Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 66

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 66
Scorsese er bestur þegar hann fetar glæpabrautina og skilar af sér frábærum krimma þar sem Jack Nicholson fer fyrir firnasterkum leikhópi. Magnþrungin mynd um örlög þeirra sem voru um borð í fjórðu flugvélinni sem notuð var við hryðjuverkin 9. september. Ekki bara besta Bond-mynd síðustu áratuga heldur einfaldlega hörkufín spennumynd. Daniel Craig er frábær Bond. Fyndasta mynd síðustu ára ef ekki áratuga. Grínið er groddalegt og smekklaust en öðlast magnaða vigt þar sem undir öllu kraumar baneitruð samfélagsádeila. Falleg og tilfinningarík mynd frá Almodovar sem nýtur sín best þegar hann segir sögur af konum. Ekki hans besta verk en ber samt af flestu sem rataði í íslensk kvikmyndahús á árinu. Philip Seymour Hoffman er frábær leikari og er alltaf góður en hér er hann algjöru toppformi og gerir Truman Capote dásamleg skil í áhugaverðri og þéttri sögu sem rígheldur. Afskaplega áferðarfögur og vel leikin mynd um nornaveiðar McCarthys sem kallast skemmtilega á við samtímann. Lobbýismi, sú fyrirlit- lega iðja sem mun steypa mannkyninu í glötun, er tekin í gegn í frábærri ádeilu. Firnasterkur ástralskur spaghettí- vestri. Flottar tökur og sterkur leikur gefa viðbjóð myndarinnar ljóðræna fegurð. Þetta er ekki góð mynd samkvæmt hefð- bundnum mælistikum. Illa leikin og klisjukennd en þannig eiga hryllingsmyndir að vera. Besti hrollur ársins og viðbjóðslegasta mynd sem ratað hefur í almennar sýningar árum saman. B íóárið byrjaði, venju samkvæmt ágæt- lega, með þeim myndum sem kepptu hvað harðast um Óskarsverðlaunin í helstu flokkum. Brokeback Mount- ain, Capote, Munich og Good Night and Good Luck. Sumarmyndirnar þetta árið ollu ákveðnum vonbrigðum þar sem tvö krosstré brugðust alger- lega en The Da Vinci Code og The Pirates of The Carribean: Dead Man´s Chest stóðu engan veginn undir væntingum. Báðar mynd- irnar voru þvældar og á köflum beinlínis leiðinlegar en það kom þó ekki að sök í miðasölunni þar sem þær möluðu báðar aðstand- endum sínum gull. Sumarið hefur undanfarin ár verið blómatími ofurhetjanna þar sem Spiderman og Batman hafa verið að gera það ákaflega gott. Báðir þessir kappar voru fjarri góðu gamni í ár þannig að gamli góði Superman átti sviðið. Super- man Returns er góðra gjalda verð og Bryan Singer tókst með ágæt- um að blása lífi í staðnaðan stál- manninn þó myndin hafi engan veginn náð þeim hæðum sem Spid- erman og Batman hafa gert. Allt glæddist þetta með haust- inu þar sem tvær kvikmyndahá- tíðir, Iceland Film Festival og Reykjavik International Film Festival, settu skemmtilegan svip á haustmánuðina en á báðum hátíðum var boðið upp á kræsing- ar úr öllum heimshornum. Þá er ekki hægt að tala um annað en góðæri þegar kemur að íslenskum kvikmyndum og stærstu tíðindi bíóársins hér heima eru tvímæla- laust glæsilegur árangur Mýrar- innar eftir Baltasar Kormák sem er orðin aðsóknarmesta íslenska myndin frá upphafi og sú mynd sem dró flesta í bíó á Íslandi þetta árið en þegar þetta er skrifað hafa yfir 80 þúsund manns séð hana í kvikmyndahúsi. Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar fékk öllu minni aðsókn er var ausin lofi gagnrýnenda og er eina íslenska myndin sem kemst hér á blað yfir 10 bestu myndir ársins. Íslenska bíóárinu lauk svo með frumsýningu glæpa- myndarinnar Köld slóð í vikunni. Þrjár skemmtilegustu, bestu og eftirminnilegustu myndir ársins 200g hrúguðust svo í bíó undir lok árs en það má segja að Martin Scorsese, Borat og James Bond hafi rifið bíóstemninguna upp úr ákveðinni ládeyðu enda má með sanni segja um þessar myndir að ef þú ætlar aðeins að sjá þrjár myndir í bíó á árinu þá eru