos leggja alltaf mikla áherslu á að heildar- upplifun áhorfandans sé ekki bund- in af einni skynjun umfram aðra. Sem dæmi um þetta nefna þeir hljóðmynd uppfærslunnar sem er eins og þroskasaga manneskju frá rokkuðum unglingsárum til fág- aðri tónlistar og loks innhverfra tóna síðustu andartakanna. „Við verðum að hugsa til þess að hver og einn áhorfandi upplifir sýning- una á sinn hátt, tekur inn ólíka þætti og er öðruvísi samansettur en sessunautur hans. Hvert og eitt okkar þarf að leitast við að feta nýjar og ókannaðar slóðir sjálfsins og það er meðal þess sem Bakkynj- ur Evripídesar fjalla um. Alsæla vímunnar gerir bakkynjunum kleift að kanna nýja reynslu og möguleika og verða aðrar persón- ur en þær eru í hversdaglegu lífi. Þær ganga langt út yfir mörk skyn- seminnar og afleiðingarnar eru skelfilegar, í því felst harmleikur. Með slíkum hætti reyndu Grikk- irnir að skapa innan leiklistarinnar áhugaverða umræðu um heim- speki, siðferði og stjórnmál – bera möguleikana á borð fyrir áhorf- endur og hvetja fólk til þess leita svara sem er frelsandi í sjálfu sér. Við verðum að treysta áhorfendum til þess að taka þátt í heildarsköp- uninni og halda henni áfram eftir að sýningunni sleppir. Það sem er svo stórkostlegt við tragedíuna er hvernig hún virkjar það sem er sammannlegt. Eitthvað sem við öll þekkjum og skiljum, nefnilega sársaukann. Í uppfærslu okkar notum við sársaukann til þess að tengjast áhorfendanum og skapa kvöldstund sem lifir með honum og hann tekst á við með sínum hætti. Það sem er erfiðast er að skilja eftir hæfilega mikið rými innan sýningarinnar fyrir áhorf- andann til þess að stíga þar inn og fullkomna heildaráhrifin með nær- veru sinni og úrvinnslu.“ Það er greinilega hjartans mál fyrir þá Thanos og Giorgos að koma þessari sýn sinni á leikhús- vinnuna áleiðis. Láta ekki staðar numið við hugmyndafræðina held- ur láta á hana reyna. Á undirbún- ingstímabilinu deildu þeir því ferl- inu með fólki utan sýningarinnar. „Það komu til okkar ungir list- dansnemar, myndlistarnemar, rit- höfundar og bara fullt af áhuga- sömu fólki. Við buðum þeim menntun, umræðu og gáfum þeim tækifæri til þess að taka þátt í ferlinu og þátttaka þessa fólks gaf okkur í hópnum líka ótal margt til baka.“ Bakkynjur Evripídesar er um 2.500 ára gamalt verk og því er óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort og þá hversu mikið erindi verkið eigi til nútímaáhorfenda norður á Íslandi. En í huga Thanos- ar og Giorgosar er verkið svo tímalaust og sammannlegt að það mun ávallt eiga erindi til fólks hvar og hvenær sem er. Þessu til stuðnings benda þeir á að þeim finnst engin munur á því að vinna sýningu fyrir íslenska áhorfendur, gríska eða annars staðar í veröld- inni ef því er að skipta. „Þetta verk er um lífið sjálft og harm- leikurinn felst í að hafna stað- reyndum þess eins og Penþeifur gerir. Hann berst gegn staðreynd- inni um líf og dauða og það er það sem gerir hann að hetju. Móðir hans sundurhlutar líkama hans í æði vímunnar, rétt eins og við erum öll af móður jörð komin og hún hlutar okkur í sundur í gröf- inni að degi okkar liðnum. Einfald- leikinn, óhugnaðurinn og fegurð- inn í þessari sögu gerir Bakkynjur að tímalausu meistaraverki.“ Hátíðleg sálmaskífa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.