Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 62
„Þetta er alveg pottþéttur mekan- ismi,“ segir Ástbjörn Egilsson, kirkjuhaldari í Dómkirkjunni, en það eru einmitt klukkur þeirrar kirkju sem hringja jólin inn klukkan sex í kvöld. Klukkurnar eru ekki tölvustýrð- ar eins og margir kynnu að halda held- ur trekkir Ástbjörn þrjú lóð einu sinni í viku og setur þær síðan af stað úti í húsi. „Það er ákveðið ritú- al að hringja til messu. Við byrjum hálftíma fyrir messu með einni klukku, svo hljóma tvær korteri fyrir og klukkan sex hringja þær allar þrjár,“ útskýrir Ástbjörn sem er í engri sérstakri viðbragðs- stöðu þótt klukknahringingin á aðfangadag sé ein sú mikilvæg- asta á árinu. „Enda hafa þær aldrei klikkað,“ segir hann. Séra Hjálmar Jónsson, dóm- kirkjuprestur, segir að starfsmenn Dómkirkjunnar hafi verið á fullu við að undirbúa jólamessuna. Kór- inn hefur verið á stífum æfingum og Hjálmar sjálfur hefur ekki látið sitt eftir liggja en eins og sýnt var frá í kvöldfréttum Ríkissjónvarps- ins hefur presturinn verið í stífri söngþjálfun að undanförnu enda gegnir hann mikilvægu hlutverki í jólahaldinu. „Þetta er mikill heið- ur, að vera presturinn sem syngur inn jólin,“ segir Hjálmar. „Og ég tek þessu hlutverki af mikilli auð- mýkt og þakklæti,“ bætir hann við. Hjálmar segist ekki finna fyrir neinu stressi þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar muni hlusta. „Við erum öll sömu megin við borðið, að þakka Guði fyrir jólin og svo leiði ég hugann ekki að því að fólk mæti í messu til að leita eftir einhverjum misferlum,“ segir Hjálmar. Klukkurnar hafa aldrei klikkað „Nei, hann hefur ekki alltaf sung- ið, byrjaði á þessu þegar hann var sex ára,“ segir Díana Þyri Einars- dóttir en sonur hennar, Alexander Jarl Þorsteinsson, hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn sem minnir frekar á karlmannlegan tenór en brostna táningsrödd. Alexander var reyndar upptekinn þegar Fréttablaðið hringdi út til Vestmannaeyja á föstudag enda var hann að halda upp á þrettán ára afmæli sitt. Alexander tók nýverið upp plöt- una O Sole Mio ásamt Sigurði Rún- ari Jónssyni, betur þekktum sem Didda fiðlu, og segir Díana að upp- haflega hugmyndin hafi verið að eiga þessa rödd á geisladiski til minningar. „Síðan skemmtu þeir félagarnir sér svo rosalega vel að það var ákveðið að gera þetta almennilega,“ útskýrir Díana. Alexander sjálfur er mikill óperuunnandi og upplýsir strákur- inn að hann vilji helst fá óperu- uppfærslur á mynddiskum í jóla- gjöf en móðir hans segir að þær geti hann horft á svo tímunum skipti. Alexander segir að áhuginn á óperusöng sé þó fyrst og fremst afa sínum að þakka. „Hann á bústað í Grímsnesi og þangað er klukku- tíma akstur frá Bakka,“ segir stór- söngvarinn. „Hann var alltaf með upptökur af Robertino og þaðan er áhuginn kominn,“ bætir Alexand- er við og Díana segir heimilisfólk- ið hafa rekið upp stór augu þegar drengurinn vildi bara hlusta á óperur og söng eins og ítalska undrabarnið. „Þetta var ekki alveg í takt við þá tónlist sem við höfum verið að hlusta á,“ segir hún og hlær. Díana bætir því síðan við að Alexander syngi lítið sem ekkert á íslensku, kjósi frekar ítölskuna fram yfir hið ylhýra. „Hann kann brekkusönginn og þjóðsönginn,“ útskýrir hún. Það var aftur á móti ekki auðvelt fyrir svona ungan strák að hafa þennan einstaka hæfileika og segja mæðginin að krakkarnir í skólanum hafi ekki alveg meðtekið þetta í byrjun. „Mér var stundum strítt á þessu en það er alveg hætt,“ segir Alexander sem er nemi í áttunda bekk Hamraskóla. Alexander segist líta mikið upp til þeirra Jóhanns Friðgeirs og Garðars Cortes en í mestu eftirlæti sé ítalski hetjutenórinn Luciano Pavarotti. „Þeir eru samt bestir þrír saman, Pavarotti, Carreras og Dom- ingo,“ segir Alexander. ...fær Atli Freyr Steinþórsson sem lætur sér ekki detta í hug að breyta jólakveðju Ríkisút- varpsins og mun halda fast í ævafornar hefðir klukkan 17.59:57 í kvöld. Dreymir um frí á Páskaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.