Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 44

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 44
Mataræðið er sumum ofarlega í huga eftir jólahátíðina og margir þurfa að horfast í augu við þann napra veruleika að hafa bætt á sig fleiri kílóum en gert var ráð fyrir. Margir vilja þá grípa til þess ráðs að svelta sig til að koma á jafn- vægi í líkamanum en það er kol- röng aðferð að mati Sölva Fannars Viðarssonar, einkaþjálfara og höf- undar bókarinnar Kaloríukvótinn. „Ég hef unnið að ráðgjöf og þjálfun á annan áratug og gegn- um árin hefur maður séð ákveðin mynstur. Þessi bók er samantekt á þeim aðferðum sem ég hef séð skila árangri hjá flestum. Einstaklingar eru mjög ólíkir að upplagi og því er erfitt að koma með ráðleggingar sem henta öllum. Þó að fólk þurfi mis- munandi hlutfall af næringarefnum og mismikið af hitaeiningum þá trúi ég því að það sé hægt að ná stjórn á mataræðinu með því að beita heil- brigðri skynsemi. Ég held að flestir viti hvað þeir eru og ættu að láta ofan í sig. Ef við sveltum okkur þá fer líkaminn í það að geyma fitu og brenna vöðvum en með því að gefa líkamanum nóg að borða og höfða til almennrar skynsemi hvers og eins geta allir náð takmarki sínu. Við vitum öll hvað er hollt og hvað er óhollt en okkur hættir til að fest- ast í vítahring með mataræðið. Það sem virðist gerast hjá flestum er að við förum að lesa alls konar bækur og greinar og gera tilraunir með mataræðið sem virka skyn- samlegar fyrst í stað en virka svo ekki. Ég hef margoft lent í því að fá fólk til mín sem er í þjálfun en borðar allt of lítið og hægir þannig á brennslunni. Undirstöðupælingin í Kaloríu- kvótanum er einfalt reikningsdæmi. Ef við þurfum 2.000 hitaeiningar á dag og við borðum morgunverð upp á 300 og hádegisverð upp á 500 og svo ekkert fram að kvöldmat þá skuldum við líkamanum 1200 hita- einingar sem hann þarf til að starfa eðlilega. Og líkaminn innheimtir þessa skuld. Við nörtum á meðan við eldum, borðum miklu meira en við vitum að við höfum gott af og svo erum við komin með sætindin í hendurnar án þess að vita hvernig það gerðist. Þá líður okkur eins og við höfum engan sjálfsaga. Þannig að það er lykilatriði að borða nóg yfir daginn. Annað lykilatriði er að velja rétt. Eitt Snickers inniheldur um það bil sama magn hitaeininga og einn banani, ein appelsína og eitt epli. Ávextirnir gefa miklu betri og meiri orku sem end- ist lengur, trefjar, vítamín og steinefni á meðan súkkulaðið inniheld- ur lítið annað en hitaein- ingar. Við getum alltaf valið skárri kostinn en hvorn kostinn við velj- um getur munað mörgum kílóum á hverju ári og muninum á því að vera sáttur við sjálfan sig eða mjög ósáttur. Þó að báðir kostir séu kannski slæmir munar alltaf um það að velja skárri kostinn. Ham- borgari með brauði og kokteilsósu inniheldur tvöfalt fleiri hitaeiningar en hamborgari með brauði án sósu. Þetta er eins og að spara hundrað- kall á dag. Við tökum kannski ekki mikið eftir því en á einu ári spar- ast 36.500 krónur. Það er eins með hitaeiningarnar. Það að velja skárri kostinn getur munað mörgum kíló- um á ári þó að við tökum varla eftir því á meðan það er að gerast.“ - bb { heilsublaðið } Getum valið skárri kostinn Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari gefur góð ráð í baráttunni við aukakílóin. Hann telur að hægt sé að ná góðum árangri með því að beita heilbrigðri skynsemi. Sjúkraþjálfun Styrkur • Stangarhyl 7 • 110 Reykjavík Nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 7750. Í Sjúkraþjálfun Styrk að Stangarhyl 7 í Reykjavík eru leikfimihópar og hópþjálfun að hefjast að nýju. • Vefjagigtarhópur fyrir konur - úthaldsþjálfun, liðleiki og styrkur • Hjartahópar - viðhaldsþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga með reglulegum mælingum • Leikfimi fyrir konur - áhersla á líkamsvitund, styrk og teygjur • Tækjasalur - mánaðarkort / árskort í vel útbúinn tækjasal Takmarkaður fjöldi verður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum. Leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur að tækjasal fylgir hópþjálfuninni. Bjóðum nýja þátttakendur velkomna. OKKAR STYRKUR - YKKAR STYRKUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.