Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 91

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 91
á framhaldsstigi háskólanáms Á hverju ári veitir Landsvirkjun styrki til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms sem eru að vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi. Á árinu 2007 verður varið allt að 4 milljónum króna í námsstyrki og verður styrkjunum úthlutað í apríl næstkomandi. Hver styrkur verður að lágmarki 400 þúsund krónur. Markmiðið með námsstyrkjunum er að efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum marg- víslegu sviðum sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsíðu fyrirtækisins. Styrkjunum er ætlað að standa undir hluta af kostnaði við lokaverkefni sem hafin eru eða munu hefjast á árinu 2007. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á verkefninu, meðmæli leiðbeinanda og rök- stuðning fyrir því að verkefnið tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgi- gögnum skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „Námsstyrkir Landsvirkjunar 2007“. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvikjunar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2007. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Fyrirtækið býður viðskiptavinum bestu lausnir í orkumálum og tryggir með því grundvöll nútíma lífsgæða. Landsvirkjun fæst við fjölbreytt rannsóknar- starf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála. Það er helsti raforkuframleiðandi landsins og er í forystu fyrir byggingu orku- vera sem hafa í gegnum tíðina verið meðal stæstu framkvæmda í landinu. Landsvirkjun rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á alþjóðamarkaði vegna fjármögnunar á verk- efnum fyrirtækisins. Hjá Landsvirkjun starfa rúmlega 200 manns með fjölbreytta menntun. Dótturfélög eru þrjú talsins og er Landsnet þeirra stærst. Þá á Landsvirkjun hlutdeild í mörgum félögum, innlendum og erlendum, á sviði orkumála, fjarskipta, ráðgjafar og framkvæmda. Landsvirkjun stefnir að því á hverjum tíma að vera í fararbroddi í framsækinni nútíma stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. Styrkir til nemenda P I P A R • S ÍA • 6 07 79

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.