Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 2
2 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR Spurning dagSinS Siggi, ertu búinn að jafna þig? „Já, ég er sæll og glaður. Þetta reyndist bara vera stormur í vatns- glasi. Óveðrið er gengið yfir og það viðrar vel á sigurvegarann í þessu máli.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi storm- ur eins og hann er kallaður, stóð fyrir ljósmyndasamkeppni á Stöð 2. Öfundar- raddir voru háværar um sigurmyndina og vildu einhverjir meina að hún hefði verið fölsuð. Rannsókn hefur leitt í ljós að svo var ekki. DAnMöRk, AP Fleming Rose, menn- ingarritstjóri Jótlandspóstsins sem átti frumkvæði að því að birta tólf skopteikningar af Múhameð spámanni sem síðan ollu and-dönsku fári um gervallan heim múslima, segist búast við því að umræðan um sjálfsritskoð- un í fjölmiðlum og ótta lista- manna við að móðga íslam muni halda áfram næstu árin. „Teikningarnar hafa hrundið af stað mjög mikilvægri umræðu sem mun halda áfram árum saman,“ sagði Rose á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn í gær í tilefni af því að ár er síðan fárið fór af stað fyrir alvöru. - aa Ár frá upphafi teikningafárs: Sjálfsritskoðun heldur áfram Ár frÁ fÁri Múslimar víða um heim mótmæltu með því að brenna danska fánann. MIðbæRInn Almenningssalernið Núllið í Bankastræti fær fall- einkunn fyrir öryggismál í skýrslu sem unnin var fyrir framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar. Skýrslan var lögð fram á fundi hjá framkvæmdasviði. Í fundar- gerð segir að skýrslan sé „svört“ og að vinnustaðurinn fái „fall- einkunn fyrir öryggi“ og að vilji sé til þess að loka Núllinu. Ekki fæst aðgangur að skýrsl- unni um Núllið. „Við höfum ekki vilja birta hana. Við erum að skoða hvernig við leysum þessi mál í Bankastrætinu og skýrslan er inn- legg inn í það,“ segir Sighvatur Arnarson, sviðstjóri hjá fram- kvæmdasviði. Verði Núllinu lokað segir Sighvatur að leysa þurfi hlutverk þess með öðrum hætti. Karlaklósettið á Núllinu hefur verið sagt lokað vegna viðgerða frá í haust en í raun er ástæðan sú að ekkert gengur að fá starfsfólk. Núllið mun þykja vera skjól fyrir alls kyns undirheimastarfsemi, jafnvel vændi og eiturlyfja- neyslu. Staðan varðandi almennings- salerni í miðbænum virðist vera fremur slæm. Jóhannes S. Kjarval, miðborgararkitekt hjá skipulags- sviði, segir í umsögn að mjög brýnt sé að móta heildarstefnu í þessum efnum: „Hvorki getur staður kallað sig borg, né þá menningarborg, ef þessi þáttur borgarmenningar er ekki leystur á viðunandi hátt og því fer víðs fjarri í dag.“ Fyrirtækið AFA, sem rekur bið- skýli fyrir Strætó bs., á fimm sal- erni sem opin eru almenningi í miðbænum, meðal annars á Hlemmi þar sem Strætó hefur lokað sínum salernum. Samningur AFA við borgina kveður á um að fyrirtækið reki alls sex salerni en illa gengur að finna sjötta salerninu stað. „Undanfarið hafa menn bent hver á annan og enginn viljað taka af skarið,“ er haft eftir fulltrúum AFA á fundi hjá framkvæmda- sviði. Skömmu eftir að eitt salerni AFA var sett upp í Mæðragarðin- um við Lækjargötu í vetur óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri eftir því á fundi með full- trúa AFA að salernið yrði fjarlægt. Af því varð þó ekki enda hefur fyrirtækið tilskilin leyfi. Skipu- lagsráð Reykjavíkur hefur nú óskað eftir því við mannréttinda- nefnd borgarinnar að athuga hvort salerni AFA séu vettvangur fyrir ofbeldisverk og annað vafasamt athæfi. gar@frettabladid.is Núllið í Bankastræti fékk falleinkunn Lokun á Núllinu í Bankastræti er í skoðun eftir svarta skýrslu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri vildi að almenningssalerni sem einkafyrirtæki setti upp í Mæðragarðinum við Lækjargötu yrði fjarlægt þrátt fyrir tilskilin leyfi. núllið Salerni karla er lokað vegna manneklu en bæði kynin nýta kvennasalernið. fRéttablaðið/RÓSa VilhjÁlmur Þ. VilhjÁlmS- Son borgarstjórinn vildi almenningssalerni burt úr Mæðragarðinum. fRéttablaðið/VilhelM í mæðragarðinum almenningssalernið sem staðið hefur í Mæðragarðinum frá í haust. fRéttablaðið/RÓSa helgi B. KÁraSon helgi b. Þorláksson hefur starfað í Núllinu frá 1999 og líkar það vel. Í klefa sínum á kvennaklósettinu hefur helgi öryggishnapp sem hann notaði síðast á Þorláksmessu vegna óláta í drukknum mönnum. fRéttablaðið/RÓSa sTjóRnMál Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, verður ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor. Hann tilkynnti þá ákvörðun í gær. Í yfirlýsingu segist Kristinn ætla að halda ótrauður áfram að tala fyrir þeim sjónarmiðum sem fram á síðustu öld hafi verið ofan á í Framsóknarflokknum. Kristinn sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa tekið ákvörðun um frekari skref en kvaðst ætla að hugsa þau mál af alvöru á næstunni. Kristinn var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið 