Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Strand flutningaskipsins Wilson Muuga við Hvalsnes á Reykjanesi hefur vakið menn til umhugsunar um hættuna á veru- legri olíumengun sem orðið getur hér við land. Siglingar við landið eru ekki hættu- lausar og sagan segir frá fjölmörgu skips- strandinu og óhugnanlegu manntjóni við strendur landsins. Það er því nauðsynlegt að læra af fenginni reynslu svo forða megi slysum í framtíðinni. Tilgangurinn með því að dæla olíu Wilson Muuga í land var sá að afstýra umhverfis- og mengunarslysi, en á strandstað er fuglamergð mikil yfir vetrartímann og auk stórra flokka æðarfugla eru á þessum slóðum helstu vetrarstöðvar tegunda á válista s.s. toppskarfs. Betur fór en á horfðist við að ná olíunni úr skipinu og frá því fyrir jól hefur verið unnið sleitulaust að því að forða því að olían hafnaði í sjónum. Starfsmenn Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar hafa unnið afar faglega að þessu í samstarfi við þyrlusveitir Landhelg- isgæslunnar, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, Framtak og starfsmenn sýslumannsins í Keflavík. Þá veittu björgunarsveitarmenn ómetanlega aðstoð á strand- stað og tóku að sér að vakta fjöruna og kanna hvort olíumengunar yrði vart. Olíudælingin gekk fumlaust og áhugavert var að fylgjast með því hve skipulega var gengið til verks. Eiga þeir fjöl- mörgu sem komu að þessari vel heppnuðu björgun þakkir skyldar. Nú þegar bráðaaðgerðum til að forða mengunarslysi við Hvalsnes er lokið tekur við almenn og tímafrekari hreinsun þar sem flak skipsins verður fjarlægt af strandstað. Þetta strand leiðir vissulega hugann að sigl- ingum stórra skipa hér við land. Sérstaklega þeirra sem flytja olíu eða annan hættulegan farm. Því hefur verið spáð að hér við land muni siglingar skipa sem flytja olíu og gas aukast til muna frá því sem nú er. Olíuslys hér við land af völdum slíkra skipa myndu valda verulegum umhverfis- og efnahagsskaða. Öryggi skipaferða í haf- inu umhverfis landið skiptir okkur því miklu, ekki aðeins fyrir umhverfið heldur einnig ímynd okkar sem seljendur fisks og annarra matvæla. Það hefur sýnt sig að við eigum þjálfað fólk til að takast á við mengunaróhöpp sem verða af skipssköð- um eins og þeim við Hvalsnes, en besta leiðin til að vernda nátttúruna er að fyrirbyggja eins og kostur er að slíkir atburðir eigi sér stað hér uppi í landsteinun- um. Bestu fyrirbyggjandi aðgerðirnar eru þær að setja reglur sem halda siglingaleiðum olíuskipa og annarra skipa með sambærilegan farm vel frá land- inu. Að því eigum við að vinna á næstu vikum og mán- uðum. Höfundur er umhverfisráðherra. Vel að verki staðið við Hvalsnes Undanfarið ár hefur meðal annars einkennst af áframhald- andi sókn íslenskra fyrirtækja á markaði erlendis. Er nú svo komið að varla er opnuð skóbúð á Lauga- veginum án þess að verslunarstjór- inn láti hafa eftir sér í fjölmiðlum að hér sé einungis um fyrsta skrefið að ræða, framundan sé Skandinavíu- markaður og Stóra-Bretland, þekkt sé að íbúar þessara landa hafi aldrei kunnað að selja skó og því séu tækifærin óendanleg. Vanalega er einhver brjálsemisglampi í augum viðmælandans, frásagnir af milljarða og aftur milljarða gróða útrásarfyrirtækjanna gera alla viðskiptamenn uppspennta svo ekki sé meira sagt. Hví að norpa yfir þúsundköllum hér heima þegar heilu fjársjóðirnir bíða þess eins að duglegir Íslendingar grafi þá upp. Þetta er alveg ótrúleg þróun og það eru ekki mörg ár