Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 82

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 82
Óveðrinu virðist ekki vera að slota hjá Heather Mills og Paul McCartney þrátt fyrir að þau séu sögð hafa náð samkomulagi. Fyrirsætan fyrrverandi fékk mikið áfall þegar hún kom á sveitasetur sitt í Sussex og uppgötvaði að fjöl- skyldumyndir og ómetanleg lista- verk eftir meistara á borð við Picasso og Renoir voru horfin. Í fyrstu hélt hún að þarna hefðu verið þjófar á ferð en þegar Mills sá að búið var að breyta um skrár og öryggisnúmer uppgötvaði hún strax hver hafði þarna verið að verki, eiginmaðurinn fyrrverandi Paul McCartney. Samkvæmt The Sun mun Heather hafa upplýst lög- fræðinga sína um málavexti en nánir vinir hjónanna segja að Paul megi ekki fara inn í húsið þar til skilnaðurinn er genginn í gegn. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum á undanförnum mánuðum hefur verið stirt á milli Pauls og Heather eftir að fyrirsætan var sögð hafa lekið dómskjölum í fjöl- miðla þar sem fram kom að hún sakaði McCartney um heimilisof- beldi og drykkjuskap. The Sun greinir frá því að McCartney hafi sent fyrrverandi eiginkonu sinni smáskilaboð og greint henni frá þessu en nánir vinir hjónanna upplýsa í blaðinu að Mills hafi komist í mikið uppnám. „Henni var í raun sama um mál- verkin en það var brotthvarf fjöl- skyldumyndanna af þeim og dóttur þeirra Beatrice sem fengu hvað mest á Mills,“ sagði einn náinn vinur Heather. „Hún trúir því hreinlega ekki að hlutirnir séu í svona miklum hnút,“ bætti hann við. Lögreglan hafði samband við öryggisverði McCartney sem stað- festu að þeir hefðu tekið málverkin og ljósmyndirnar. Talsmaður bítils- ins fyrrverandi neitaði hins vegar að tjá sig um málið en heimildar- menn The Sun segja að Paul hafi talið að öryggisgæslan á sveitasetr- inu hafi ekki verið nægileg. Julia Roberts á aftur von á barni, ef marka má New York Post. Kemur þetta nokkuð á óvart, þar sem Roberts og eiginmaður henn- ar, Danny Moder, áttu í töluverð- um erfiðleikum með að geta barn áður en að tvíburarnir Phinnaeus og Hazel komu í heiminn fyrir tveimur árum. Roberts var þá rúmföst í nokkra mánuði eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús á með- göngunni. Nýjasta verk leikkonunnar, myndin Charlotte’s Web, er nýkom- in út og tvær aðrar eru í uppsigl- ingu. Hún mun þó væntanlega hægja aðeins á sér ef þessar fregn- ir reynast réttar, en Roberts hefur áður sagt að hún njóti þess út í ystu æsar að dunda sér heima við. Julia Roberts aftur ólétt Landslið tónlistarmanna kom fram á tónleikum til styrktar Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna sem fram fóru í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þetta var í átt- unda skiptið sem tónleikarnir eru haldnir og söfnuðust heilar 2,4 milljónir króna. Ávísun, undirrit- uð af Íslenska popplandsliðinu, var afhent fulltrúum styrktarfé- lagsins á tónleikunum og má með sanni segja að popplandsliðið, sem og áheyrendur, geti verið ánægt með þennan árangur. Fjöldi tón- listarmanna tók þátt í viðburðin- um, en þar má meðal annars nefna Sálina hans Jóns míns, sem komið hefur fram á öllum átta tónleikun- um, Birgittu Haukdal, Nylon, Gos- pelkór Reykjavíkur og Bubba Morthens. Frábærir tónleikar Slitnað hefur upp úr skyndivin- skap þeirra Britney Spears og Paris Hilton. Fréttir herma að Britney hafi sagt Paris að hún gæti ekki lengur verið þekkt fyrir að láta sjá sig með hótel-prins- essunni. Britney hafi ákveðið að vin- skapurinn væri hreinlega ekki þess virði eftir þá slæmu útreið sem hún hefur hlotið í fjölmiðlum síðan hún fór að verja öllum sínum stundum í félagsskap fröken Hilt- on. Ekki er vitað hvort poppprins- essan sé þar með að bregðast við fregnunum um að einn mesti aðdá- andi hennar áformi að loka síðu sem hann hefur haldið úti henni til heiðurs í sex ár. Paris tók skilaboðunum eitt- hvað illa og svaraði fyrir sig með því að láta það vera að bjóða Britn- ey í jólapartíið sitt. Hún hefur jafnframt tekið upp á því að kalla poppprinsessuna „dýrið“. Paris og Britney ekki lengur vinkonur 1. tbl. 2. árg. Janúar 2007 Verð kr. 899 Ísafold 1.tbl.2.árgangur Tím arit fyrirÍslendinga TÍMARIT FYRIR ÍSLENDINGA Tíska og förðun HEILSUBLAÐIÐ Elliheimilið Grund 2. hluti Sorphirðir í súludansi Völvuspá 2007 Móðurást Lindu Pé ÍSLENDINGUR ÁRSINS Þrítug storkar hún dauðadómi læknavísindanna.Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir bloggar um baráttuna við krabbamein og kvíðir mest að deyja frá börnunum sínum þremur. Kaffihúsafundur BDSM Undrið Gunnar Jökull Klassísk fegurð Hver er hún? Fleiri vísbendingar um glæsilegustu konu landsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.