Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 31.12.2006, Qupperneq 30
„Þorri fólks tortryggir mig, ég veit ekki um hvað ég er grunaður en það er einhver tortryggni í gangi,“ segir Megas um stöðu hans í þjóðfélaginu en hann hefur í gegnum tíðina þótt umdeildur tónlistarmaður og sögur af líferni hafa farið fyrir brjóstið á fólki. „En sem betur fer hef ég ekki lent í þeirri klisju að verkin mín séu gúdderuð fyrirfram,“ bætir hann við. „Þjóðkirkjan var ekki alltof hrifin af því að ég væri að flytja Passíu- sálmana en það vakti mikla lukku þegar þetta komst inn í Skálholt. Hallgrímskirkja var líka alveg troð- full þegar við fluttum þetta þar. Þetta var ánægjulegt menningarsjokk fyrir það fólk sem var viðstatt. Það bara gerðist eitthvað,“ segir Megas og flestir voru sammála um að tón- leikarnir hafi verið magnaðir. „Eins var ofsalega gaman þegar við flutt- um þetta um páskana í Skálholti. Gamli Þeysarinn Hilmar Örn Agn- arsson er organisti þar og við náðum því í einu laginu að allir Þeysararnir voru mættir. Við höfðum stúlknakór með okkur og þar á meðal var ein ung dama sem heitir María Sól og hún fékk þá rullu að syngja á móti mér og hún var svo klár á öllu að það alveg undrun sætti. Í fljótu bragði er ekkert á árinu sem toppar þessa tón- leika.“ Megas benti á Maríu Sól á koverplöt- una Pældu í því sem gefin var út í haust og þar söng hún Víðihlíðarlag- ið. Þetta er önnur platan þar sem ýmsir tónlistarmenn flytja lög Megasar. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það voru ákveðnir toppar á plötunni þó ég vilji ekki nefna neina botna. Kvenfólkið og Trabant áttu toppana. Núna eru menn ekki eins hræddir við lögin mín og gera þetta með sínu nefi. Það er miklu skemmtilegra. Ég vil heyra aðra persónu syngja lögin og gera þau að sínum svona eins og Trabant- strákarnir gera. Þeir virkilega lifðu sig inn í þetta.“ Fleiri af ástsælustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar hafa tekið Megasarlög og gert að sínum. Þar má nefna Björgvin Halldórsson og Emilí- önu Torrini sem bæði hafa sungið Tvær stjörnur. „Ég fór ekki að fá stefgjöld fyrr en Bjöggi tók Tvær stjörnur og svo kom Magga Stína með Fílahirðinn og þá hækkaði í stefgjöldunum. Fyrir mín eigin lög fæ ég ekki háar summur. Ég er ekki mikið spilaður í útvarpi.“ Megas varð sextugur í fyrra. „Ég passaði mig á því að vera ekki á land- inu og þá var hægt að halda fína tón- leika í Austurbæ. Ég gat ekki hugsað mér að vera viðstaddur þannig að fólkið gæti skemmt sér, ég er nú nógu mikið böggaður þegar ekkert stendur til. Þetta hefði verið eins og að mæta í eigin jarðarför,“ segir hann og brosir. „Þar söng Magga Stína Fílahirðirinn frá Súrín, lag sem ég var nú flautaður útaf fyrir á sínum tíma. Þannig kviknaði sú hugmynd hennar að plötunni Magga Stína syngur Megas. Ég get ekki sagt annað en að útkoman hafi verið afskaplega flott.“ Platan Loftmynd kom út í tilefni af 101 árs afmæli Reykjavíkurborgar árið 1987 og er ein best selda plata Megasar og fyrsta platan sem seldist til jólagjafa. Á þeirri plötu er lagið um Fílahirðinn umdeilda. „Lagið er bara um dreng í Austurlöndum, þar er augljóslega karlkynsvera sem sungið er fallega til og það þótti ein- faldlega ekki góð latína. Á bakhlið- inni var líka mynd af fjölskyldu á Taílandi með mér, þetta var fín mynd en ég hélt utan um einn Taílending- inn. Það var búið að vara mig við því að ég yrði flæmdur út úr öllum stof- um Reykjavíkurborgar.