Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 68

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 68
„Sykur er algengur á umbúðum – flestir hugleiðsludiskar Friðriks fara yfir mörkin. Þetta þarf ekki að vera svona!“ „Hræðileg „phot- oshop-collage“ mynd af fjöllum og álfum og álfadrottning sem er illa „photoshop“-uð inn í landslagið.“ „Stúlkan horfir dreymnum augum til himins. Alveg hræðileg kápa. Flestar hugmyndir eru ótrúlega þunnar. Ef diskur heitir horfðu til himins þá horfir listamaðurinn til himins.“ „Úúps! Get ekki sagt neitt annað...“ „Dýr og fín kápa, stensað og með gyllingu, hálf gagnsætt hvítt plast. Myndi giska á að þetta væri dýrustu umbúðirnar. Kápan virkar eins og góð hugmynd í byrjun sem var hjakkað í of lengi. Mynd af honum og „silúetta“ af Sinfó. Átti greinilega að vera mikið en þegar þetta kemur saman þá er þetta dýr umgjörð utan um vonda hönnun.“ „Alveg hræðileg mynd, hræðileg hönnun. Rosa „turn-off“. Er hún að reyna láta fólk hugsa sig tvisvar um áður en platan er keypt?“ „Þótt Tod- mobile sé vissulega goðsagna- kennd sveit þýðir það samt ekki að hún geti leyft sér að gera kápu eins og fyrir eitthvað veglegt box- sett af óratoríum Händels. Ægileg kápa sem er svo langt frá því að vera grípandi heldur virkar frekar fráhrindandi og hrokafull. Þá vil ég frekar fá Eyþór beran að ofan framan á.“ “ „Þessi kápa fær verðlaun fyrir að vera ófrumleg- ust í heimi. Léleg mynd, ljót grafík og óáhugavert í alla staði. Truflar kannski engan nema mig en heill- ar engan heldur. Stendur fyrir öll hallærislegustu umslögin í þessum iðnaði!“ „Ótrúlega smekkleg hönnun. Framhliðin, bakið, kjölurinn, bókin og diskur- inn sjálfur mynda heild. Smekk- leg hönnun í öllu saman. Ein af fáum kápum sem er ekki með ljósmynd eða einfaldri teikningu.“ „Sniðugar umbúðir sem breyta um lit. Fallegt og einfalt. Alltaf skemmtilegt þegar lagt er extra í umbúðirnar!“ „Lyktin af samtímanum skín í gegn – beinskeytt myndmál.“ „Brothætt. Súrt og sætt. Innilegt en fer ekki að grenja.“ „Gott dæmi um næva hönnun, einföld smekk- leg teikning sem tengir við titil plötunnar.“ „Hinn ný-gotneski blær og stemning er vel leyst. Glæsileg skrift og meðferð á ljósmyndum leyst af smekkvísi.“ „Eins og Barði er nú sakleysislegur í útliti þá er hann meira en lítið skuggalegur á þessu kóveri. Djöflastyttan í bakgrunn- inum er líka hrikalega draugaleg. Þrátt fyrir að að plötuumslagið sé allt svart-hvítt þá bregður fyrir ákveðnum litatónum sem erfitt er að lýsa. Án efa eitt veglegasta plötuumslag ársins.“ „Flott myndskreyting. Flott hönn- un sem er mjög grípandi og flott lúkk. Stóð út úr í hillunni.“ „Mér finnst að góð plötuumslög eigi að endurspegla innihaldið og hér tekst það. Töff grafik og forsíða.“ „Þetta umslag er augljóslega gert af frábærum listamanni.“ „Litirn- ir og formin á þessari kápu eru alveg kynngimögnuð. Hálf satan- ískur andi svífur hér yfir vötnum og þessi kápa getur allt að því ofsótt mann. Samt sem áður ríkir einhver spaugileg gleði yfir þessu öllu saman.“ „Þetta er frábær og skemmtileg plata, blanda af ýmislegu og kápan er alveg í stíl! Stór plús fyrir skemmtilega plakatið sem fylgir.“ „Kitsch-bland í poka fyrir 5 þús. kall. Æðislegar myndskreytingar, girnilegir litir og skemmtileg sam- suða af leturgerðum.“ „Myndskreytingin á forsíðunni greip strax athyglina. Flott teikning þar sem karakter- inn í myndinni fléttast inn í let- urmeðferðina á bakinu. Öll kápan vel hönnuð.“ „Fallegasta plötuum- slag ársins. Biggi hefur aldrei litið betur út. Metnaðarfull hönnun þar sem öll atriði eru í heimsklassa, myndskreytingar, litasamsetning- ar, leturgerð og týpógrafía.“ H önnun á plötukáp- um er háð tísku- sveiflum eins og allt annað og í dag eru allir að keppast við að búa til eiguleg hulstur. Á tímum þar sem tónlist er halað niður af netinu, brennd á diska og flestir hlusta á mp3-fæla þá reyna tón- listarmenn að gefa út heildstæðan pakka með diskunum sínum. Plast- hulstrin eru á undanhaldi og flest- ir gefa út í pappírskápum sem eru líkari bókum, og gera diskinn bæði eigulegri og gjafavænni. Almennt séð er hönnun á plötukápum á Íslandi í góðum höndum og mikill metnaður lagður í hönnunina þannig að álitsgjafarnir áttu erfið- ara með að velja verstu kápurnar. Flestar plötukápur skiptast í tvo flokka: Annað hvort eru þetta misvelheppnaðar portrettmyndir eða hópmyndir af listamönnunum og hins vegar mjög einfaldar og krúttlegar kápur þar sem naívismi í útlitshönnun fær að njóta sín. Þetta er einfaldar teikningar, skrautlegar og litríkar kápur. Örfáar plötukápur nota grafískt útlit. Bestu og verstu plötuumslögin Núna þegar árslistar tónlistargagnrýnenda birtast í öllum fjölmiðlum tók Fréttablaðið saman hvaða íslensku plötukápur þóttu bestar og verstar árið 2006 og fengu til þess einvalalið grafískra hönnuða og tónlistargagnrýnenda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.