Fréttablaðið - 31.12.2006, Page 11
mynda neitað að viðurkenna
úrskurði búlgarskra dómstóla í
allt að tvö ár.
En Klaus Jansen, sérfræðingur í
skipulagðri glæpastarfsemi og
forseti sambands þýskra rann-
sóknarlögreglumanna, segist ótt-
ast að það muni taka mörg ár að
uppræta spillingu í búlgörsku lög-
reglunni og dómskerfinu. Jansen
samdi skýrslu um stöðu þessara
mála fyrir framkvæmdastjórn
ESB fyrr á þessu ári.
Að sögn Jansens héldu sumir
þeirra lögreglumanna sem voru í
starfi á kommúnistatímanum
áfram eftir umskiptin, á meðan
aðrir hættu að þjóna ríkinu og
gengu öflum á hönd sem skapað
hafa hina blómstrandi undirheima
í landinu, enda eru margir reiðu-
búnir að „stytta sér leið“ að vel-
meguninni þegar fátækt og at-
vinnuleysi blasir annars við.
Nýlega tilkynntu brezk yfirvöld
að þau myndu senda rannsóknar-
lögreglumenn til Austur-Evrópu-
landa til að efla starfsaðferðir þar-
lendra kollega í að berjast gegn
glæpum. Ákvörðunin endurspegl-
ar ótta um að rúmensk og búlgörsk
glæpagengi séu tilbúin að nýta sér
ESB-aðildina til að flytja skipu-
lagða glæpastarfsemi út til hinna
aðildarríkjanna.
Boris Velchev var fyrr á þessu ári
skipaður nýr ríkissaksóknari Búlg-
aríu, en skipan hans vakti vonir
um að barátta búlgarskra yfir-
valda við hina grasserandi glæpa-
starfsemi styrktist. En hann viður-
kennir að leigumorð og smygl á
fólki og eiturlyfjum séu enn vanda-
mál sem séu erfið við að glíma.
Velchev hefur ráðið fyrrver-
andi saksóknara frá Hollandi sem
ráðgjafa í viðleitninni til að losa
lögreglu- og dómskerfið við spillta
og vanhæfa starfsmenn.
„Við eigum undantekningalaust
að uppræta spillinguna í öllum
sínum myndum, bæði meðal lágt
og hátt settra. Engum ætti að finn-
ast hann vera ósnertanlegur,“ tjáði
hann blaðamönnum.
Nú þegar að því er komið að
stíga skrefið sem allt stjórnkerfi
landsins hefur stefnt að svo lengi
og fjölmiðlar í landinu hafa lýst
sem „lokaáfanganum að frelsi og
lýðræði“ er almenningur í landinu
á báðum áttum hvað sér eigi um
það að finnast.
Þrátt fyrir opinbera bjartsýni er
ekki laust við að uggur sé í sumum
yfir því að þurfa að uppfylla
strangari staðla og kröfur ESB,
og samkeppnina á hinum opna
innri markaði Evrópu. Margir
binda þó vonir við að ESB-aðildin
hjálpi til við að festa lög og reglu í
sessi.
„Við erum augljóslega ófær um
að taka til í okkar eigin ranni,“
hefur AP-fréttastofan eftir Albenu
Milanovu, 38 ára gamalli kennslu-
konu. „En Evrópusambandið mun
láta okkur gera það.“
© GRAPHIC NEWS
Hóf aðildarvið-
ræður í október
2005 en hlé hefur
nú verið gert á þeim.