Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 41
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Áramótin eru spennandi í aug- um margra barna, einkum þó flugeldarnir þó hávaðinn geti stundum farið út í öfgar. Þórhallur Tryggvason að verða átta ára og hlakkar til áramótanna af ýmsum ástæðum. „Það á að skíra litla frænda minn sem var að fæðast. Ég veit ekkert hvað hann á að heita, örugglega ekki Þórhallur. Ég held að hann muni heita Tómas.“ Þórhallur er ekki í vafa um hvað er skemmtilegast á áramótunum. „Mér finnst gaman að sjá flugeld- ana springa uppi í loftinu. Mér finnst bara rosalega oþægilegt að heyra hávaðann. Ljósin eru skemmtilegri. Fáir flugeldar eru bláir því þeir sjást ekki á svörtum himni en rauðir flugeldar eru mjög flottir og grænir líka.“ Þórhallur hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvenær má kaupa og skjóta upp flugeldum. „Það má ekki kaupa þá á degi sem er ekki réttur áramótadagur. Maður veit ekkert hvar maður á að geyma flugeldana. Kannski ef maður á barn og geymir flugeldana inni í geymslu þá getur barnið bara farið inn í geymsluna og tekið flugeldana. Það er alveg stór- hættulegt og svolítið erfitt.Í fyrra vorum við Mikael og ég úti og sáum fullt af flugeldadóti og vorum að reyna að rífa það og stíga ofan á það og hreinsa til. Það kemur mikið drasl eftir flugeldana.“ Hann horfir ekki mikið á sjón- varpið um áramótin. „Ég og frændi minn leikum okkur saman á gaml- árskvöld. Ég horfði á áramótaskaup- ið daginn eftir í fyrra. Mér fannst það nú ekkert mjög fyndið.“ Þórhallur er ekki alveg með á hreinu hvað áramótaheit er en finnst að allir ættu að hætta að reykja. „Mér finnst dáldið erfitt þegar systir mín er að reykja. Hún veit alveg hvað það er vitlaust. Hún fer líka mikið í partí og ég held að hún fari líka á gamlárskvöld. Ég held að ég geti ekki hjálpað henni að hætta að reykja. En það er hægt að nota sígarettur til að kveikja í sprengjum og flugeldum. Ég hef séð það í sjónvarpinu,“ segir Þór- hallur Tryggvason og tekur svo for- skot á sæluna með því að stilla sér upp með stjörnuljós úti á svölum. Að sjálfsögðu er hann með hlífðar- gleraugu sem verða föst á nefinu á honum um áramótin. Rauðir og grænir flugeldar sjást mun betur en bláir Dalsmynni *116 Reykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier Hundaræktin að Dalsmynni óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða megi guð og gæfan fylgja ykkur. Smáhundaræktun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.