síðan Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna var næstum eina fyrirtækið sem bauð upp á starfs- frama erlendis. En við Íslendingar erum langt í frá eina þjóðin sem hefur orðið vitni að þessari þróun. Heimsviðskiptin aukast með hverjum deginum sem líður, peningar þekkja engin landa- mæri, flutningskostnaður lækkar, fjarskiptatækni eykst og mannauður fylgir fjármagninu. Alþjóðavæðingin er gríðarlegt tækifæri en um leið, eins og gjarnan er, heilmikil ógn. Í Kína, Indlandi og Austur-Evrópu bíður yfir milljarður vinnufúsra ein- staklinga sem eru tilbúnir að vinna baki brotnu fyrir brot af því sem við teljum vera mannsæmandi laun. Fátæku löndin soga til sín vinnuna, frá dýru og ríku löndunum. Þessi þróun mun halda áfram á næstu árum og sennilega mun heldur herða á henni ef eitthvað er. Vesturhluti Evr- ópu er viðkvæmur fyrir þessari sam- keppni, laun eru há og vinnumarkað- urinn stífur og flókinn. Það er því ánægjulegt að sjá hlutdeild Evrópu (ríkjanna 15 í ESB fyrir stækkun) í heimsviðskiptunum. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild þeirra verið um 15% af heimsversluninni og aukin alþjóða- væðing virðist ekki hafa dregið úr því hlutfalli. Best standa Evrópuríkin sig í verslun með vörur sem krefjast tiltölulega hás tæknistigs sem og með vörur sem erfitt er að líkja eftir. Jafn- framt er Evrópa framarlega í við- skiptum með þjónustu og einnig með vörur sem kalla á miklar fjárfesting- ar í framleiðslutækni. Í ljósi þess sem ég nefni hér að ofan um alþjóðaviðskiptin er ein lexía sem skiptir okkur virkilega miklu máli. Hún er sú að við verðum að halda áfram að efla menntakerfið í landinu. Alþjóðavæðingin er stór- kostlegt tækifæri fyrir Ísland en til þess að við getum nýtt okkur það þá verðum við að halda rétt á spöðun- um. Vísindi og menntun er eina svar- ið sem hinar ríku vestrænu þjóðir eiga gegn ódýru vinnuafli Asíu, Afr- íku og Austur-Evrópu. Framlög hafa verið aukin gríðarlega til mennta- mála á síðustu árum og það hafa orðið miklar breytingar á mennta- kerfinu til hins betra. Háskólaum- hverfið hefur meðal annars tekið stakkaskiptum og við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hlutfallslega mestu í rannsóknir og þróun. Það er undarleg kenning sem stundum er haldið á lofti að íslensk stjórnvöld vilji bara byggja upp stór- iðju og sinni í engu vísindum, mennt- un og hátækni. Ef sanngirni er gætt þá blasir við allt önnur mynd. Nóg er að benda á fjármálageirann sem er auðvitað ekkert annað en hugvitsiðn- aður á hæsta stigi, sama gildir um líf- tækniiðnaðinn o.s.frv. En það er að sjálfsögðu margt ógert og margt sem betur má fara í mennta- og vísinda- málum okkar. Það er ekki nóg að hið opinbera auki sífellt fjármuni til menntamála, við verðum að finna leiðir til að nýta þá fjármuni betur en nú er gert. Ræða skólameistara Verkmennta- skólans á Akureyri nú á dögunum hreyfði við mörgum. Það er einhver ástæða til fyrir því að margir fram- haldsskólanemar líta svo á að þeir þurfi ekki að stunda nám sitt af krafti. Ætli nemendurnir misskilji fréttirnar um gróða fyrirtækjanna og sigra þeirra á erlendri grund og haldi að slíkt komi af sjálfu sér? Og getur það verið að þeir haldi að mikil og næg atvinna sé náttúrulögmál, að það séu til störf sem þeir geti gengið að sem vísum? Stjórnvöld, skólafólk og foreldrar hafa hér verk að vinna. Við verðum að nýta velgengi okkar þessa dagana til að búa í haginn fyrir framtíðina en það er lítið gagn í rúm- góðum skólastofum, nýtísku