Fréttablaðið - 31.12.2006, Page 20
Árið 2007 ber með sér vonir og væntingar um nýja tíma. Það
liggur í loftinu að nú sé kominn
tími til að breyta. Þessi áramót
marka upphaf kosningaárs og síð-
asta kjörtímabil ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks er senn á enda. Sú stjórn
hefur lokið hlutverki sínu. Eftir
kosningarnar í vor er tækifæri til
að mynda nýja ríkisstjórn. Ég er
sannfærð um að flestir vilja frjáls-
lynda jafnaðarstjórn. Hún verður
ekki til án Samfylkingarinnar.
Alvarleg mistök og röng forgangs-
röðun hafa einkennt þetta kjör-
tímabil. Siðferðisbrestur stjórn-
valda í Íraksmálinu er óuppgerður,
gömul hleranamál fást ekki upp-
lýst, varnarviðræðurnar voru
klúður frá upphafi til enda, valdi
hefur verið misbeitt, hagstjórn
setið á hakanum, átök við lífeyris-
þega hafa verið árviss atburður,
skattbyrði hefur þyngst hjá þorra
fólks og misskipting auðs og tekna
hefur aukist meira en í flestum
öðrum löndum.
Hagstjórnarmistök hafa
valdið miklum sveiflum í efna-
hagslífinu og flóttinn frá krónunni
hefur sett svip sinn á nýliðið ár.
Allir sem einhvers mega sín s.s.
stórfyrirtæki og efnamenn taka
sín lán í evrum eða öðrum erlend-
um myntum á hóflegum vöxtum.
Eftir situr íslenskur almenningur
með krónulán – ýmist vísitölu-
tryggð eða á okurvöxtum. Höfuð-
stóll húsnæðislána hækkar ár frá
ári vegna verðbólgunnar þó
stöðugt sé greitt af lánunum. Þessi
kostnaður vegna hagstjórnarmis-
taka mun fylgja húsnæðiskaup-
endum inn í framtíðina.
Einstaklingar og smáfyrirtæki
sem ná ekki endum saman um
mánaðarmót greiða þó hæsta
reikninginn. Í nóvember sl. námu
yfirdráttarlán til fyrirtækja um
112 milljörðum og til heimila 70
milljörðum. Af þessum lánum eru
nú greiddir 21-23% okurvextir
sem þýðir að vaxtabyrði fyrir-
tækjanna er um 24 milljarðar og
heimilanna um 14 milljarðar. Ég
fullyrði að það er engin betri
kjarabót til fyrir íslenskan
almenning en að losna undan verð-
tryggingu og því vaxtaokri sem
fylgir íslensku krónunni. Raun-
vextir á evrusvæðinu eru 1.2-
2.2%. Lægra skatthlutfall í tekju-
skatti og virðisaukaskatti er hjóm
eitt í þeim samanburði.
Þeir sem hafna allri umræðu
um aðild að Evrópusambandinu
verða að svara því af hverju
íslenskur almenningur á að greiða
fórnarkostnaðinn af því að halda
hér uppi sjálfstæðri mynt.
Mikil verkefni bíða nýrrar ríkis-
stjórnar á sviði velferðarmála.
Mikilvægast er að leysa vanda
allra þeirra öldruðu hjúkrunar-
sjúklinga sem fá enga úrlausn eða
þurfa að deila herbergi með öðrum
á hjúkrunarheimilum. Þetta er
vanvirðing við þá kynslóð sem
byggði upp íslenskt velferðarsam-
félag. Verkefnið þolir enga bið.
Hnattvæðingin hefur birst
okkur Íslendingum með afgerandi
hætti. Annars vegar með mikilli
útrás íslenskra fyrirtækja á
erlenda markaði og hins vegar
með verulegri fjölgun erlendra
ríkisborgara á íslenskum vinnu-
markaði. Hvort tveggja hefur
stuðlað að verðmætasköpun og
bætt lífskjör Íslendinga.
Hnattvæðingin er staðreynd og
felur í sér ótal tækifæri fyrir
íslenska þjóð ef við tökum skyn-
samlega á málum. Hún gerir hins
vegar kröfur til þess að við fjár-
festum umtalsvert í grunngerð
samfélagsins – ekki síst samgöng-
um og menntun – og komum á því
jafnvægi í atvinnu- og efnahags-
málum sem getur rennt stoðum
undir atvinnulíf framtíðarinnar,
hátækni og aðrar þekkingargrein-
ar.
Félagsleg undirboð á vinnu-
markaði og þ.a.l. lakari lífskjör
geta fylgt auknu aðstreymi vinnu-
afls en raunhæfasta leiðin til að
takast á við það er að tryggja inn-
flytjendum og innfæddum sömu
réttindi á vinnumarkaði og sömu
laun fyrir sömu vinnu.
