Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 1

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 — 17. tölublað — 7. árgangur Smáauglý i Helen hefur breiðan fatasmekk en dregur línuna við skófatnað kúasmala. Helen Svava Helgadóttir hefur lengi haft áhuga á tísku. Hún hefur gaman af því að kaupa sér vandaðan fatnað en verslar yfirleitt bara í einni búð í Reykjavík - Kron Kron. „Mér finnst vanalega bara fínustu fötin þar og er alltaf ánægðust eftir að hafa verslað í Kron Kron,“ segir hún. Kjólinn sem Helen klæðist á myndinni er keyptur í Kron Kron og skórnir líka en þeir eru hannaðir af Vivienne West- wood, sem er einn af uppáhaldshönnuðum hennar. Helen Svava fylgist almennt vel með því sem er að ger- ast í tískuheiminum, bæði í umhverfi sínu og fjölmiðlum. „Ég fletti blöðum, tek eftir þessu í sjónvarpi og úti á götu,“ segir hún og hvað varðar flottar konur sem hún tekur sér- staklega eftir nefnir Helen fyrirsætuna Kate Moss og leik- konuna Chloë Sevigny. „Þær eru báðar mjög flottar og til fyrirmyndar og Hugrún sem á Kron Kron er alltaf tipp- topp.“ Fatasmekkur Helenar er breiður, en hún dregur þó lín- una við kúrekastígvél og segir að hún myndi aldrei ganga í slíkum skófatnaði. „Og þó... ég þarf að passa mig á því hvaða yfirlýsingar ég kem með vegna þess að oftast þegar ég hef sagt eitthvað svona þá fer ég flíkina næsta dag,“ segir hún og hlær. Maðurinn skapar fötin og fötin skapa manninn. Helen segist yfirleitt klæða sig eftir líðan og kýs fremur að vera „þunglynd“ í fínum kjól heldur en stórri hettupeysu. „Ef mig langar að komast í einhverja ákveðna líðan þá get ég klætt mig eftir því og ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera fallega klædd í þunglyndiskasti heldur en að vera púkaleg. Það virkar í það minnsta betur svona út á við.“ Aldrei í kú-rekastígvél HELEN SVAVA HELGADÓTTIR Vill aldrei fara í kúrekastígvél Tíska Heilsa Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Þegar Svíar höfnuðu evrunni „Hvað gekk Svíum til? Var þetta uppreisn almennings gegn yfirgangi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka? – líkt og þegar Norðmenn höfnuðu aðild að ESB í tvígang gegn tilmælum helztu stjórnmálaflokka þar. Kannski,“ segir Þorvaldur Gylfason. Í DAG 28 [ SÉRBLAÐ UM HM Í HANDBOLTA – FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 ] Strákarnir okkar á HM Áttleysi og útþrá Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður sýnir í gallerí i8. MENNING 40 STJÓRNMÁL Samningar hafa tekist um viðskipti með landbúnaðar- afurðir milli Íslands og Evrópu- sambandsins. Samningarnir byggja að megin- efni á samkomulagi sem náðist í lok árs 2005 og taka átti gildi um síðustu áramót. Í kjölfar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð var ákveðið að fresta gildistöku samkomulagsins og freista þess að ná fram hagstæðari samningi. Að mati stjórnvalda hefur það tek- ist. „Ég held að þetta sé skref í þá átt að lækka matarverð og tel ánægjulegt hve skamman tíma samningaviðræðurnar tóku,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra. Helsta nýmæli í samningnum er að Ísland lækkar tolla á kjöti og kjötafurðum um allt að fjörutíu prósent og heimilar tollfrjálsan innflutning á samtals tæplega 800 tonnum af tilteknum búvörum. Þá var samið um tollfrjálsan útflutn- ing íslenskra búvara (skyr, smjör og pylsur) til Evrópusambands- ríkja upp á samtals rúm 800 tonn. Áður hafði samist um útflutning á 1.850 tonnum af lambakjöti. Valgerður Sverrisdóttir telur að sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað felist í samningnum og horfir þar helst til ákvæðanna um útflutning á skyri og smjöri. „Skyrið er að gera stormandi lukku og það er mikið talað um hve gott íslenska smjörið er.“ Um leið telur hún athyglisvert að Evr- ópusambandið sé reiðubúið að heimila innflutning á smjöri því í ríkjum þess sé til nægt smjör. Val- gerður segir að vinna þurfi að markaðssetningu íslenskra búvara í Evrópu enda gerist ekkert af sjálfu sér í viðskiptaheiminum. Kvótar á innfluttum búvörum verða boðnir út. Spurð hvort ekki sé ástæða til að óttast að sam- keppni innflytjenda leiði til þess að hátt gjald þurfi að greiða fyrir kvótana, sem svo leiði til hærra verðlags, segist Valgerður meðvit- uð um að svo kunni að fara. „Þetta er eitt af því sem er umdeilt, ég geri mér grein fyrir því. En þetta er niðurstaðan.