“ Sem og gerðist. Árið eftir komu Höfuðlausnir sem innihélt fleiri lög sem ekki féllu í kramið. „Það þótti eitthvað tortryggilegt við þessi lög. Ég fór í stúdíó með Hilmari Erni Hilmars- syni og tók upp Drengirnir í Bang- kok og þú getur ímyndað þér að það vakti ekki mikla lukku. Ég ætlaði ekki að gefa út fleiri plötur í bili en þá kom Bubbi til mín uppljómaður og vildi gefa út plötu með mér til að bjarga gamla Gramminu. Hann hafði selst í 15 þúsund eintökum árið áður og bjóst við að selja það sama jafnvel þótt ég væri með. En þar átti ég tvö lög sem settu mig algjörlega út úr þjóðfélaginu. Litlir sætir strákar hafa nú ekki ennþá fengið uppreisn æru en Tvær stjörnur komu allt í einu á sjónar- sviðið í flutningi annarra og þótti hin besta músik.“ Megas hikar þegar hann er spurður hvort hann hafi ekki verið tekinn í sátt í þjóðfélaginu í dag. „Ekki endi- lega ég, en börnin mín, lögin mín, hafa verið það, þau hafa öðlast nýtt líf.“ Megas gaf út plötu með Súkkat í fyrra en hann hefur spilað einna mest með Súkkat-mönnum undan- farið. „Sú plata lenti á biksvörtum lista. Ég var mjög ánægður með þá plötu en ég var einn af fáum. Ég hef ekki haft mikinn áhuga á útgáfu undanfarin ár. Alltaf þegar ég kem með eitthvað nýtt efni þá er það svo hryllilega vont að dómi allra. Ég hef afskaplega lítið þol í það að gefa út plötur sem eru rakkaðar niður í 15 ár en svo eru þær dásamaðar. Þessir Púlstónleikar sem voru gefnir út í ár þóttu ekki merkilegir á sínum tíma. En núna, 15 árum síðar, fáum við fimm stjörnur fyrir hljóðritunina. Gítarleikurinn hjá Guðlaugi Óttari sem hefur starfað með mér hvað lengst og söngurinn hjá Björk sem kemur þarna og öskrar og æpir sem aldrei fyrr þykir góð latína núna. Það er ekki þannig að við höfum verið á undan einu eða neinu. Mér finnst reyndar eins og ég sé alltaf á skjön við tímann.“ En heldurðu ekki áfram að semja? „Ég vakna ekki klukkan sjö á morgn- ana og byrja að semja,“ svarar hann og glottir. „En það er ýmislegt sem gerist í daglega lífinu sem ég þarf að losa mig við og geri það með lagi og texta. Það er kannski nothæft á tón- leikum en ekki á plötum.“ Hvers vegna? „Það er kannski eitthvert háð sem maður er að leyfa sér. Ég hef gert talsvert mikið af „pólitískt röngum“ lögum núna upp á síðkastið. Það er eitthvað kirfilega gallað við „pólitískt réttlæti“,“ segir hann með brosi. „Ég hef skemmt mér við það að reyna á þanþol tungunnar. Oft kem ég með texta þar sem eru orð sem ekki finnast í orðabókum. En þá gapa menn og heimta skilning en sinna ekkert um skynjunina. Þá segja menn bara pass og skilja ekki neitt.“ Megas vann árið 2000 verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu og kom það mörg- um á óvart. „Mér finnst einna skemmtilegast að glíma við íslensk- una. Þetta er bara mín prívat íþrótt. Sem krakki fór ég þegar allir voru farnir af leikvöllunum og keppti við sjálfan mig í rólustökki. Málið var að komast aðeins lengra en daginn áður. Ég var orðinn mjög djarfur í þeim efnum og henti mér út úr rólunum. Það er mjög sambærilegt með texta- gerð og lagagerð. Það endar með því að maður er kominn út úr öllum vídd- um sem umhverfið vill gúddera.“ Lagið er um dreng í Aust- urlöndum sem sungið er fall- lega til og það þótti einfaldlega ekki góð latína. Það var búið að vara mig við því að ég yrði flæmdur út úr öllum stofum Reykjavíkur- borgar.