Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 94

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 94
Syrgir seldan brúðarkjól Vefútgáfa menningar- tímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um byggingar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögð- unum. Rúmlega fjörutíu og sjö myndir voru dregnar fram í dagsljósið og eiga Íslend- ingar tvo fulltrúa meðal þeirra limfögru bygginga sem birt- ar eru á síðunni. Önnur þeirra er reyndar guðshúsið Hallgrímskirkja en valið á henni kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Hin byggingin er þó öllu fræg- ari á landinu fyrir hönnun sína en það er að sjálfsögðu Smáralindin í Kópavogi. Valið kom Pálma Krist- inssyni, framkvæmdastjóra versl- unarmiðstöðvrinnar, ekki heldur á óvart. „Þetta er í raun allt hið ótrú- legasta mál,“ útskýrir Pálmi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hefði mátt sjá þetta fyrir. „Tveimur árum áður en við opnuðum þurfti að breyta byggingunni í austurend- anum vegna nýrra verslunareig- enda. Við fórum á fund hjá bresk- um arkitektum hússins og byggingin var sveigð út á við,“ heldur fram- kvæmdastjórinn áfram. „Þegar ég og Helgi Már Hall- dórsson, íslenskur arkitekt, sáum hvers kyns var ákváðum við að fara í hádegisverð og ræða málið. Síðan var sú ákvörðun tekin að við skyld- um þegja yfir þessu og í sannleika sagt vonuðumst við til að þetta myndi aldrei uppgötvast,“ segir Pálmi og finnst málið augljóslega allt hið fyndnasta. Tveimur dögum áður en Smáralindin opnaði flaug hins vegar ljósmyndari Morgun- blaðsins yfir og mynd af Smára- lindinni í fullri reisn birtist á öft- ustu síðunni. „Fjaðrafokið og moldviðrið sem varð í íslenskum fjölmiðlum var hreint ótrúlegt og meira að segja framkvæmdastjóri Reðursafnsins vildi að safnið fengi aðsetur þarna inni, það ætti hvergi annars staðar heima,“ segir Pálmi. Hallgrímskirkja reffilegt reðurtákn Glöggir sjónvarpsáhorfendur ráku margir hverjir upp stór augu þegar ný auglýsing frá Rás 1 rann yfir skjái landsmanna á fimmtu- dagskvöld. Hingað til hefur ekki mikið verið lagt í að auglýsa útvarpsstöð allra landsmanna og má því segja að með þessari aug- lýsingu hafi kveðið við nýjan tón í Efstaleiti. Greinilegt er að engu hefur verið til sparað og leika margar af þekktustu leikkonum þjóðarinnar í myndskeiðinu en meðal þeirra má nefna Ragnhildi Gísladóttur, Kristbjörgu Kjeld, Halldóru Geir- harðsdóttur og Ilmi Kristjánsdótt- ur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var kostnaður við gerð auglýsingarinnar ekki undir tveimur milljónum en það er aug- lýsingastofan Spark sem á heiður- inn af henni. Ásdís Pedersen, kynningar- stjóri hjá Rás 1, segir að það hafi staðið lengi til að fara í svona ímyndarherferð fyrir gömlu Guf- una. „Við vildum reyna að koma því til skila hvað Rás 1 stendur fyrir,“ segir Ásdís. „Hingað til hafa þetta verið litlar myndir af innanbúðarfólki en það kemur og fer. Rás 1 hefur hins vegar verið til í bráðum 76 ár og það er ekkert fararsnið á henni,“ bætir Ásdís við sem vonaðist til að með auglýsing- unni kæmi skýrt fram hvernig útvarp gamla Gufan væri. „Rás 1 er bæði hefðbundin og framsækin, harðgift en um leið laus og liðug,“ útskýrir Ásdís. Aðspurð hvort það væri rétt af ríkisreknu fyrirtæki að eyða peningum í ímyndarher- ferð sagði Ásdís að í henn- ar huga væri þetta frekar þjónusta við landsmenn heldur en auglýsing. „Við búum við allt annað umhverfi í dag held- ur en fyrir nokkrum árum þegar allir vissu hvað Rás 1 og Rás 2 voru,“ segir Ásdís. „Í öllu þessu áreiti sem er í gangi um þessar mundir getur sameign þjóðar- innar gleymst og það þarf að minna eigendurna á hvað þeir eiga.“ Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efstaleit- inu, viðurkenndi að hann hefði ekki séð auglýs- inguna. Hann upplýsti þó að mörgum þætti gamla Gufan eitt best geymda leyndarmálið á öldum ljósvakans. „Mörgum hefur þótt að starfsemi hennar hafi farið framhjá ungu fólki sem er vant miklu framboði í útvarpi,“ segir Páll. „Við vildum því fara út í gerð þessarar auglýsingar þannig að allar þessar gullperlur sem þarna eru á dagskrá færu ekki fyrir ofan garð og neðan,“ bætir Páll við. … fær Magni Ásgeirsson aftur og enn á ný, en hann heldur af stað í tónleikaferðalag með Rock Star: Supernova um miðjan janúar og á vafalaust eftir að heilla áheyrendur upp úr skónum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.