“ Samningurinn á að taka gildi 1. mars og er stefnt að undirritun í febrúar. bjorn@frettabladid.is Búvörutollar lækka um allt að 40 prósent Tollar á kjöti og kjötafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka um allt að 40 prósent og liðkað er fyrir útflutningi valinna búvara til Evrópu. Samkomu- lag Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um tollamál hefur verið staðfest. BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Létt súrmjólk með skógarberjum Nýjung ! VINDASAMT - Norðaustan 13-20 austan til nú í morgunsárið með snjókomu. 8-15 m/s annars staðar. Él á landinu norðanverðu en nokkuð bjart veður suðvestan til. Frost 0-10 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4  Foreldrar frumsýnd Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ragnar Bragason segja að kvikmyndir eigi að segja frá lykilaugnablikum í lífi fólks. BÍÓ 44 HELSTU ÁKVÆÐI SAMKOMULAGSINS ■ Fullt tollfrelsi verður í viðskiptum Íslands og ESB með hesta, hrein- dýrakjöt, tómata, agúrkur og vatn. ■ Fullt tollfrelsi í viðskiptum með blóm og plöntur, þar með talin jóla- tré (ekki afskorin blóm eða potta- plöntur undir 1 metri á hæð). ■ Ísland lækkar tolla á kjöti og kjöt- afurðum um allt að 40% í 2. kafla í tollskránni. ■ Tollar af frosnu grænmeti verða felldir niður. Boðnir verða út kvótar á innflutningi á eftirtöldum vörum tollfrjálst: 100 tonnum af nautakjöti 200 tonnum af svínakjöti 200 tonnum af alifuglakjöti 50 tonnum af pylsum 50 tonnum af unnum kjötvörum 50 tonnum af skinku 100 tonnum af kartöflum 20 tonnum af rjúpum 100 tonnum af ostum Boðnir verða út kvótar á útflutningi á eftirtöldum vörum tollfrjálst: 1.850 tonnum af lambakjöti 380 tonnum af skyri 30 tonnum af smjöri 100 tonnum af pylsum SÉRSVEITARMENN Í MOSKVU Rússar hertu viðbúnaðarstig gegn hryðjuverkum í gær og sendu meðal annars þessa sérsveitar- menn út af örkinni í Moskvu. Þarna sjást þeir athafna sig skammt frá Rauða torginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Löggæsluyfirvöld í stærstu borgum Rússlands stórefldu öryggiseftirlit í gær, einkum á flugvöllum, lestar- stöðvum og öðrum umferðar- miðstöðvum. Fólk sem var á ferli var hvatt til þess að vera á varðbergi vegna hugsanlegrar hættu á hryðjuverkaárás. Í Moskvu, þar sem síðast var gerð mannskæð hryðjuverka- árás árið 2004, var gripið til þess óvenjulega ráðs að slökkva á farsímasendum í jarðlesta- kerfinu. Tilgangurinn virðist hafa verið að hindra að hægt væri að nota farsíma til að sprengja sprengju sem kynni að hafa verið komið þar fyrir. Í árásinni árið 2004 urðu tvær sprengjur yfir fimmtíu manns að bana. - aa Meint hryðjuverkaógn: Moskvubúar varaðir við AUKABLAÐ UM HM Í HANDBOLTA Strákarnir okkar í Þýskalandi Allt um HM í handbolta FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur síbrotamaður, Garðar Garðarsson, var handtekinn af lögreglu á Litla- Hrauni síðasta föstudag. Hæstiréttur hafði fellt gæslu- varðhaldsúrskurð yfir manninum úr gildi klukkan fjögur þann dag en honum hafði ekki verið sleppt þegar hann var handtekinn nokkr- um klukkustundum síðar. Klukkan 19.50 á föstudagskvöld dæmdi síðan héraðsdómur mann- inn í gæsluvarðhald á ný. Upphaf- legi úrskurðurinn var felldur úr gildi á þeim forsendum að forræði málsins hefði færst til ríkissak- sóknara og lögreglustjóri væri því ekki bær til að krefjast gæslu. Hilmar Ingimundarson, hæsta- réttarlögmaður og verjandi mannsins, segir þessi vinnubrögð óviðunandi. „Gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn hafði verið ógiltur en samt slepptu þeir honum ekki,“ segir hann. „Þá var gripið á það ráð að fara austur og handtaka hann. Maðurinn var þarna í haldi án þess að fyrir lægi löglegur úrskurður þess efnis,“ segir hann. Garðar var dæmdur í fimm ára fangelsi um miðjan desember fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld og brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni auk umferðar- lagabrota. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. - sþs Gæsluvarðhald yfir síbrotamanni var fellt úr gildi en manninum ekki sleppt: Var handtekinn á Litla-Hrauni Aðeins leynd hjá KSÍ Engin leynd hvílir yfir launum formanna HSÍ, KKÍ sem og forseta ÍSÍ. Laun formanns KSÍ koma hvergi fram. ÍÞRÓTTIR 54 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.