Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 70

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 70
Því miður eru sjaldan skemmtileg tilþrif í orðfæri í íslenskum blöð- um. Það kemur þó fyrir. Halldór Guðmundsson notar eftirtektar- vert myndmál í grein í Fréttablað- inu 17. desember: „Útgefendur eru hjarðdýr, sem kunnugt er. Þeir fundu sér beitarlönd á níunda ára- tugnum á auðugum gresjum suður- amerískra bókmennta …“ Össur Skarphéðinsson talar um „spuna- hljóð feigðarinnar“ í grein í Frétta- blaðinu 18. desember. Og bloggar- inn (ekki er orðið fallegt, en ég kann ekki annað betra) Sævar Ólafsson kemst laglega að orði þegar hann skrifar að stjórnmála- maður virðist „hafa kafnað í eigin kokhreysti“. Ef menn geta kafnað í eigin kokhreysti, þá megum við trúlega fleiri fara að vara okkur, því að við Íslendingar erum oft ansi kokhraust þjóð. En það er önnur saga. að Kvasir hafi „kafnað í manviti“ – með einu n, takið eftir. Orðið er manvit, dregið af munur í merk- ingunni hugur, sbr. muna. Kannski geta manvitsbrekkur kafnað í eigin kokhreysti. En það gerist víst ekki. Nú á dögum kallast slíkt fólk álitsgjafar, nýtt og fínt orð yfir fámennan hóp sem sífellt er kallaður til í fjölmiðlum. Af hverju er lítt skiljanlegt. Af ótuktarskap hættir mér til að kalla suma þeirra einfaldlega blaðrara upp á gamla móðinn. hjá dálkahöfundi í Fréttablaðinu 16. desember sem skrifar: „Hann fer um á ofsahraða og getur jafn- vel hjúpað sig skel svo ekkert fái á honum bjátað.“ Vel má hjúpa sig klæði eða skikkju, en ekki veit ég hvernig á að hjúpa sig skel. Aftur á móti er unnt að draga sig inn í skel eða skríða inn í skel – eða vera með harða skel. Trúlega er í þessu tilviki átt við að brynja sig. Og svo er það so. að bjáta. Eitt- hvað bjátar á hjá einhverjum, en það bjátar ekki á neinum. Þegar sagt var frá strandi í útvarp- inu 19. desember var komist svo að orði að flætt hefði undan skip- inu. Það er auðvitað tóm vitleysa. Þeir sem vita eitthvað um sjávar- föll, vita líka að það fjarar undan skipum. Aftur á móti nást þau stundum á flot þegar flæðir. eftirfarandi klausu í Mogga 19. desember: „Varðandi rannsóknina telur Jakob að frá og með 12. okt- óber 2005 séu rannsóknarathafnir sem hafi átt sér stað merktar van- hæfni.“ „Varðandi rannsóknina“ má alveg sleppa. Rannsóknarat- hafnir er fáránlegt orð og enn verra að þær „eigi sér stað“. Merktar sýnist aulaþýðing á „marked by“. Á íslensku mætti kannski segja: Jakob telur að frá … hafi rannsóknin einkennst af vanhæfni. Ragnar Böðvarsson sendi mér þessa baksneiddu braghendu: Ekki veitir af að kenna aðeins meira ýmsum þeim sem af því lifa íslenskt mál að tala og skrifa. Að þessu sinni, í þessum þætti – „Málverk vikunnar“ – er ein- faldlega, í tilefni dagsins, valið málverk ársins. Eins vafasamt og það nú er þá er ekki á hverj- um degi sem listunnendum á Íslandi gefst kostur á að berja augum verk eftir einn af risum listasögunnar. En yfirstandandi er nú sýning í Listasafni Íslands sem heitir Frelsun litarins. Og þar er að finna þessa mögnuðu portrettmynd eftir sjálfan Henri Matisse (1869-1954). Hún ber nafnið Portrettmynd af Bevilacqua, frá um 1905, er olía á striga og 35 x 27 cm. Myndina gaf Matisse Albert Marquet vini sínum á sínum tíma en þeir skiptust oft á verkum. Myndin er af ítölskum manni að nafni Pignatelli sem kallaður var Bevilacqua en myndhöggvarinn Rodin mun hafa notað hann sem fyrirmynd í verkinu Heilagur Jóhannes skírari. Í viðtali við La Grande Revue árið 1908 segir Matisse að hann hafi hvorki mestan áhuga á upp- stillingu né landslagi heldur andliti. „Segja má að andlitið lýsi best þeirri trúarlegu til- finningu sem lífið hefur veitt mér. Ég dvel ekki við hinar smæstu línur andlitsins, reyni ekki að draga þær fram og skapa nákvæma eftirmynd.“ Hrjúf litasamsetning ein- kennir verkið, skematísk teikn- ing og hraðar og þykkar pensil- strokur. Sýning Listasafnsins stendur til 25. febrúar og um að gera að láta hana ekki fram hjá sér fara. En þeir á Listasafninu kunna að orða það: „Sýningin færir okkur sérstaka sýn á fauvismann, afdrifaríkan tíma innan málara- listarinnar sem náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skil- greiningar í stefnu málverks- ins. Öll túlkun á viðfangsefninu og á róttækri meðferð lita ein- kenndist í grundvallaratriðum af þörf málarans til að nota lit- inn sem tjáningarleið fyrir til- finningar og skoðanir á við- fangsefninu.“ Það var og. Matisse á málverk ársins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.