Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 28

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 28
gamlársdagur » Sneisafullur helgarkafli í Fréttablaðinu frá blaðsíðu 28 til 59 Eyþór Arnalds horfir fram á veginn eftir dramatískt fall hans úr pólitíkinni. » 32 Hvernig á að losa líkamann við saltát og of mikið kampavín yfir hátíðirnar? » 48 Blaðaljósmyndarar Fréttablaðsins hafa valið þær myndir sem þeir telja helst lýsa fréttum ársins sem er að líða. » 38 F imm plötur Megasar komu út á árinu sem er að líða. Endurútgefnar voru Drög að upprisu frá 1994, Þrír blóðdropar frá 1992 og Hættuleg hljómsveit & Glæpakvendið Stella frá 1990. Öllum þessum endurútgáfum fylgir auka- plata með áður óútgefnu aukaefni. „Ég á mikið af aukaefni en það er undir hælinn lagt hvort það er útgef- anlegt.“ Upptaka á frábærum tónleik- um á Púlsinum frá 1991 var gefin út í fyrsta sinn í tvöfaldri plötu og upp- taka frá flutningi Megasar á Passíu- sálmunum í Skálholti frá 2001 var gefin út fyrr á árinu. Á páskunum í ár endurtók Megas svo tónleikana í Skál- holti við góðan orðstír og aftur í Hall- grímskirkju og komust færri að en vildu á báðum stöðum. Þar að auki komu út tvær plötur þar sem aðrir listamenn spreyta sig á lögum hans, Pældu í því sem pælandi er í í flutn- ingi ýmissa tónlistarmanna og Magga Stína syngur Megas þar sem Magga Stína syngur sín uppáhalds Megasar- lög. Eftir áratuga feril verður ekki annað sagt en að Megas sé afkasta- mikill listamaður með ógrynni af efni í farteskinu. Magnús Þór Jónsson er goðsögn í lifanda lífi og mýturnar um hann eru margar. Eftir áratuga feril í tónlist verður ekki annað sagt en að hann sé einn mesti tónlistarmað- ur sem Íslendingar eiga og einn mesti snillingur í textagerð þótt snilld hans sé umdeild. Megas er sér- stök rödd í íslensku sam- félagi, kímin og kaldhæð- in, gagnrýnin og hvöss. Megas settist yfir bjór og sígó með Hönnu Björk Valsdóttur til að láta rekja úr sér garnirnar eins og hann orðaði það sjálfur. GOÐSÖGN í lifanda lífi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.