það The Departed, Borat og Casino Royale. Scorsese segir hressilega glæpasögu í The Departed með miklum tilþrifum og frábærum leikurum. Borat er einfaldlega fyndasta mynd ársins og Daniel Craig er sigurvegari ársins en með frammistöðu sinni í Casino Royale kæfði hann allar efasemda- raddir um að hann væri ekki rétti maðurinn til að leika njósnara hennar hátignar. Árinu bjargað á endasprettinum Bíóárið 2006 var í meðallagi gott og þó nokkur fjöldi prýðilegra mynda hafi ratað í íslensk kvikmyndahús einkennist árið ef til vill fyrst og fremst af því að þegar frá líður eru óvenju fáar myndir eftirminnilegar og stórmyndir sem miklar vonir voru bundn- ar við brugðust. Kvikmyndagagnrýnendur Fréttablaðsins hafa tekið saman sína lista yfir tíu bestu myndir ársins og þar ber mynd- ir á borð við Borat, The Departed og Casino Royale einna hæst. Allt myndir sem voru frumsýndar á seinni hluta ársins. Martin Scorsese er í fantaformi og snýr aftur til þess umhverfis sem hann þekkir best; spilltar löggur, klókir glæpaforingjar og vel útfærður söguþráður. Ekki besta mynd leikstjórans en stendur upp úr á árinu sem segir sitthvað um Martin Scorsese. Óskarinn, já takk. Joaqhin Phoenix umbreytist í Johnny Cash í þessari vel útfærðu mynd um skrautlegt upphaf á glæstum ferli sveitasöngvarans. Reese Witherspoon er frá- bær í hlutverki June Carter. James Bond snýr aftur og Daniel Craig stígur vart feilspor í hlutverki James Bond og fær mann til að bíða spenntan eftir næsta leik. Myndin bregður upp dökkri mynd af olíuviðskiptum stórveldanna þar sem virðing fyrir mannslífum er engin. Snilldarlegt plott kemur myndinni í hæstu hæðir. Ekki skemmir fyrir að valinn maður er í hverju rúmi þótt Clive Owen og Jodie Foster skyggi á aðra. Bryan Singer tekst nánast hið ómöglega, að koma stálmanninum aftur upp á lappirnar. Myndin hefur vissulega sína galla en í heild varpar hún góðu ljósi á hvernig hefndarþorstinn getur farið með mannskepnuna. Mynd sem fór framhjá alltof mörgum. Bruce Willis og Josh Hartnett fara fyrir fríðum leikhópi og söguþráðurinn kemur flestum í opna skjöldu. Helen Mirren sýnir sannkallaðan stjörnuleik. Myndin er bæði fyndin og dramatísk í senn. Kvikmynd Ragnars Bragasonar og Vesturports verðskuldar þetta „heiðurssæti“ en Börn varpar einstöku ljósi á líf þeirra sem minna mega sín. Leiksigrar í hverju horni. Gífurlega sterk frumraun og gerð af stöku list- fengi; hæglát á yfirborðinu en keyrð áfram af þungri undir- öldu. Philip Seymour Hoffman er óaðfinnanlegur í titilhlut- verkinu. Hrollvekjandi í raunsæi sínu og á köflum yfirþyrmandi. Mynd sem leitar á mann lengi. Hvernig á að gera kvikmynd eftir bók sem ekki er hægt að kvikmynda? Einmitt svona. Enn ein fjöðrin í hatt Michael Winterbottoms þar sem gengið á bak við 24Hour Party People, með Steve Coogan í fararbroddi, leiðir hesta sína saman á ný. Saga, leikur og umgjörð leggjast á eitt og skapa eftirminnilega mynd um laskaðar manneskjur. Á pari við það besta sem kemur utan frá. Almodovar í essinu sínu og dregur það besta fram hjá Penelopé Cruz sem hefur sjaldan eða aldrei verið betri. George Clooney hefur sannað sig sem mun betri leikstjóri en leikari og slær varla feilnótu í frábærri mynd um aðkallandi efni. Fyndnasta mynd síðari tíma, hárbeitt og afhjúpandi satíra. Innan við þrítugt sannar Jason Reitman sig sem föðurbetrung og einn efnilegasta leikstjóra Hollywood. Aaron Eckhart er í senn sjarmerandi og ógeðfelldur í þessari snjöllu mynd. Ken Loach staðfestir enn og aftur að hann er einn áreiðanlegasti kvikmyndagerðarmaður sinna tíma. Lars Von Trier leyfir galgopanum í sér að rasa út í meinfyndinni mynd þar sem Benedikt Erlingsson fer á kostum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.