Íslenskt samfélag er ekki komið
inn í 21. öldina í samgöngumálum.
Þrátt fyrir stóraukna umferð á
vegum landsins og 40% hækkun
skatttekna ríkissjóðs af ökutækj-
um landsmanna hafa framlög til
vegamála dregist saman um fjórð-
ung á kjörtímabilinu. Mörg svæði
á landsbyggðinni búa við skerta
grunnþjónustu vegna skorts á
samgöngum og öryggi á vegum úti
er verulega ábótavant. Ný ríkis-
stjórn þarf að hefja stórsókn í
vegamálum, svo jafna megi
aðstöðu landsmanna óháð búsetu.
Vel menntað fólk er mikilvæg-
asta auðlind hverrar þjóðar. Ísland
á að vera í fremstu röð og verður
þ.a.l. að fjárfesta skynsamlega í
menntun til að mæta þörfum nýrra
tíma. Samfylkingin hefur sett
fram tillögur í menntamálum sem
byggjast á þeirri grundvallar-
hugsun að allir geti lært og eigi að
fá tækifæri til þess. Tillögurnar
fela í sér átak gegn brottfalli, nýtt
tækifæri fyrir fólk með litla form-
lega menntun, aukið frelsi í rekstri
og námsframboði framhaldsskól-
anna, öflugra háskólastig og mark-
vissan stuðning við rannsóknar-
og þróunarstarf.
Síðast en ekki síst þarf þjóðin
ríkisstjórn sem getur stuðlað að
breiðri sátt um náttúruvernd og
orkunýtingu. Ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa dregið taum stóriðju
allan síðasta áratug og þeim er
einfaldlega ekki treystandi til að
skapa sátt milli andstæðra sjónar-
miða í þessu mikilvæga hags-
munamáli okkar og komandi kyn-
slóða. Samfylkingin tókst á við
þetta erfiða verkefni og er eini
flokkurinn sem hefur sett fram
raunhæfar tillögur til sátta. Sú
skýra stefna sem birtist í Fagra
Íslandi er vegvísirinn sem við
þurfum. Þar er lagt til að lokið
verði gerð rammaáætlunar um
náttúruvernd sem myndi tryggja
að í fyrsta sinn lægju fyrir lykil-
upplýsingar um verðmæt náttúru-
svæði í landinu, svo forða megi
því að teknar séu ákvarðanir um
að fórna fágætum náttúruperlum
á grundvelli vanþekkingar.
Samfylkingin gengur bjartsýn til
kosninga í vor vegna þess að hún
hefur unnið heimavinnuna sína.
Við höfum lausnir á þeim vanda-
málum sem blasa við. Við höfum
skýra framtíðarsýn fyrir íslenskt
samfélag með hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar um frelsi, jafnrétti og
samábyrgð að leiðarljósi. Við
erum tilbúin að leiða nýja ríkis-
stjórn sem tekst á við krefjandi
verkefni af ábyrgð og stjórnfestu
Við skynjum að kjósendur kalla
á breytingar og nýjar lausnir. Við
erum tilbúin!
Ég óska landsmönnum öllum
árs og friðar, þakka samfylgdina á
liðnu ári og hlakka til samstarfs-
ins á því ári sem nú fer í hönd.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar
Til móts við nýja tíma
Ágætu landsmenn. Enn nálgast áramót og þá er tími til að
skyggnast yfir árið sem er að
hverfa og reyna að sjá inn í næstu
framtíð. Það sem blasir við á
Íslandi um þessar mundir er ótrú-
leg gróska í menningarlífi, list-
sköpun, hönnun, rannsóknum og
menntun. Þessi gróska sýnir kraft
og þor þjóðarinnar og um leið heil-
brigðan og sterkan þjóðarmetnað.
Hið sama blasir við þegar litast
er um á vettvangi viðskiptalífsins
og atvinnulífsins. Í landinu er
mikil velmegun og rífandi atvinna
fyrir allar fúsar hendur og hugi.
Við höfum ekki komist hjá að sjá
vaxandi misskiptingu auðs og
tekna, enda þótt þeir tekjulægstu
hafi reyndar líka fengið miklar
kjarabætur á síðustu árum. Til
þess að mæta þessu þarf þjóðin að
stefna að meira jafnvægi og var-
anlegum stöðugleika í hagþróun-
inni.
Og þetta hefur einmitt verið að
gerast á síðara hluta ársins, eftir
að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
þessa veru tóku að móta efnahags-
framvinduna. Verðbólguhitinn er
að hjaðna og þannig næst góð við-
spyrna til umbóta.
Á árinu sem er að líða náði
þjóðin þeim árangri undir forystu
ríkisstjórnarinnar að gerðir voru
víðtækir samningar við samtök
aldraðra annars vegar og hins
vegar við samtök á vinnumarkaði.
