Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 78
Nú er tími uppgjöranna en forvitnilegt reynist að rýna í metsölutölur bókabúð- anna sem teknir hafa verið saman í árslok. Af þeim má til dæmis ætla að ekki sé lengur stórstreymt aðeins einu sinni á ári í íslenskri bókaútgáfu. Metsölulisti yfir fimmtíu mest seldu bækurnar í bókabúðum Eymundsson og Máls og menning- ar, sem á eru bækur keyptar í sautján verslunum þeirra á bilinu 1. janúar til 24. desember, sýnir að bóksalan þetta árið er dreifðari en oft áður. Að sögn Bryndísar Lofts- dóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Eymundsson og Bókabúðum Máls og menningar, opinberar hann að jólabókasalan sé ekki alls- ráðandi eins og hún hefur verið undanfarin ár. „Á listanum eru til dæmis fjöldi kilja sem eru að selj- ast allt árið,“ segir hún og tekur dæmi af tveimur þýddum bókum, Flug- dreka- hlaupar- anum eftir Khaled Hosseini og bókinni Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn eftir Robin Sharm- an, sem báðar eru á topp tíu listan- um þetta árið en seldust þó ekki grimmt fyrir jólin. „Vonandi verð- ur þetta til þess að hvetja útgef- endur til að dreifa útgáfu bóka sinna því við lesum allan ársins hring,“ áréttar Bryndís. Listinn er um margt forvitni- legur og bendir Bryndís á að hann sé einkar fjölbreyttur þetta árið. „Þetta er rosalegur þverskurður af því sem þjóðin hefur hesthúsað yfir árið,“ segir hún og en kveðst þó hafa undrast hversu fáar barna- bækur er þar að finna. „Það skýr- ist af því að titlum hefur fjölgað og því er salan dreifðari en það á líka við um túristabækurnar. Það hafa aldrei verið gefnar út fleiri barna- bækur en sala þeirra hefur aukist umtalsvert í ár og það virðist sem aðstandendur barna séu að verða meðvitaðri um mikilvægi þess að halda bókum að börnum allt fram á fullorðinsár.“ Ef rýnt er í topp fimmtíu list- ann og þær tegundir bóka sem seljast mest má finna þar rúmlega tuttugu skáldverk og álíka mikið af bókum almenns eðlis, s.s. hand- bækur og fræðibækur. Af skáld- verkunum eru fjórtán í kiljuformi og ellefu eftir íslenska höfunda sem mögulega er til marks um aukna víðsýni lesenda, nú sækja þeir einnig í að lesa bækur í kilju- formi og sókn er í útgáfu á þýdd- um skáldverkum. Meðal tíu efstu bókanna eru aðeins tvær nýjar íslenskar skáld- sögur, Konungsbók eftir Arnald Indriðason í þriðja sæti og Tryggð- arpantur eftir Auði Jónsdóttur í því tíunda, og það vekur athygli Bryndísar hversu fáar ævisögur lifandi Íslendinga komu út fyrir þessi jól. „Sú eina sem rataði inn á þennan lista var Ljósið í Djúpinu, saga Rögnu frá Laugabóli – og svo náttúrlega spúntnikbók ársins, Hannes – nóttin er blá mamma,“ segir hún og útskýrir að sú umdeilda bók seljist enn dável þessa dagana ásamt Almanaki Háskólans. Annars eru starfsmenn bóka- búðanna nú í óðaönn að aðstoða gesti sína við skil og skipti á jóla- bókum en Bryndís segir þó að ólík- legt sé að listinn fyrrgreindi muni breytast mikið úr þessu. „Það eru helst efstu bækurnar sem eru að koma inn en það eru stór stökk þar á milli. Þegar salan er svona dreifð eru skilin líka minni og svo er í ár – það er helst þegar þessar risa- metsölubækur koma út að þeim er skilað í stöflum.“ Þá er jólabókamarkaðurinn afstaðinn með öllum sínum skemmtilega hugaræsingi og vonandi hafa margir lesendur lagst yfir bækur sem þeir fengu í jólagjöf. Tvennt blasti við í vertíðinni að þessu sinni: Það er verulegur kraftur í bókaútgáfunni – og það er ekkert lát á verðstríði á bókamarkaði. Hvort tveggja kemur sér vel fyrir áhugasama kaup- endur en ekki er víst að að verðstríðið hafi góð áhrif til lengdar, þegar það fer út í hreina vitleysu einsog raunin hefur orðið. Nú er meira en áratugur liðinn síðan bókaverð varð frjálst á Íslandi og ljóst að ekki verður aftur snúið. Það er líka eitthvað fallegt við að sjá fólk ganga með hangilæri