Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 43

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 43
Borgarskjalasafn Reykjavíkur býður öllum að senda vinum og ættingjum nýárskort á netinu, sér að kostnaðarlausu. Það eru gömul falleg kort úr stóru póstkortasafni Borgarskjalasafns- ins sem fólk getur glatt vini sína með og óskað þeim gleðilegs árs. Þau er að finna á vef Reykjavíkur- borgar www.reykjavik.is. Eins og um fyrri jól bauð Borg- arskjalasafn upp á jólakort á net- inu og voru viðtökur við þeim góðar. Mikill fjöldi fólks sendi vinum og ættingjum hér heima og erlendis jólakveðjur á þeim enda hægt að senda þær á yfir 25 tungu- málum. Nýárskort á netinu Hér verður uppruni flugelda rakin. Kínverjar fengu upphaflega hug- myndina að flugeldum fyrir meira en 1000 árum síðan, í fram- haldi af uppfinningu púðursins. Upphaflega bjuggu sérstakir flugeldameistarar flugeldana til og nutu töluverðrar virðingar fyrir þá flóknu tækni sem var bjó að baki áhrifamiklum sjónar- spilum, sprengingum og látum. Nú eru flugeldar framleiddir á færibandi og gefst almenningi færi á að kaupa og sprengja sína eigin flugelda. Þá nota framleið- endurnir önnur, kraftmeiri efni en áður við gerð flugelda, með þeim afleiðingunum að litadýrð- in og sprengjulætin verða meira. Tiltölulega snemma var farið að halda flugeldasýningar við háttíðleg tilefni. Sumsstaðar tengjast þær til að mynda nýárs- fögnuðum órjúfanlegum bönd- um, á það ekki síst við hérlendis þar sem aðkomumenn standa gjarnan á öndinni yfir öllum sprengjgulátunum. (Heimild: www.visindavefur.is) Flugeldafár í yfir þúsund ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.