1991 en gekk í Framsóknarflokkinn 1999. - bþs Kristinn H. Gunnarsson: Ekki í framboð fyrir Framsókn KriStinn h. gunnarSSon DóMsMál Fimm manns voru dæmdir í þriggja til fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tveimur kílóum af mjög sterku kókaíni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngsta dóminn hlaut Elísabet Arnardóttir, sem í dómnum er sögð hafa haft „tögl og hagldir“ varðandi skipulagningu og framkvæmd innflutningsins og að hlutverk hennar hefði verið það mikilvægt að án hennar þátttöku hefði verkið aldrei orðið að veruleika. Því þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing. Þrír karlmenn; Friðjón Veigar Gunnarsson, Arnar Sindri Magnússon og Guðmundur Andri Ástráðsson, hlutu þriggja ára dóm fyrir aðild sína að innflutn- ingnum. Þeir voru allir taldir hafa átt stóran þátt í skipulagningu á brotinu og átt að hafa hagnast á því. Elva Hlín Hauksdóttir, sem er einungis 18 ára, hlaut einnig þriggja ára fangelsisdóm en rétt þótti að skilorðsbinda refsingu hennar þar sem þáttur hennar var að mestu bundinn flutningi á efnunum án þess að hún kæmi að skipulagningu innflutningsins. Lögreglumaður sem vann að rannsókn málsins sagði fyrir dómi að Davíð Garðarsson, sem er eftirlýstur á alþjóðavettvangi vegna ýmissa brota, væri grunaður um að hafa staðið að baki innflutn- ingnum. Hann flúði land í desember 2005 og hefur enn ekki fundist. Við yfirheyrslur var Arnar spurður um tengsl sín við Davíð. Sagðist hann þekkja hann en hafa engin tengsl við hann í dag. Voru þá spilaðar hljóðritanir úr síma hans með ætluðum samræðum hans við Davíð. Arnar kvaðst þá ekkert hafa um þær upptökur að segja. - þsj Fimm manns dæmdir fyrir innflutning á tveimur kílóum af mjög hreinu kókaíni: Lykilkona í fjögurra ára fangelsi dæmd fyrir fíKniefnainnflutning friðjón Veigar Gunnars- son og elva hlín hauksdóttir við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. fRéttablaðið/heiða Skýli fyrir heimilslausa finna á lóð eða hús undir gistiskýli fyrir heimilislausa karla og heimilis- lausar konur miðsvæðis í Reykjavík samkvæmt tillögu sem borgarstjórn hefur vísað til velferðarráðs. Útvarpsstöð rak tíu starfsmenn eftir að kona lét lífið í leik á vegum stöðvarinnar sem gekk út á að drekka mikið magn af vatni. Vatnseitrun var talin dánarorsökin. BandaríKin reknir vegna dauðsfalls reyKjaVíK jeRúsAleM, AP Vaxandi þrýstingur var í gær á Ehud Olmert forsætis- ráðherra og Amir Peretz varnar- málaráðherra um að segja af sér vegna hrakfara ísraelska hersins í Líbanonstríðinu í sumar í kjölfar þess að Dan Halutz yfirherforingi tilkynnti skyndilega um afsögn sína. Halutz sá sér ekki annað fært en að segja af sér eftir að innan- búðarmenn í hernum höfðu gert tugi rannsókna á því sem misfórst í Líbanonstríðinu. „Þessi ákvörðun Halutz var óhjákvæmileg, en hann var ekki sá eini sem bar ábyrgð á mistök- unum í stríðinu - ríkisstjórnin bar líka ábyrgð,“ sagði Ophir Pinez- Paz, þingmaður Verkamanna- flokksins, sem er flokkur Peretz varnarmálaráðherra. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í síðustu viku eru ekki nema fjórtán prósent kjós- enda ánægð með Olmert forsætis- ráðherra og myndi flokkur hans, Kadima, bíða mikið afhroð ef kosningar yrðu haldnar nú. Staða Peretz er ekki mikið skárri og ólíklegt þykir að hann nái kjöri til þess að vera áfram formaður Verkamannaflokksins eftir formannskosningarnar sem haldnar verða í maí. Stríðið í Líbanon kostaði 1.200 manns lífið, flesta í Líbanon. - gb ehud olmert forsætisráðherra Ísraels á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. fRéttablaðið/aP Æðsti herforingi ísraelska hersins sagði af sér í gær: Þrýst á Olmert að segja af sér sTjóRnMál Stjórnarandstaðan hefur boðist til að greiða fyrir afgreiðslu frumvarpsins um Ríkisútvarpið gegn því að gildistaka laganna frestist. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylking- arinnar, segir þeim skilaboðum hafa verið komið til forseta þingsins. „Við höfum boðið forseta að afgreiða málið með skjótum hætti gegn því að gildistakan verði ekki 1. apríl heldur 1. júlí. Með því gæti ný ríkisstjórn breytt lögunum áður en þau taka gildi,“ segir Össur. Engin viðbrögð hafi fengist við tilboðinu. - bþs Össur Skarphéðinsson: Sáttatilboð um meðferð RÚV- frumvarpsins sTjóRnMál Samfylkingin hefur farið fram á að málefni Byrgisins verði rædd utan dagskrár á Alþingi. Þingforseti hefur ekki ákveðið hvenær umræðan fer fram og var frá því greint í þinginu í gær að ákvörðun þar að lútandi myndi fyrst liggja fyrir eftir fund fjárlaga- og félagsmálanefnda með ríkisendurskoðanda sem haldinn er í dag. Stjórnarandstæðingar sögðu mikilvægt að ræða málið enda væru ráðherrar á hlaupum undan ábyrgð í því. - bþs Stjórnarandstaðan á Alþingi: Vill umræður um Byrgið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.