Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 76

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 76
Hvergi annars staðar en á Íslandi er gaml- árskvöld haldið með sama sniði og við höldum það. Nema kannski í ein- hverjum sat- anískum smábæjum í Hollandi. Ég efast meira að segja um að einhvers staðar annars stað- ar í heiminum sé fólki leyft að fara jafn frjálsega með flugelda. Ekki halda þessir menn virkilega að fólk sé edrú á meðan það tendrar blysin, ó nei. Ég efast svo um að einhvers staðar annars staðar í heiminum tíðkist áramótaskaup. En það er kannski það sem einkennir okkur sem þjóð, það og svið. Sé gamlárs- kvöldi lýst í smáatriðum gæti það eflaust orðið góður efniviður í 60 minutes þátt. Því það verða flestir alveg mígandi fullir á gamlárs. Meira að segja þeir sem voru þurr- ir um verslunarmannahelgina, geta ekki sleppt því að skvetta í sig í lok ársins. Það er vegna þess að gaml- árskvöld á að vera rúsínan í pylsu- enda ársins. Ímyndið ykkur ástand- ið rétt eftir miðnætti. Steikin, búin. Skaupið búið, og ef það var ekki fyndið er allt brjálað. Fólk kjagar um svo sauðdrukkið að það er á milli svefns og vöku. Sprengingar alls staðar. Fullir menn með rakett- ur. Logandi bál um allar höfuðborg. Hljómar meira eins og Beirút, held- ur en partí. En fólk má bara ekki búast við of miklu. Gamlárskvöld þarf ekkert að vera jafn rosalegt og allir vona og vilja. Þeir sem hafa þegar fattað þetta, sleppa því alveg að fá sér brennsa á gamlárs og hrynja í það á nýárskvöld í staðinn. En það þarf heldur ekki, hafið engar áhyggjur, það kemur versl- unarmannahelgi, þorrablót eða ein- hver svakaleg veisla á nýju ári. Ég er samt pollrólegur og fæ mér sterkt á gamlárskvöld. Leyndar- málið er að byrja bara eftir mið- nætti og forða sér frá flugeldun- um.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.