“ Textarnir þínir eru samt sterk- asta vopnið, ekki satt? „Það er ein- kennilegt með það. Þetta vopn mitt hefur svo oft snúist í höndunum á mér og því hefur verið beint gegn mér. Í öllum þjóðfélögum eru ein- hverjir sem þurfa að vera svörtu sauðirnir. Ég held ég hafi verið ofvirkt barn þannig að ég var erfið- ur nemandi. Ég hef alltaf þessa til- hneigingu til að hljóma á skjön við kórinn, ef ég syng í kór þá kemur eitthvað sem rímar ekki alveg við,“ útskýrir Megas og glottir. Megasi finnst best að vera í borginni og segist eiga sterkar rætur í malbik- inu. Ansi margar sögur hafa farið af líferni hans á löngum ferli og einu sinni átti hann að vera dauður. „Já, menn höfðu það frá fyrstu hendi. Það vantar aldrei heimildir. Þetta eru samansafnaðar fabúlur af ferlinum sem hefur haft tilhneigingu til að vera röff og hefur ekkert fegrast neitt að ráði með árunum.“ Það eru örugglega margir sem velta því fyrir sér hvernig lífi Megas lifir. „Ég lifi bara því lífi sem mér þóknast og nenni ekki að standa í því að búa til eitthvað „front“ líf fyrir fólk að horfa á. Ég er bara eins og hver annar einstaklingur sem á fjöl- skyldu þó ég hafi reynt að halda henni frá mér. Ég á tvo syni frá því í gamla daga og þeir eru báðir í tón- list en leyfist sem betur fer að lifa sínu eigin lífi og hefur tekist að losa sig við allt illt umtal. Þeir hafa líka forðast alla þá drullupytti sem ég er iðinn við að sökkva mér í. Þegar fólk fær góða mýtu milli tannanna þá er tönglast á henni þótt hún sé löngu búin. Ég kann enga skýringu. Kannski var textagerð mín frá upp- hafi beittari en gerist og í kringum það var búinn til röff karakter þótt ég sé blíður og meinlaus.“ Megas er tímaritasafnari mikill og eyðir bróðurparti úr deginum í að sortera gömul tímarit til varðveislu. „Ég er með munaðarleysingjahæli þar sem ég tek til mín munaðarlaus tímarit sem eiga að fara í Sorpu og hýsi þau. Ég var búinn að byggja mig út úr íbúðinni þegar ég fékk húsnæði vestur í bæ. Ég hef alltaf verið mikið að gramsa í gömlum bókum. Ég átti blöð sem mér fannst falleg tímarit og falleg hönnun og svo jókst það að ég fór að safna þeim. Það er ekki nóg að friða nátt- úruna, það þarf líka að friða mann- anna verk. Ég er ekkert að spá í hvort tímaritin séu sæmandi til geymslu. Allt prentað mál segir ein- hverja sögu.“ Þegar Megas er spurður út í íslenska tónlist er svarið að meðalmennska ríki hér eins og annars staðar. „Allar tilraunir eru litnar tortryggilegum augum nema þau hljóti blessun erlendis.“ En hann segist fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri tónlist í dag. „Það eru alltaf ein- hverjir að koma sem slá mann alveg kirfilega. Mér finnst ofboðslega gaman af Mugison og svo er það stúlkan sem kom núna, hún Lay Low. Hún er mjög skemmtileg. Það er kvenfólkið sem á bestu kraftana í tónlistinni í dag. Þær eru sjálfstæð- ar og flottar.“ Ungt tónlistarfólk hefur tekið Megas í hálfgerða guðatölu og er hann talinn snillingur af yngri kyn- slóðum í tónlist sem lítur upp til hans. „Ég hef aldrei fengið krítík frá yngra fólki um að ég sé óskiljanleg- ur, það hefur bara komið frá eldra fólki.“ Framtíðin er mjög svipuð fortíðinni svarar Megas þegar hann er spurð- ur út í nýja árið. „Ég er að byrja núna að semja lög við leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson. Þetta er fyrir Nemendaleikhúsið en verður flutt í Leikhúsinu á Akureyri og Magnús Geir leikhússtjóri féllst á það að ég gerði lög fyrir þetta leikrit. Þannig að það verður allavega næsti mán- uður.“ Lengra sér hann ekki inn í framtíðina. En ef fortíðin hefur eitt- hvað um framtíðina að segja mun hann halda áfram að skifa beitta texta, ögra samfélaginu, semja ódauðlega tónlist og hafa gaman af. Hann er reffilegur að sjá þegar hann gengur í burtu í svörtum frakka, aldurinn virðist ekkert hafa fengið á hann og hann er í fantaformi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.