og bók út úr matvörubúð, þetta eru hinar íslensku lífsnauðsynjar, a.m.k. fyrir jólin. En það er líka löngu tíma- bært að skoða krítískt langtímaáhrif verðstríðsins og þeirrar aðferðar margra stórmarkaða að nota bókina sem trekkvöru fyrir jólin og borga í lengri eða skemmri tíma með einstaka titlum. Því markaðurinn hefur hvorki róast né þróast í skynsamlegri átt með tímanum, einsog margir héldu. Fyrir þessi jól mátti sjá nýjar, eftirsóttar bækur boðnar tímabundið með 45-50% afslætti, líktog þær væru komnar á bókamark- aðinn í Perlunni tveim árum fyrir tímann. Afleiðingarnar eru margvíslegar. Hér skulu nokkrar nefndar: • Verðlagning útgefenda verður ómarktæk. Hið svokallaða leiðbein- andi útsöluverð er búið til með það í huga að fljótlega eftir útkomu verði bókin boðin með a.m.k. þriðjungs afslætti og þeir einir fara flatt á þessu sem keyptu bókina strax handa sjálfum sér. • Það hefur oft komið fram að heilsársbókabúðir eiga mjög erfitt við þessar kringumstæður, þeim hefur fækkað talsvert og aðeins ein keðja haldið velli, það er Penninn-Eymundsson. Hlutur bókabúðanna í sölunni fyrir jólin fer líka jafnt og þétt minnkandi, hann er líklega kominn niður í fjórðung af heildarsölunni. • Yfir tvö hundruð aðilar gefa árlega út eina bók eða fleiri, ef talið er eftir virðisaukaskattsskýrslum, og samkvæmt meðaltali áranna 1997-2002 voru fyrirtæki sem aðallega sýsluðu við bókaútgáfu og höfðu fólk í vinnu um 50 talsins (skv. skýrslu um íslenska bókaútgáfu eftir Þórberg Þórsson og Þórólf Matthíasson frá árinu 2004). Þeir eru hins vegar æ færri sem hafa máttinn til að láta að sér kveða í alvöru á jólamarkaðnum. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, hefur talið það saman á bloggsíðu sinni (kristjanb. blog.is) að af þeim 50 sætum sem eru í boði á metsölulistum í öllum flokkum fyrir þessu jólin voru forlögin Edda og JPV með 32 en ellefu aðilar skiptu afgangnum á milli sín. Á listanum yfir tíu söluhæstu bækurnar voru stóru forlögin tvö með átta titla. Þetta þýðir að litlu forlögin eiga afar erfitt með að ráða sínum viðskiptakjörum við stórmarkaðina, verða nánast að taka því sem býðst því samnings- staða þeirra verður æ veikari. Þeim mun því fækka rétt einsog bókabúðunum. Íslendingar verða að sjálfsögðu að eiga sæmilega öflug bókaforlög. En það er ekki endilega æskileg þróun að einungis tvö standi eftir sem geta náð í gegn í markaðsátökum jólanna og að eiginlegar bókabúðir skipti litlu máli á jólabókamarkaði. Það er engin einföld leið til að bregðast við þessum vanda, önnur en sú að aðilar bókamarkaðarins hugi betur að langtímahagsmunum sínum. Það er mikill misskilningur að öflugar sölubækur séu óæskilegt fyrirbæri – þær eiga einmitt stærstan þátt í að laða almenning að bókaborðunum fyrir jól. En þegar þangað er komið skiptir menningar- leg breidd, gæði og fjölbreytni öllu máli. Einungis ef breiddin er til staðar mun íslenskur almenningur áfram leita í bækur sér til fróðleiks og skemmtunar. Það er því meginatriðið að tryggja þessa breidd, ekki bara fyrir útgefendur, heldur fyrir íslenska menningu alla. Það er til bók eftir jólin Stóðum tvö í túni, tók hlín um mig sínum höndum, hauklegt kvendi hárfögur og grét sáran; títt flugu tár um tróðu, til segir hugur um vilja, strauk drifhvítum dúki drós um hvarminn ljósa. Kenningar eru uppi meðal erlendra spekinga um að galdrastrákurinn Potter kom- ist ekki lífs af úr langvar- andi stríði sínu við hinn illskeytta Voldemort. Greint er frá þessu í breska blaðinu The Guardian en nýlega var upplýst um heiti sjö- undu og síðustu bókar- innar um kappann fræga, Harry Potter and the Deathly Hallows. Leiða menn líkur að því að Voldemort og illur andi hans verði ekki bugaður nema galdrapilturinn húrrist út í eilífiðina með honum. Galdrapiltur deyr? Blessuð bók sálarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.