Þessir samningar munu hafa mikil
áhrif á samfélagsþróunina á næstu
árum. Mjög róttækar umbætur
hafa á þessum grundvelli verið
gerðar á bóta- og velferðarkerfum
landsmanna, og er þess að vænta
að allur almenningur verði þessa
var þegar kemur fram yfir ára-
mótin.
Framundan á komandi ári eru
síðan verulegar verðlækkanir á
matvöru sem munu nýtast öllum
almenningi sem veruleg kjarabót.
Þessar kjarabætur allar nýtast
vissulega öllum á einn og annan
hátt, en umfram allt koma þessar
umbætur þeim til góða sem minnst
hafa og mest eru þurfandi.
Á árinu sem er að líða urðu
miklar umræður og deilur um iðn-
aðarmál og raforkuvirkjanir á
hálendinu. Sl. haust lagði auðlinda-
laganefnd alþingis og ríkisstjórn-
arinnar fram skýrslu sem boðar
þjóðarsátt um þessi mikilvægu
mál. Þar er bent á leiðir til þess að
undirbúa og móta á næstu þremur
árum heildaráætlun sem feli í
senn í sér yfirlit um hugsanlega
nýtingarkosti og nýtingarsvæði í
landinu og einnig um þá staði og
svæði sem ekki er talið koma til
greina að raska af umhverfis-
ástæðum.
Þess er að vænta að Alþingi
afgreiði á vorþinginu lög um þessi
mikilvægu mál. Öll viljum við
sýna landinu okkar ást okkar og
virðingu í verki, og með þessari
væntanlegu löggjöf verða kafla-
skil á þessu sviði. Á næsta vori
verða einnig þau tímamót í stór-
framkvæmdunum á Austurlandi
að framleiðsla hefst og fer að skila
allri þjóðinni arði. Eru allar ástæð-
ur til að fagna þeim áfanga fyrir
hönd allra landsmanna.
Mikilvægasta umbótasviðið til
lengri tíma litið er framþróun
þekkingarsamfélagsins og efling
menntastofnana, rannsókna,
tækniþróunar og vísinda. Þarna er
vaxtarbroddur gróandi þjóðlífs í
framtíðinni með fjölgandi og batn-
andi lífstækifæri fyrir komandi
kynslóðir. Í þessu er mikilvægt að
tryggja að engir samfélagshópar
verði út undan og að allar byggðir
í landinu njóti ávaxta af framþró-
uninni.
Allmörg mál sem snerta menn-
ingarmál og menntun verða á
næstunni til umfjöllunar alþingis
og stjórnvaldanna. Má þar nefna
málefni Nýsköpunarmiðstöðvar,
Vísinda- og nýsköpunarráðs og
fleiri.
Á árinu sem senn lýkur urðu
miklar breytingar á ríkisstjórn
Íslands. Margháttaðar breyting-
ar hafa orðið á vettvangi stjórn-
málanna. Og þess er að minnast
að Framsóknarflokkurinn varð
níutíu ára hinn 16. desember sl.
en flokkurinn er elsti stjórnmála-
flokkur þjóðarinnar. Við þetta
tækifæri komu framsóknarmenn
saman víða um landið og treystu
samhug og flokksvitund til vask-
legra átaka á komandi mánuð-
um.
Allt frá upphafi hefur Fram-
sóknarflokkurinn verið framfara-
sinnaður umbótaflokkur svo sem
uppruni hans og stefnuyfirlýsing-
ar bera með sér. Þetta felur í sér
að flokkurinn er fordómalaus um
úrlausnir aðsteðjandi vandamála
á hverjum tíma. Hann vill beita
aðferðum þekkingar og vísinda til
að ryðja framþróuninni braut á
grundvelli þeirra þjóðfélagslegu
gilda sem stefna hans byggist á.
Hann hefur í starfi sínu lagt höf-
uðáherslu á að hver kynslóð leitist
við að skila þeirri næstu betra
þjóðfélagi en hún tók við, betra
lífi, fleiri tækfærum og ríkari
menningu, þjóðfélagi þar sem
manngildið er metið meira en auð-
gildi og vinnan, þekkingin og
framtakið látið vega meira en auð-
dýrkun og auðsöfnun.
Framsóknarmenn hafa mikil-
vægan málstað að verja og sækja.
Við eigum mjög brýnt erindi við
þjóðina og flokkurinn okkar styrk-
ist með hverri nýrri kynslóð og
tekur sér stöðu fremst í fylkingar-
brjósti. Á komandi mánuðum mun
reyna á kraftinn og áræðið mun
sannast.
Ágætu landar. Kærar þakkir
fyrir kynni og samstarf. Og hug-
heilar óskir um farsælt nýtt ár.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokks
Róttækar umbætur