tækja- kosti og samviskusömum kennurum ef nemendurnir eru annars hugar. Umræða um menntamál hefur alltof lengi einskorðast við kaup og kjör kennara. Það er nauðsynlegt að við ræðum þetta mikilvæga mál í víðara samhengi, hvernig nýtum við fjár- magnið sem best, hvaða aðferðir skila okkur mestum árangri og hvernig hvetjum við nemendur til dáða. Það er ekkert unnið með dýru menntakerfi einu og sér, en við eigum aftur á móti allt undir framúr- skarandi skólum og góðri menntun. Ég vil óska lesendum Fréttablaðs- ins gleðilegs nýs árs og þakka þeim kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Útrás og menntun Þ að ár sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Brottför varnarliðs Bandaríkjanna eftir meir en hálfrar aldar veru í landinu markaði vissulega mót tveggja tíma. Hjá því getur ekki farið að í kjölfar þess verður að ýmsu að hyggja varðandi stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Íslensk fyrirtæki hafa enn á ný brotið nýjar lendur í fjárfest- ingum erlendis. Þar er unnið af metnaði og skarpskyggni í nýju alþjóðasamfélagi viðskipta. Það hefur opnað smáum þjóðum ekki síður en þeim stærri ný tækifæri. En hvað sem öllu þessu líður má færa fyrir því gild rök að á þessu ári hafi mestu máli skipt ræða Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, 25. febrúar. Þar var lýst því markmiði skólans að komast í fremstu röð vísinda- og kennslustofnana. Einhverjum kann að hafa brugðið í brún. Vonandi er það svo að sem allra flestir hafi hrokkið við. Víst er að þetta er hátimbrað verkefni. Það kallar um margt á nýja hugsun og krefst framsýni með trú á fjárfestingu í menntun. Kjarni þessa máls er þó sá að þetta markmið er ekki hærra en það sem fámenn og fátæk þjóð setti sér fyrir meir en öld: Að eign- ast eigin háskóla. Sú þjóð er nú í hópi þeirra ríkustu. Því marki hefur hún náð ekki síst fyrir þá sök að hún er ágætlega menntuð. Að baki febrúarræðu háskólarektors lá vönduð og markviss stefnumörkun innan skólans. Niðurstaðan var með vissum hætti svar við spurningu menntamálaráðherra sem skotið var fram við upphaf þeirrar vinnu. Ráðherrann spurði einfaldlega hvað til þyrfti svo að Háskólinn mætti komast í hóp þeirra hundrað bestu í heiminum. Svarið var afdráttarlaust. Nú stendur upp á stjórnmálin í landinu að sýna fram á hvernig Háskólinn fær framlög og getur að öðru leyti aflað tekna til þess að gera það sem til þarf svo að markmiðinu megi ná. Sýnt hefur verið fram á með rannsókn á íslenska hagkerfinu að nærri lætur að helmingur allrar framleiðniaukningar á rætur í fjárfestingu í háskólamenntun. Þessi staðreynd segir þá sögu eina að ekki er unnt að ganga út frá því sem vísu að við höldum stöðu landsins í hópi þeirra ríkustu ef við eigum ekki háskóla sem stenst samanburð við það besta. Ræða háskólarektors getur vitaskuld fallið í gleymsku og dá. Það hefur áður orðið hlutskipti margs sem vel hefur verið hugs- að og sagt. Slíkt bæri hins vegar vott um skammsýni sem þjóðin hefur ekki efni á. Við áraskipti fyrir meir en öld brýndi Hannes Hafstein landa sína af skáldlegum þrótti til þess að þora að fylgja réttu og horfa hátt. Og það á engu síður við nú að „hika ei við það mark, sem vel er sett“. Enginn á að þurfa að fara í grafgötur um að það er vel sett mark að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Verði það að veru- leika má lengi hafa þetta ár í minnum. „Hika ei við það mark sem vel er sett“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.